Viljum enda árið með sigri Hjörvar Ólafsson skrifar 10. nóvember 2018 11:00 Erik Hamrén er án sigurs í fyrstu fjórum leikjum sínum sem landsliðsþjálfari Íslands. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sína síðustu leiki á árinu þegar liðið mætir Belgíu í lokaleik sínum í Þjóðadeild UEFA og svo vináttulandsleik gegn Katar. Leikirnir fara báðir fram á belgískri grundu en íslenska liðið mætir Belgíu í Þjóðadeild UEFA fimmtudaginn 15. nóvember og Katar mánudaginn 19. nóvember. Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson geta ekki tekið þátt í þessum verkefnum vegna meiðsla. Þá tekur Ragnar Sigurðsson út leikbann í leiknum gegn Belgíu og verður ekki með í leiknum gegn Katar. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, sem hefur verið fjarri góðu gamni síðan á heimsmeistaramótinu í sumar kemur inn í leikmannahópinn. Hann mun taka þátt í leiknum gegn Belgíu, en fær hvíld í leiknum gegn Katar. Þá koma Arnór Sigurðsson, Hjörtur Hermannsson, Eggert Gunnþór Jónsson og Guðmundur Þórarinsson inn í hópinn frá síðustu leikjum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, minnti á að sigur í leiknum gegn Belgíu gæti orðið til þess að liðið hafni á meðal tíu efstu þjóðanna í A-deild Þjóðadeildarinnar og það myndi þýða að liðið yrði í hærri styrkleikaflokki en ella þegar dregið verður í undankeppni EM 2020. Þar af leiðandi leggi liðið allt kapp á að fara með sigur af hólmi í þeim leik. Þá hafi liðið ekki náð í mörg hagstæð úrslit á þessu ári og af þeim sökum muni það leggja allt kapp á að vinna Katar þrátt fyrir að um vináttulandsleik sé að ræða. „Mér fannst ég merkja mikla bætingu í síðustu tveimur leikjum liðsins og við stefnum á að byggja á því í komandi verkefnum. Mér fannst liðið mun þéttara í varnarleiknum og við vorum skarpari í sóknarleiknum. Við sköpuðum fjölmörg góð færi til þess að skora fleiri mörk en við skoruðum. Við bættum okkur í föstum leikatriðum báðum megin á vellinum,“ sagði Hamrén í samtali við Fréttablaðið á blaðamannafundinum í gær. „Hugarfarið var einnig allt annað og það var gaman að sjá það. Við þurfum hins vegar að bæta okkur í varnarleiknum og bæta smáatriðin þar. Við erum að fá á okkur of mörg mörk og þurfum að laga það. Það er auðvitað slæmt að vera án jafn margra lykilleikmanna og raun ber vitni. Það er hins vegar ekki í okkar höndum að koma í veg fyrir þau. Þetta er hluti af fótboltanum og ég vorkenni mest þeim leikmönnum sem hafa orðið fyrir þessum meiðslum,“ sagði hann enn fremur. „Það er hins vegar jákvætt að við fáum Aron [Einar Gunnarsson] aftur inn í liðið. Ég mætti honum þegar ég stýrði sænska liðinu og hef rætt við hann mikið í síma. Ég hlakka mikið til þess að hitta hann og fara yfir málin með honum. Það verður gott að fá hann aftur inn í liðið,“ sagði Svíinn um mikilvægi þess að fá fyrirliðann aftur í hópinn. „Við förum í þessa leiki til þess að vinna þá og það getur skipt okkur miklu máli að ná hagstæðum úrslitum á móti Belgíu. Það munu einhverjir leikmenn fá tækifæri í leiknum gegn Katar, en þrátt fyrir að við munum breyta byrjunarliðinu á einhvern hátt ætlum við að fara með sigur af hólmi,“ segir hann um komandi verkefni. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sína síðustu leiki á árinu þegar liðið mætir Belgíu í lokaleik sínum í Þjóðadeild UEFA og svo vináttulandsleik gegn Katar. Leikirnir fara báðir fram á belgískri grundu en íslenska liðið mætir Belgíu í Þjóðadeild UEFA fimmtudaginn 15. nóvember og Katar mánudaginn 19. nóvember. Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson geta ekki tekið þátt í þessum verkefnum vegna meiðsla. Þá tekur Ragnar Sigurðsson út leikbann í leiknum gegn Belgíu og verður ekki með í leiknum gegn Katar. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, sem hefur verið fjarri góðu gamni síðan á heimsmeistaramótinu í sumar kemur inn í leikmannahópinn. Hann mun taka þátt í leiknum gegn Belgíu, en fær hvíld í leiknum gegn Katar. Þá koma Arnór Sigurðsson, Hjörtur Hermannsson, Eggert Gunnþór Jónsson og Guðmundur Þórarinsson inn í hópinn frá síðustu leikjum. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, minnti á að sigur í leiknum gegn Belgíu gæti orðið til þess að liðið hafni á meðal tíu efstu þjóðanna í A-deild Þjóðadeildarinnar og það myndi þýða að liðið yrði í hærri styrkleikaflokki en ella þegar dregið verður í undankeppni EM 2020. Þar af leiðandi leggi liðið allt kapp á að fara með sigur af hólmi í þeim leik. Þá hafi liðið ekki náð í mörg hagstæð úrslit á þessu ári og af þeim sökum muni það leggja allt kapp á að vinna Katar þrátt fyrir að um vináttulandsleik sé að ræða. „Mér fannst ég merkja mikla bætingu í síðustu tveimur leikjum liðsins og við stefnum á að byggja á því í komandi verkefnum. Mér fannst liðið mun þéttara í varnarleiknum og við vorum skarpari í sóknarleiknum. Við sköpuðum fjölmörg góð færi til þess að skora fleiri mörk en við skoruðum. Við bættum okkur í föstum leikatriðum báðum megin á vellinum,“ sagði Hamrén í samtali við Fréttablaðið á blaðamannafundinum í gær. „Hugarfarið var einnig allt annað og það var gaman að sjá það. Við þurfum hins vegar að bæta okkur í varnarleiknum og bæta smáatriðin þar. Við erum að fá á okkur of mörg mörk og þurfum að laga það. Það er auðvitað slæmt að vera án jafn margra lykilleikmanna og raun ber vitni. Það er hins vegar ekki í okkar höndum að koma í veg fyrir þau. Þetta er hluti af fótboltanum og ég vorkenni mest þeim leikmönnum sem hafa orðið fyrir þessum meiðslum,“ sagði hann enn fremur. „Það er hins vegar jákvætt að við fáum Aron [Einar Gunnarsson] aftur inn í liðið. Ég mætti honum þegar ég stýrði sænska liðinu og hef rætt við hann mikið í síma. Ég hlakka mikið til þess að hitta hann og fara yfir málin með honum. Það verður gott að fá hann aftur inn í liðið,“ sagði Svíinn um mikilvægi þess að fá fyrirliðann aftur í hópinn. „Við förum í þessa leiki til þess að vinna þá og það getur skipt okkur miklu máli að ná hagstæðum úrslitum á móti Belgíu. Það munu einhverjir leikmenn fá tækifæri í leiknum gegn Katar, en þrátt fyrir að við munum breyta byrjunarliðinu á einhvern hátt ætlum við að fara með sigur af hólmi,“ segir hann um komandi verkefni.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira