Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2018 14:05 Lillja segist hafa lagt mikla áherslu á gegnsæi við skipunarferlið. Vísir/Stefán Bergþóra Þorkelsdóttir, nýskipaður Vegamálastjóri, var bæði metin hæfust í embættið af þriggja manna hæfisnefnd og settum samgönguráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Lilja segist ekkert hafa rætt málið við Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, skólabróður og vin Bergþóru. Þriggja manna hæfisnefnd var skipuð til að leggja mat á umsækjendur. Ekki gekk áfallalaust fyrir sig að auglýsa embættið en fyrst var umsóknarferlinu frestað um viku og síðar um tvær vikur eftir að í ljós kom að gleymst hafði að auglýsa það í Lögbirtingablaðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitamálaráðherra, sagði sig frá málinu þar sem þeim Bergþóru er vel til vina eftir að hafa numið dýralæknafræði saman í Kaupmannahöfn. Sigurður Ingi er einn rúmlega 300 vina Bergþóru á Facebook og taldi hann sig ekki hæfan til að skipa vegamálastjóra í ljósi þess að Bergþóra sótti um embættið.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaRæddu ekkert saman í ferlinu Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segir Sigurð Inga hafa komið að máli við sig en þar með hafi samskiptum þeirra vegna málsins lokið. „Við höfum ekkert rætt þetta. Ég veit ekki einu sinni hvernig þessi tvö tengjast. Hann spurði mig hvort ég gæti tekið þetta að mér, því hann væri vanhæfur. Við ræddum ekkert saman í þessu ferli.“ Hæfnisnefndin mat fjóra aðila hæfasta að sögn Lilju en nefndin skilaði Lilju skýrslu. Lilja tók þessi fjögur í viðtal á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég rankaði þau eftir viðtölin, eftir að hafa farið yfir ferilskrána og það vill þannig til að röðunin er sú sama,“ segir Lilja. Þannig hafi nefndin og Lilja verið sammála um röðun þeirra fjögurra sem komust í viðtal.Sigurður Ingi Jóhannsson sagði sig frá skipuninni vegna vinskapar við Bergþóru.Ekki krafist reynslu eða menntunar á sviði verkfræði „Ég er auðvitað líka mjög ánægð að sjá að hæfasta manneskjan er kona. Þetta er í fyrsta skipti sem kona er skipuð vegamálastjóri,“ segir Lilja. Hún bætir við að 80 prósent starfsmanna Vegagerðarinnar séu karlmenn. Athygli vakti að ekki var krafist reynslu af menntun á sviði verkfræði eða reynslu af verklegum framkvæmdum þegar embættið var auglýst, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var skipaður vegamálastjóri. Lilja segist ekki hafa komið að skipuninni fyrr en á seinni stigum og vísaði á Ara Kristinn Jónsson, formann hæfisnefndarinnar og rektor Háskólans í Reykjavík, vegna þess. Ekki náðist í Ara Kristinn við vinnslu fréttarinnar.Fréttastofa hefur óskað eftir gögnum frá vinnu hæfisnefndarinnar og skýrslunni sem nefndin skilaði Lilju fyrir viðtölin. Lilja segir mikilvægt að allt sé uppi á borðum og þessi gögn verði aðgengileg fjölmiðlum. Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir, nýskipaður Vegamálastjóri, var bæði metin hæfust í embættið af þriggja manna hæfisnefnd og settum samgönguráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Lilja segist ekkert hafa rætt málið við Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, skólabróður og vin Bergþóru. Þriggja manna hæfisnefnd var skipuð til að leggja mat á umsækjendur. Ekki gekk áfallalaust fyrir sig að auglýsa embættið en fyrst var umsóknarferlinu frestað um viku og síðar um tvær vikur eftir að í ljós kom að gleymst hafði að auglýsa það í Lögbirtingablaðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitamálaráðherra, sagði sig frá málinu þar sem þeim Bergþóru er vel til vina eftir að hafa numið dýralæknafræði saman í Kaupmannahöfn. Sigurður Ingi er einn rúmlega 300 vina Bergþóru á Facebook og taldi hann sig ekki hæfan til að skipa vegamálastjóra í ljósi þess að Bergþóra sótti um embættið.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaRæddu ekkert saman í ferlinu Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segir Sigurð Inga hafa komið að máli við sig en þar með hafi samskiptum þeirra vegna málsins lokið. „Við höfum ekkert rætt þetta. Ég veit ekki einu sinni hvernig þessi tvö tengjast. Hann spurði mig hvort ég gæti tekið þetta að mér, því hann væri vanhæfur. Við ræddum ekkert saman í þessu ferli.“ Hæfnisnefndin mat fjóra aðila hæfasta að sögn Lilju en nefndin skilaði Lilju skýrslu. Lilja tók þessi fjögur í viðtal á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég rankaði þau eftir viðtölin, eftir að hafa farið yfir ferilskrána og það vill þannig til að röðunin er sú sama,“ segir Lilja. Þannig hafi nefndin og Lilja verið sammála um röðun þeirra fjögurra sem komust í viðtal.Sigurður Ingi Jóhannsson sagði sig frá skipuninni vegna vinskapar við Bergþóru.Ekki krafist reynslu eða menntunar á sviði verkfræði „Ég er auðvitað líka mjög ánægð að sjá að hæfasta manneskjan er kona. Þetta er í fyrsta skipti sem kona er skipuð vegamálastjóri,“ segir Lilja. Hún bætir við að 80 prósent starfsmanna Vegagerðarinnar séu karlmenn. Athygli vakti að ekki var krafist reynslu af menntun á sviði verkfræði eða reynslu af verklegum framkvæmdum þegar embættið var auglýst, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var skipaður vegamálastjóri. Lilja segist ekki hafa komið að skipuninni fyrr en á seinni stigum og vísaði á Ara Kristinn Jónsson, formann hæfisnefndarinnar og rektor Háskólans í Reykjavík, vegna þess. Ekki náðist í Ara Kristinn við vinnslu fréttarinnar.Fréttastofa hefur óskað eftir gögnum frá vinnu hæfisnefndarinnar og skýrslunni sem nefndin skilaði Lilju fyrir viðtölin. Lilja segir mikilvægt að allt sé uppi á borðum og þessi gögn verði aðgengileg fjölmiðlum.
Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Sjá meira
Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17