Segjast harma „mistök“ í tengslum við árás á rútuna í Jemen Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2018 23:15 Árásin var gerð á rútu á markaði í norðurhluta Saada-héraðs í Jemen. Vísir/Getty Hernaðarbandalagið undir forystu Sádi-Araba kveðst harma „mistök“ sem hafi verið gerð í loftárás þess á rútu í Saada-héraði í Jemen þann 9. ágúst síðastliðinn. Rúmlega fjörutíu börn fórust í árásinni og var hún víða fordæmd. Rútan sem skotið var á var staðsett á markaði í norðurhluta héraðsins. Í frétt BBC kemur fram að í yfirlýsingu frá bandalaginu, sem birt var í dag, komi fram að þeir sem hafi staðið fyrir árásinni yrðu dregnir til ábyrgðar. Mansour al-Mansour, hershöfðingi sem fer fyrir eigin rannsóknarteymis bandalagsins, segir að árásin hafi beinst gegn einum leiðtoga uppreisnarhóps Húta. Rannsókn herja bandalagsríkjanna hafi komist að því að leiðtogar og vígamenn Húta hafi verið í umræddri rútu og því hafi verið um lögmætt skotmark að ræða. Sú staðreynd að árásin hafi átt sér stað á umræddum stað hafi hins vegar haft í för með sér þetta manntjón. Segir í yfirlýsingunni að stjórn herja bandalagsríkjanna harmi þau mistök og votti aðstandendum fórnarlamba virðingu sína. Samráð verði haft við ríkisstjórn Jemen um bætur til aðstandenda, auk þess að reglur yrðu endurskoðaðar.Hafna niðurstöðu skýrslu Sameinuðu þjóðanna Bandalagsríkin segja í yfirlýsingunni að árásir þeirra beinist aldrei vísvitandi að óbreyttum borgurum. Mannréttindasamtök hafa hins vegar sakað Sáda og bandalagsríki þeirra um að beina árásum sínum að mörkuðum, skólum, sjúkrahúsum og íbúðahverfum. Fyrr í vikunni höfnuðu bandalagsríkin niðurstöðum skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem sagði að deiluaðilar í Jemen hafi allir gerst sekir um stríðsglæpi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 10 þúsund manns hafi látið lífið í stríðsátökum í landinu frá árinu 2015. Tengdar fréttir Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Tugir barna féllu í loftárás hernaðarbandalags Sádi-Araba á Jemen. Átökin hafa verið einkar blóðug undanfarnar vikur. Friðarviðræður mögulega á döfinni. 10. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Hernaðarbandalagið undir forystu Sádi-Araba kveðst harma „mistök“ sem hafi verið gerð í loftárás þess á rútu í Saada-héraði í Jemen þann 9. ágúst síðastliðinn. Rúmlega fjörutíu börn fórust í árásinni og var hún víða fordæmd. Rútan sem skotið var á var staðsett á markaði í norðurhluta héraðsins. Í frétt BBC kemur fram að í yfirlýsingu frá bandalaginu, sem birt var í dag, komi fram að þeir sem hafi staðið fyrir árásinni yrðu dregnir til ábyrgðar. Mansour al-Mansour, hershöfðingi sem fer fyrir eigin rannsóknarteymis bandalagsins, segir að árásin hafi beinst gegn einum leiðtoga uppreisnarhóps Húta. Rannsókn herja bandalagsríkjanna hafi komist að því að leiðtogar og vígamenn Húta hafi verið í umræddri rútu og því hafi verið um lögmætt skotmark að ræða. Sú staðreynd að árásin hafi átt sér stað á umræddum stað hafi hins vegar haft í för með sér þetta manntjón. Segir í yfirlýsingunni að stjórn herja bandalagsríkjanna harmi þau mistök og votti aðstandendum fórnarlamba virðingu sína. Samráð verði haft við ríkisstjórn Jemen um bætur til aðstandenda, auk þess að reglur yrðu endurskoðaðar.Hafna niðurstöðu skýrslu Sameinuðu þjóðanna Bandalagsríkin segja í yfirlýsingunni að árásir þeirra beinist aldrei vísvitandi að óbreyttum borgurum. Mannréttindasamtök hafa hins vegar sakað Sáda og bandalagsríki þeirra um að beina árásum sínum að mörkuðum, skólum, sjúkrahúsum og íbúðahverfum. Fyrr í vikunni höfnuðu bandalagsríkin niðurstöðum skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem sagði að deiluaðilar í Jemen hafi allir gerst sekir um stríðsglæpi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 10 þúsund manns hafi látið lífið í stríðsátökum í landinu frá árinu 2015.
Tengdar fréttir Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Tugir barna féllu í loftárás hernaðarbandalags Sádi-Araba á Jemen. Átökin hafa verið einkar blóðug undanfarnar vikur. Friðarviðræður mögulega á döfinni. 10. ágúst 2018 06:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30
Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Tugir barna féllu í loftárás hernaðarbandalags Sádi-Araba á Jemen. Átökin hafa verið einkar blóðug undanfarnar vikur. Friðarviðræður mögulega á döfinni. 10. ágúst 2018 06:00