Hafliði leitaði í átján ár að draumabílnum Stefán Árni Pálsson skrifar 13. desember 2018 15:30 Hafliði tekur sig vel út á nýja bílnum. „Bíllinn er keyptur á fornbílasölu í Leek í Hollandi. Ég var búinn að vera að leita að þessari tegund í Bretlandi þegar ég rakst á þetta eintak og hann var akkúrat sá sem ég vildi,“ segir Hafliði Breiðfjörð, stofnandi og framkvæmdastjóri vefsíðunnar Fótbolti.net, en hann fjárfesti á dögunum í draumabílnum - Triumph Herald, árgerð 1963. Hafliði átti eins bifreið fyrir átján árum. Hann segir að ekki sé um að ræða dýran fornbíl. „Hann er þó virkilega vel með farinn og til merkis um það voru skoðunarmennirnir mjög hissa þegar þeir fóru yfir hann til að samþykkja að hann fengi skráningu á Íslandi og gáfu honum engar athugasemdir.“ Vefsíðan Fótbolti.net verður 17 ára 15. apríl næstkomandi.Draumurinn var að eignast samskonar bíl aftur.vísir/vilhelm„Okkur fannst við þurfa að gera svolítið úr því. Eðlilega tengir fólk 17 ára við bílprófið og því fannst okkur tilvalið að kynna afmælið með bíl. Ég átti Triumph Herald í kringum aldamótin og sá þá hversu mikla athygli hann fékk því ég fékk stöðugar beiðnir um að lána hann í sjónvarpsþætti og auglýsingar. Þess vegna vissi ég að Herald væri akkúrat sá bíll sem við þurftum. Við erum mjög stolt af því að reka fjölmiðil, sem tengist ekki neinu stærra fyrirtæki, í þetta langan tíma.“ Hafliði vonast til að vega sett blæjuna reglulega niður yfir sumarið. „Meðan við fáum ekki 2018 sumarið aftur þá er fullt af sólardögum sem má taka hann út og það verður alltaf gert þegar veður er til,“ segir Hafliði en hann átti í raun alveg eins bíl fyrir 18 árum. „Sama árgerð og tegund, nema hann var gulur. Ég hef mikið reynt að eignast hann aftur án árangurs og þess vegna leitaði ég utan landsteinanna. Í raun hef ég reynt í þessi 18 ár síðan ég átti þann gamla. Í haust rakst ég svo á þetta eintak á netinu og þegar ég fór að fylgja landsliðinu eftir til Belgíu í nóvember skrapp ég til Hollands til að skoða bílinn og keypti hann í leiðinni,“ segir Hafliði að lokum en hann ætlar sér að geyma bílinn að mestu leyti inni í bílskúrnum og mun taka hann út á tyllidögum.Hafliði ætlar að nota bílinn á tyllidögum.vísir/vilhelmSáttur með nýja eintakið.vísir/vilhelm Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
„Bíllinn er keyptur á fornbílasölu í Leek í Hollandi. Ég var búinn að vera að leita að þessari tegund í Bretlandi þegar ég rakst á þetta eintak og hann var akkúrat sá sem ég vildi,“ segir Hafliði Breiðfjörð, stofnandi og framkvæmdastjóri vefsíðunnar Fótbolti.net, en hann fjárfesti á dögunum í draumabílnum - Triumph Herald, árgerð 1963. Hafliði átti eins bifreið fyrir átján árum. Hann segir að ekki sé um að ræða dýran fornbíl. „Hann er þó virkilega vel með farinn og til merkis um það voru skoðunarmennirnir mjög hissa þegar þeir fóru yfir hann til að samþykkja að hann fengi skráningu á Íslandi og gáfu honum engar athugasemdir.“ Vefsíðan Fótbolti.net verður 17 ára 15. apríl næstkomandi.Draumurinn var að eignast samskonar bíl aftur.vísir/vilhelm„Okkur fannst við þurfa að gera svolítið úr því. Eðlilega tengir fólk 17 ára við bílprófið og því fannst okkur tilvalið að kynna afmælið með bíl. Ég átti Triumph Herald í kringum aldamótin og sá þá hversu mikla athygli hann fékk því ég fékk stöðugar beiðnir um að lána hann í sjónvarpsþætti og auglýsingar. Þess vegna vissi ég að Herald væri akkúrat sá bíll sem við þurftum. Við erum mjög stolt af því að reka fjölmiðil, sem tengist ekki neinu stærra fyrirtæki, í þetta langan tíma.“ Hafliði vonast til að vega sett blæjuna reglulega niður yfir sumarið. „Meðan við fáum ekki 2018 sumarið aftur þá er fullt af sólardögum sem má taka hann út og það verður alltaf gert þegar veður er til,“ segir Hafliði en hann átti í raun alveg eins bíl fyrir 18 árum. „Sama árgerð og tegund, nema hann var gulur. Ég hef mikið reynt að eignast hann aftur án árangurs og þess vegna leitaði ég utan landsteinanna. Í raun hef ég reynt í þessi 18 ár síðan ég átti þann gamla. Í haust rakst ég svo á þetta eintak á netinu og þegar ég fór að fylgja landsliðinu eftir til Belgíu í nóvember skrapp ég til Hollands til að skoða bílinn og keypti hann í leiðinni,“ segir Hafliði að lokum en hann ætlar sér að geyma bílinn að mestu leyti inni í bílskúrnum og mun taka hann út á tyllidögum.Hafliði ætlar að nota bílinn á tyllidögum.vísir/vilhelmSáttur með nýja eintakið.vísir/vilhelm
Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira