Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2018 12:00 Arnór Sigurðsson þakkar Gareth Bale fyrir leikinn í gær. Vísir/Getty Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. Þessu hafði bara einn maður náð einu sinni áður. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði mark og gaf stoðsendingu í 4-0 sigri Chelsea á Lazio á Ólympíuleikvanginum í Róm 4. nóvember 2003. Síðan eru liðin fimmtán ár og rúmur mánuður. Arnór er fæddur 15. maí 1999 og var því aðeins fjögurra, fimm mánaða og tuttugu daga gamall þegar Eiður Smári fór á kostum á móti Lazio en knattspyrnustjóri Chelsea á þessum degi var enginn annar en Claudio Ranieri. Það fylgir sögunni að í þessum Lazio leik fyrir fimmtán árum þá kom Eiður Smári inná sem varamaður fyrir Argentínumanninn Hernán Crespo á 67. mínútu. Eiður kom Chelsea í 2-0 á 70. mínútu og lagði síðan upp fjórða markið fyrir Frank Lampard á 81. mínútu.What is happening at the Bernabeu?! Arnor Sigurdsson puts CSKA Moscow 3-0 up on Real Madrid on a night the Russian side will never forget! pic.twitter.com/cP31cs7DmY — Football on BT Sport (@btsportfootball) December 12, 2018Þessi leikur á móti Lazio var aðeins annar leikur Eiðs Smára í Meistaradeildinni. Hann átti eftir að spila 43 til viðbótar og bæta við sex mörkum og sjö stoðsendingum. Arnór Sigurðsson var að spila sinn sjötta Meistaradeildarleik á Santiago Bernabéu. Hann lagði líka upp mark í leiknum á móti Roma og hefur því komið að þremur mörkum í síðustu þremur leikjum. Meistaradeildarleikirnir verða ekki fleiri hjá Arnóri á þessu tímabili þar sem CSKA Moskva er úr leik en Skagamaðurinn fær vonandi miklu fleiri Meistaradeildarleiki með liðum sínum í framtíðinni.Real Madrid v #CSKA — 0:3 Red-Blues crushed the reigning Champions League winners at Santiago Bernabeu https://t.co/jKZmSSZrtzpic.twitter.com/uXOc90Wxog — PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) December 12, 2018#CSKA XI for the game against @realmadridenpic.twitter.com/52p97VZyqG — PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) December 12, 2018 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira
Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. Þessu hafði bara einn maður náð einu sinni áður. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði mark og gaf stoðsendingu í 4-0 sigri Chelsea á Lazio á Ólympíuleikvanginum í Róm 4. nóvember 2003. Síðan eru liðin fimmtán ár og rúmur mánuður. Arnór er fæddur 15. maí 1999 og var því aðeins fjögurra, fimm mánaða og tuttugu daga gamall þegar Eiður Smári fór á kostum á móti Lazio en knattspyrnustjóri Chelsea á þessum degi var enginn annar en Claudio Ranieri. Það fylgir sögunni að í þessum Lazio leik fyrir fimmtán árum þá kom Eiður Smári inná sem varamaður fyrir Argentínumanninn Hernán Crespo á 67. mínútu. Eiður kom Chelsea í 2-0 á 70. mínútu og lagði síðan upp fjórða markið fyrir Frank Lampard á 81. mínútu.What is happening at the Bernabeu?! Arnor Sigurdsson puts CSKA Moscow 3-0 up on Real Madrid on a night the Russian side will never forget! pic.twitter.com/cP31cs7DmY — Football on BT Sport (@btsportfootball) December 12, 2018Þessi leikur á móti Lazio var aðeins annar leikur Eiðs Smára í Meistaradeildinni. Hann átti eftir að spila 43 til viðbótar og bæta við sex mörkum og sjö stoðsendingum. Arnór Sigurðsson var að spila sinn sjötta Meistaradeildarleik á Santiago Bernabéu. Hann lagði líka upp mark í leiknum á móti Roma og hefur því komið að þremur mörkum í síðustu þremur leikjum. Meistaradeildarleikirnir verða ekki fleiri hjá Arnóri á þessu tímabili þar sem CSKA Moskva er úr leik en Skagamaðurinn fær vonandi miklu fleiri Meistaradeildarleiki með liðum sínum í framtíðinni.Real Madrid v #CSKA — 0:3 Red-Blues crushed the reigning Champions League winners at Santiago Bernabeu https://t.co/jKZmSSZrtzpic.twitter.com/uXOc90Wxog — PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) December 12, 2018#CSKA XI for the game against @realmadridenpic.twitter.com/52p97VZyqG — PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) December 12, 2018
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Sjá meira