Segjast harma „mistök“ í tengslum við árás á rútuna í Jemen Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2018 23:15 Árásin var gerð á rútu á markaði í norðurhluta Saada-héraðs í Jemen. Vísir/Getty Hernaðarbandalagið undir forystu Sádi-Araba kveðst harma „mistök“ sem hafi verið gerð í loftárás þess á rútu í Saada-héraði í Jemen þann 9. ágúst síðastliðinn. Rúmlega fjörutíu börn fórust í árásinni og var hún víða fordæmd. Rútan sem skotið var á var staðsett á markaði í norðurhluta héraðsins. Í frétt BBC kemur fram að í yfirlýsingu frá bandalaginu, sem birt var í dag, komi fram að þeir sem hafi staðið fyrir árásinni yrðu dregnir til ábyrgðar. Mansour al-Mansour, hershöfðingi sem fer fyrir eigin rannsóknarteymis bandalagsins, segir að árásin hafi beinst gegn einum leiðtoga uppreisnarhóps Húta. Rannsókn herja bandalagsríkjanna hafi komist að því að leiðtogar og vígamenn Húta hafi verið í umræddri rútu og því hafi verið um lögmætt skotmark að ræða. Sú staðreynd að árásin hafi átt sér stað á umræddum stað hafi hins vegar haft í för með sér þetta manntjón. Segir í yfirlýsingunni að stjórn herja bandalagsríkjanna harmi þau mistök og votti aðstandendum fórnarlamba virðingu sína. Samráð verði haft við ríkisstjórn Jemen um bætur til aðstandenda, auk þess að reglur yrðu endurskoðaðar.Hafna niðurstöðu skýrslu Sameinuðu þjóðanna Bandalagsríkin segja í yfirlýsingunni að árásir þeirra beinist aldrei vísvitandi að óbreyttum borgurum. Mannréttindasamtök hafa hins vegar sakað Sáda og bandalagsríki þeirra um að beina árásum sínum að mörkuðum, skólum, sjúkrahúsum og íbúðahverfum. Fyrr í vikunni höfnuðu bandalagsríkin niðurstöðum skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem sagði að deiluaðilar í Jemen hafi allir gerst sekir um stríðsglæpi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 10 þúsund manns hafi látið lífið í stríðsátökum í landinu frá árinu 2015. Tengdar fréttir Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Tugir barna féllu í loftárás hernaðarbandalags Sádi-Araba á Jemen. Átökin hafa verið einkar blóðug undanfarnar vikur. Friðarviðræður mögulega á döfinni. 10. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Hernaðarbandalagið undir forystu Sádi-Araba kveðst harma „mistök“ sem hafi verið gerð í loftárás þess á rútu í Saada-héraði í Jemen þann 9. ágúst síðastliðinn. Rúmlega fjörutíu börn fórust í árásinni og var hún víða fordæmd. Rútan sem skotið var á var staðsett á markaði í norðurhluta héraðsins. Í frétt BBC kemur fram að í yfirlýsingu frá bandalaginu, sem birt var í dag, komi fram að þeir sem hafi staðið fyrir árásinni yrðu dregnir til ábyrgðar. Mansour al-Mansour, hershöfðingi sem fer fyrir eigin rannsóknarteymis bandalagsins, segir að árásin hafi beinst gegn einum leiðtoga uppreisnarhóps Húta. Rannsókn herja bandalagsríkjanna hafi komist að því að leiðtogar og vígamenn Húta hafi verið í umræddri rútu og því hafi verið um lögmætt skotmark að ræða. Sú staðreynd að árásin hafi átt sér stað á umræddum stað hafi hins vegar haft í för með sér þetta manntjón. Segir í yfirlýsingunni að stjórn herja bandalagsríkjanna harmi þau mistök og votti aðstandendum fórnarlamba virðingu sína. Samráð verði haft við ríkisstjórn Jemen um bætur til aðstandenda, auk þess að reglur yrðu endurskoðaðar.Hafna niðurstöðu skýrslu Sameinuðu þjóðanna Bandalagsríkin segja í yfirlýsingunni að árásir þeirra beinist aldrei vísvitandi að óbreyttum borgurum. Mannréttindasamtök hafa hins vegar sakað Sáda og bandalagsríki þeirra um að beina árásum sínum að mörkuðum, skólum, sjúkrahúsum og íbúðahverfum. Fyrr í vikunni höfnuðu bandalagsríkin niðurstöðum skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem sagði að deiluaðilar í Jemen hafi allir gerst sekir um stríðsglæpi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 10 þúsund manns hafi látið lífið í stríðsátökum í landinu frá árinu 2015.
Tengdar fréttir Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30 Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Tugir barna féllu í loftárás hernaðarbandalags Sádi-Araba á Jemen. Átökin hafa verið einkar blóðug undanfarnar vikur. Friðarviðræður mögulega á döfinni. 10. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Mótmæli þegar jemensku börnin voru borin til grafar Fjörutíu börn, sem öll voru fimmtán ára eða yngri, fórust í árás hers Sáda á rútu á markaði í bænum Dahyan í Saada-héraði í norðvesturhluta Jemen síðastliðinn fimmtudag. 13. ágúst 2018 23:30
Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Tugir barna féllu í loftárás hernaðarbandalags Sádi-Araba á Jemen. Átökin hafa verið einkar blóðug undanfarnar vikur. Friðarviðræður mögulega á döfinni. 10. ágúst 2018 06:00