Raunheimar að verða að einu risastóru upplýsingakerfi Þór Jes Þórisson skrifar 13. desember 2018 08:00 Ein stærsta tæknibreyting seinni ára er að eiga sér stað þessi misserin. Tæki eru byrjuð að tengjast í auknum mæli saman í allsherjar upplýsingakerfi raunheima. Þessi tækni Internet of Things (IoT), eða internet hlutanna hefur verið til í mörg ár en er nú fyrst, vegna framfara í fjarskiptum og upplýsingatækni, mögulega að verða hluti af daglegu lífi okkar. Hversu hratt það gerist veltur meðal annars á ákvörðunum sem stjórnvöld taka á allra næstu misserum. Samtenging tækja við fjarskipti hefur verið lengi til. Má þar á meðal nefna Machine to Machine, eða M2M, sem er til dæmis posi með GSM-tengingu. IoT er ein af undirstöðum fjórðu iðnbyltingarinnar, það er að segja stöðugar mælingar og eftirlit er á öllu milli himins og jarðar og rúmlega það. Með gervigreind má í auknum mæli láta tæki tala saman og bregðast við án atbeina mannsins.Undirstaða fjórðu iðnbyltingarinnar IoT er ein af undirstöðum fjórðu iðnbyltingarinnar. Birtingarmyndir IoT eru margvíslegar, allt frá hitamælum í kæligámum og í framtíðinni eftirliti og stýringu á sjálfkeyrandi bílum og drónum. Öll heimili munu þannig verða snjallheimili innan nokkurra ára. Skynjarar mun fylgjast með hita, raka, vatni og hafa eftirlit með öllu því sem þörf er á. Þessi upplifun verður bæði raddstýranleg og undir eftirliti gervigreindar. Þannig munum við sífellt minna þurfa að skipta okkur af tækjum og tólum innan heimilisins, þau munu í auknum mæli sjá um sig sjálf. Þó innan skynsemismarka, það verður áfram að setja í þvottavélina. En hvaða áhrif hefur þetta annað en að spara manni sporin og útgjöld vegna orkureikninga? Eitt dæmi er að tryggingar gætu í framtíðinni tekið mið af því hvort heimilið eða bíllinn eru snjöll, þannig gæti iðgjaldið verið lægra ef tryggingarfélagið hefur aðgengi að upplýsingum frá skynjurum heimilisins eða bílunum.Þéttriðið sendakerfi Meðal nýtingamöguleika IoT, með aðstoð frá 5G farsímatækni, verður að hafa eftirlit með og jafnvel stýra sjálfkeyrandi bifreiðum í framtíðinni. Til að ná því markmiði þarf að byggja upp þétt sendanet. Breska ríkisstjórnin hefur sett í gang verkefni til að meta hvað þarf til að bæta verulega fjarskipti á vegum í Bretlandi svo hægt verði að hafa eftirlit með og mögulega stjórna bifreiðum á vegum landsins í framtíðinni. Þar er miðað við að ljósleiðari sé tengdur við ljósastaur á 10 kílómetra fresti, sem síðan tengist 30 öðrum sendum á ljósastaurum um örbylgju. Ef sambærilegt kerfi væri sett upp við þjóðvegi á Íslandi þarf rúmlega 38 þúsund senda, en þá vantar okkur hins vegar ljósastaura á 300 metra fresti. Það verður að teljast ólíkleg framkvæmd, allavega í bráð, því kostnaðurinn er gríðarlegur. Í Reykjavík er hins vegar nóg af ljósastaurum. Til að dekka vegakerfið í borginni þarf rúmlega átta þúsund senda, sé miðað við sömu forsendur. Og ef við fikrum okkur svo lengra inn í framtíðina má sjá fyrir sér að IoT og 5G muni mynda eftirlit, leiðsögn og stýringu fyrir dróna, sem í auknum mæli munu flytja vörur og líklega fólk. Þessi tækni mun þurfa þéttriðið sendakerfi til að stjórna og leiðbeina þeim. Til að þessi spennandi framtíð IoT verði að veruleika þarf að staðla tæknina og tryggja netöryggi tækja. Einnig þarf að ná djúpri samnýtingu á fyrirliggjandi fjarskiptainnviðum í landinu. Hér mun reyna á stjórnvöld að setja fram skýra leiðsögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ein stærsta tæknibreyting seinni ára er að eiga sér stað þessi misserin. Tæki eru byrjuð að tengjast í auknum mæli saman í allsherjar upplýsingakerfi raunheima. Þessi tækni Internet of Things (IoT), eða internet hlutanna hefur verið til í mörg ár en er nú fyrst, vegna framfara í fjarskiptum og upplýsingatækni, mögulega að verða hluti af daglegu lífi okkar. Hversu hratt það gerist veltur meðal annars á ákvörðunum sem stjórnvöld taka á allra næstu misserum. Samtenging tækja við fjarskipti hefur verið lengi til. Má þar á meðal nefna Machine to Machine, eða M2M, sem er til dæmis posi með GSM-tengingu. IoT er ein af undirstöðum fjórðu iðnbyltingarinnar, það er að segja stöðugar mælingar og eftirlit er á öllu milli himins og jarðar og rúmlega það. Með gervigreind má í auknum mæli láta tæki tala saman og bregðast við án atbeina mannsins.Undirstaða fjórðu iðnbyltingarinnar IoT er ein af undirstöðum fjórðu iðnbyltingarinnar. Birtingarmyndir IoT eru margvíslegar, allt frá hitamælum í kæligámum og í framtíðinni eftirliti og stýringu á sjálfkeyrandi bílum og drónum. Öll heimili munu þannig verða snjallheimili innan nokkurra ára. Skynjarar mun fylgjast með hita, raka, vatni og hafa eftirlit með öllu því sem þörf er á. Þessi upplifun verður bæði raddstýranleg og undir eftirliti gervigreindar. Þannig munum við sífellt minna þurfa að skipta okkur af tækjum og tólum innan heimilisins, þau munu í auknum mæli sjá um sig sjálf. Þó innan skynsemismarka, það verður áfram að setja í þvottavélina. En hvaða áhrif hefur þetta annað en að spara manni sporin og útgjöld vegna orkureikninga? Eitt dæmi er að tryggingar gætu í framtíðinni tekið mið af því hvort heimilið eða bíllinn eru snjöll, þannig gæti iðgjaldið verið lægra ef tryggingarfélagið hefur aðgengi að upplýsingum frá skynjurum heimilisins eða bílunum.Þéttriðið sendakerfi Meðal nýtingamöguleika IoT, með aðstoð frá 5G farsímatækni, verður að hafa eftirlit með og jafnvel stýra sjálfkeyrandi bifreiðum í framtíðinni. Til að ná því markmiði þarf að byggja upp þétt sendanet. Breska ríkisstjórnin hefur sett í gang verkefni til að meta hvað þarf til að bæta verulega fjarskipti á vegum í Bretlandi svo hægt verði að hafa eftirlit með og mögulega stjórna bifreiðum á vegum landsins í framtíðinni. Þar er miðað við að ljósleiðari sé tengdur við ljósastaur á 10 kílómetra fresti, sem síðan tengist 30 öðrum sendum á ljósastaurum um örbylgju. Ef sambærilegt kerfi væri sett upp við þjóðvegi á Íslandi þarf rúmlega 38 þúsund senda, en þá vantar okkur hins vegar ljósastaura á 300 metra fresti. Það verður að teljast ólíkleg framkvæmd, allavega í bráð, því kostnaðurinn er gríðarlegur. Í Reykjavík er hins vegar nóg af ljósastaurum. Til að dekka vegakerfið í borginni þarf rúmlega átta þúsund senda, sé miðað við sömu forsendur. Og ef við fikrum okkur svo lengra inn í framtíðina má sjá fyrir sér að IoT og 5G muni mynda eftirlit, leiðsögn og stýringu fyrir dróna, sem í auknum mæli munu flytja vörur og líklega fólk. Þessi tækni mun þurfa þéttriðið sendakerfi til að stjórna og leiðbeina þeim. Til að þessi spennandi framtíð IoT verði að veruleika þarf að staðla tæknina og tryggja netöryggi tækja. Einnig þarf að ná djúpri samnýtingu á fyrirliggjandi fjarskiptainnviðum í landinu. Hér mun reyna á stjórnvöld að setja fram skýra leiðsögn.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun