Stöndum með taugakerfinu Auður Guðjónsdóttir skrifar 13. desember 2018 08:00 Í utanríkisráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur leitaði hún eftir því við framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar að Norðurlöndin stæðu saman um að láta greina og samkeyra innihald gagnagrunna á norrænu taugavísindasviði með nýjustu tölvutækni. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er staða málsins þannig að NordForsk sem fjármagnar og liðkar fyrir norrænu samstarfi á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða hefur skilað jákvæðu áliti um að verkefnið sé fýsilegt en að fjármagn vanti. Norræn rannsóknarverkefni leitast við að fá 2/3 alls fjármagns í gegnum fjármögnun frá að minnsta kosti þremur norrænum ríkjum. Þar sem hér um ræðir íslenska tillögu væri afar gott ef stjórnvöld á Íslandi byðust til að leggja fram fé svo að liðka mætti fyrir að verkinu yrði komið í farveg á næsta ári þegar Ísland hefur formennsku í Norðurlandaráði. Ástæða þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu við lömun sem orsakast af mænuskaða og við öðrum meinum í taugakerfinu er sú að læknavísindin hafa ekki fullan skilning á hvernig hið erfiða taugakerfi virkar. Með samkeyrslu rannsóknargagna með gervigreind myndi þekkingunni fleygja fram. Það yrði mikill fengur fyrir læknavísindin og þá sem líða. Næðist að koma tillögu Lilju í farveg á Norðurlöndum væri í framhaldinu mögulegt að tala fyrir því af fullum þunga hjá Sameinuðu þjóðunum að aðrar þjóðir fylgi í kjölfarið. Í raun var fyrsta skrefið í þá átt tekið þegar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvatti þjóðir heims til aukins samstarfs á taugavísindasviði í ræðu sinni á nýafstöðnu allsherjarþingi. Í desember stendur til að kynna hver staða verkefnis um samskráningu á meðferð við mænuskaða á Norðurlöndunum er. Verkefninu er stýrt frá St. Olavs sjúkrahúsinu í Þrándheimi og er fjármagnað af Noregi. Sú tillaga til Norðurlandaráðs sem samskráningin byggir á kom frá Íslandi. Hún var borin fram af Siv Friðleifsdóttur, fyrrverandi alþingismanni, og fylgt eftir af miklum þunga frá hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, þáverandi heilbrigðisráðherra og hans ráðuneytis. Greinarhöfundur þakkar íslenskum stjórnvöldum fyrir hjálpina og þeim þúsundum Íslendinga sem styrkt hafa störf Mænuskaðastofnunar Íslands með fjárframlögum og öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Í utanríkisráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur leitaði hún eftir því við framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar að Norðurlöndin stæðu saman um að láta greina og samkeyra innihald gagnagrunna á norrænu taugavísindasviði með nýjustu tölvutækni. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er staða málsins þannig að NordForsk sem fjármagnar og liðkar fyrir norrænu samstarfi á sviði rannsókna og rannsóknarinnviða hefur skilað jákvæðu áliti um að verkefnið sé fýsilegt en að fjármagn vanti. Norræn rannsóknarverkefni leitast við að fá 2/3 alls fjármagns í gegnum fjármögnun frá að minnsta kosti þremur norrænum ríkjum. Þar sem hér um ræðir íslenska tillögu væri afar gott ef stjórnvöld á Íslandi byðust til að leggja fram fé svo að liðka mætti fyrir að verkinu yrði komið í farveg á næsta ári þegar Ísland hefur formennsku í Norðurlandaráði. Ástæða þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu við lömun sem orsakast af mænuskaða og við öðrum meinum í taugakerfinu er sú að læknavísindin hafa ekki fullan skilning á hvernig hið erfiða taugakerfi virkar. Með samkeyrslu rannsóknargagna með gervigreind myndi þekkingunni fleygja fram. Það yrði mikill fengur fyrir læknavísindin og þá sem líða. Næðist að koma tillögu Lilju í farveg á Norðurlöndum væri í framhaldinu mögulegt að tala fyrir því af fullum þunga hjá Sameinuðu þjóðunum að aðrar þjóðir fylgi í kjölfarið. Í raun var fyrsta skrefið í þá átt tekið þegar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hvatti þjóðir heims til aukins samstarfs á taugavísindasviði í ræðu sinni á nýafstöðnu allsherjarþingi. Í desember stendur til að kynna hver staða verkefnis um samskráningu á meðferð við mænuskaða á Norðurlöndunum er. Verkefninu er stýrt frá St. Olavs sjúkrahúsinu í Þrándheimi og er fjármagnað af Noregi. Sú tillaga til Norðurlandaráðs sem samskráningin byggir á kom frá Íslandi. Hún var borin fram af Siv Friðleifsdóttur, fyrrverandi alþingismanni, og fylgt eftir af miklum þunga frá hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, þáverandi heilbrigðisráðherra og hans ráðuneytis. Greinarhöfundur þakkar íslenskum stjórnvöldum fyrir hjálpina og þeim þúsundum Íslendinga sem styrkt hafa störf Mænuskaðastofnunar Íslands með fjárframlögum og öðru.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar