Bastarðar samtímans Sif Sigmarsdóttir skrifar 1. september 2018 09:00 Hugmyndafræði er eins og eðlisfræðiformúla búin til úr fiðurkoddum og kasmírull: x + y = klippt og skorin veröld þar sem íbúar sofa værum svefni á hverri einustu nóttu með höfuðið á handtíndum æðardún umvafnir vandlega ofinni voð og vissu um að hlutirnir eru sléttir og felldir, annað hvort svartir eða hvítir, og martraðir á borð við efa og óvissu eru efnislegur ómöguleiki. Hugmyndafræði er á yfirborðinu jafnkósí og uppbúið rúm í Ikea. En þeir sem hreiðra um sig í slíku kerfi fljóta þó gjarnan sofandi að feigðarósi.Auðlindir handa öllum Fyrir nokkrum vikum birtist í Fréttablaðinu grein um eignarhald á landi eftir Ögmund Jónasson, fyrrverandi þingmann og ráðherra. Í greininni spyr Ögmundur Samtök atvinnulífsins hvort ekki sé ráð að sameinast um að auðlindir Íslands á borð við land verði Íslendinga allra. Þeim til skemmtunar sem hafa gaman af ritdeilum beit Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á agnið og svaraði Ögmundi fullum hálsi. Halldór kveður það glapræði að færa land í hendur fjöldans. Vísar hann í kennisetningu um „harmleik almenninganna“ og segir: „Þegar eitthvað er í eigu allra hefur enginn hagsmuni af því að ganga vel um það.“ Nýlega kom út í Bretlandi ævisaga Geralds Grosvenor, sjötta hertogans af Westminster sem lést árið 2016. Grosvenor fjölskyldan hefur kynslóðum saman verið ein auðugasta fjölskylda Bretlands. Fjölskyldunafnið sem og auðæfin má rekja aftur um þúsund ár. Forfaðir Geralds, Normanninn Hugh „Le Grand Veneur“ (mikli veiðimaðurinn), var stór vexti og var því uppnefndur „Le Gros Veneur“ (feiti veiðimaðurinn). Hugh þessi var handgenginn Vilhjálmi 1. Englandskonungi, eða Vilhjálmi bastarði eins og hann er gjarnan kallaður, og að launum hlaut hann mikið land í Cheshire. Það var hins vegar árið 1677 þegar Thomas Grosvenor kvæntist hinni tólf ára Mary Davies, erfingja að votlendi sem síðar varð að fínustu hverfum Lundúna, Mayfair og Belgravia, að ríkidæmi fjölskyldunnar var tryggt. Þegar Gerald Grosvenor lést var hann einn stærsti landeigandi Bretlands og var hann talinn þriðji ríkasti maður landsins. Var viðskiptaveldi hans metið upp á 8,3 milljarða punda eða 1200 milljarða íslenskra króna. Hertoginn var góðvinur Karls Bretaprins og guðfaðir Vilhjálms Bretaprins. Eitt sinn spurði ákafur blaðamaður Financial Times hertogann hvaða ráð hann gæti gefið ungum athafnamönnum sem vildu leika eftir velgengni hans. Hertoginn svaraði: „Að eiga forföður sem var góðvinur Vilhjálms bastarðar.“Markaðurinn og eiginhagsmunir Árið 2007 fullyrti Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna og óþreytandi talsmaður hugmyndafræðinnar um hinn frjálsa markað, að lagasetningar á sviði fjármála væru svo gott sem óþarfar: „Stærstur hluti alþjóðlegra fjármálaviðskipta heimsins og þar af leiðandi viðskipta einstakra landa sér sjálfur um að setja sér leikreglur; markaðurinn virkar ... Við vitum ekki hvernig en hann virkar.“ Árið 2008, eftir að alþjóðlega efnahagskreppan brast á, varð Greenspan að éta ofan í sig orð sín: „Það voru mistök af minni hálfu að gera ráð fyrir að eiginhagsmunir stofnana á borð við banka væru betur til þess fallnir að vernda hluthafana.“ Eiginhagsmunir tryggja ekki neitt. Ef hagsmunir okkar stýrðu gjörðum okkar værum við öll í kjörþyngd með blóðþrýstinginn í lagi, viðbótarlífeyrissparnað skipulagðan í Excel, búin að plana fisk og salat í kvöldmatinn, afhenda börnunum bók í staðinn fyrir iPaddinn og að skræla gulrætur í kvöldsnarl á leiðinni í jóga á hjóli með aukalóð á fótunum. Það eina sem hugmyndafræði framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins tryggir er að góðvinir Vilhjálms bastarðar samtímans og afkomendur þeirra mega eiga von á góðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hugmyndafræði er eins og eðlisfræðiformúla búin til úr fiðurkoddum og kasmírull: x + y = klippt og skorin veröld þar sem íbúar sofa værum svefni á hverri einustu nóttu með höfuðið á handtíndum æðardún umvafnir vandlega ofinni voð og vissu um að hlutirnir eru sléttir og felldir, annað hvort svartir eða hvítir, og martraðir á borð við efa og óvissu eru efnislegur ómöguleiki. Hugmyndafræði er á yfirborðinu jafnkósí og uppbúið rúm í Ikea. En þeir sem hreiðra um sig í slíku kerfi fljóta þó gjarnan sofandi að feigðarósi.Auðlindir handa öllum Fyrir nokkrum vikum birtist í Fréttablaðinu grein um eignarhald á landi eftir Ögmund Jónasson, fyrrverandi þingmann og ráðherra. Í greininni spyr Ögmundur Samtök atvinnulífsins hvort ekki sé ráð að sameinast um að auðlindir Íslands á borð við land verði Íslendinga allra. Þeim til skemmtunar sem hafa gaman af ritdeilum beit Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á agnið og svaraði Ögmundi fullum hálsi. Halldór kveður það glapræði að færa land í hendur fjöldans. Vísar hann í kennisetningu um „harmleik almenninganna“ og segir: „Þegar eitthvað er í eigu allra hefur enginn hagsmuni af því að ganga vel um það.“ Nýlega kom út í Bretlandi ævisaga Geralds Grosvenor, sjötta hertogans af Westminster sem lést árið 2016. Grosvenor fjölskyldan hefur kynslóðum saman verið ein auðugasta fjölskylda Bretlands. Fjölskyldunafnið sem og auðæfin má rekja aftur um þúsund ár. Forfaðir Geralds, Normanninn Hugh „Le Grand Veneur“ (mikli veiðimaðurinn), var stór vexti og var því uppnefndur „Le Gros Veneur“ (feiti veiðimaðurinn). Hugh þessi var handgenginn Vilhjálmi 1. Englandskonungi, eða Vilhjálmi bastarði eins og hann er gjarnan kallaður, og að launum hlaut hann mikið land í Cheshire. Það var hins vegar árið 1677 þegar Thomas Grosvenor kvæntist hinni tólf ára Mary Davies, erfingja að votlendi sem síðar varð að fínustu hverfum Lundúna, Mayfair og Belgravia, að ríkidæmi fjölskyldunnar var tryggt. Þegar Gerald Grosvenor lést var hann einn stærsti landeigandi Bretlands og var hann talinn þriðji ríkasti maður landsins. Var viðskiptaveldi hans metið upp á 8,3 milljarða punda eða 1200 milljarða íslenskra króna. Hertoginn var góðvinur Karls Bretaprins og guðfaðir Vilhjálms Bretaprins. Eitt sinn spurði ákafur blaðamaður Financial Times hertogann hvaða ráð hann gæti gefið ungum athafnamönnum sem vildu leika eftir velgengni hans. Hertoginn svaraði: „Að eiga forföður sem var góðvinur Vilhjálms bastarðar.“Markaðurinn og eiginhagsmunir Árið 2007 fullyrti Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna og óþreytandi talsmaður hugmyndafræðinnar um hinn frjálsa markað, að lagasetningar á sviði fjármála væru svo gott sem óþarfar: „Stærstur hluti alþjóðlegra fjármálaviðskipta heimsins og þar af leiðandi viðskipta einstakra landa sér sjálfur um að setja sér leikreglur; markaðurinn virkar ... Við vitum ekki hvernig en hann virkar.“ Árið 2008, eftir að alþjóðlega efnahagskreppan brast á, varð Greenspan að éta ofan í sig orð sín: „Það voru mistök af minni hálfu að gera ráð fyrir að eiginhagsmunir stofnana á borð við banka væru betur til þess fallnir að vernda hluthafana.“ Eiginhagsmunir tryggja ekki neitt. Ef hagsmunir okkar stýrðu gjörðum okkar værum við öll í kjörþyngd með blóðþrýstinginn í lagi, viðbótarlífeyrissparnað skipulagðan í Excel, búin að plana fisk og salat í kvöldmatinn, afhenda börnunum bók í staðinn fyrir iPaddinn og að skræla gulrætur í kvöldsnarl á leiðinni í jóga á hjóli með aukalóð á fótunum. Það eina sem hugmyndafræði framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins tryggir er að góðvinir Vilhjálms bastarðar samtímans og afkomendur þeirra mega eiga von á góðu.
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar