Þúsundir mótmæltu sinnuleysi yfirvalda í Kemerovo Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. mars 2018 23:47 Pútín skrifar eldsvoðann á sunnudag á "glæpsamlega vanrækslu.“ Vísir/Getty Þúsundir mótmæltu í síberísku borginni Kemerovo í dag vegna eldsvoðans á sunnudaginn. Minnst 64 létust í eldsvoðanum sem kviknaði á efri hæð í verslunarmiðstöð í borginni, meirihluti þeirra voru börn. Sinnuleysi yfirvalda var mótmælt harðlega í dag og kröfðust mótmælendur meðal annars afsagnar Vladimír Pútíns Rússlandsforseta. Pútín skrifar eldsvoðann á „glæpsamlega vanrækslu.“ Fimm verið handteknir vegna gruns um aðild að málinu og var gæsluvarðhald framlengt yfir þeim í dag samkvæmt frétt BBC. Margir neyðarútgangar voru læstir þegar eldurinn kom upp og rannsakendur telja að búið hafi verið að slökkva á brunabjöllum. Forsetinn heimsótti rústir verslunarmiðstöðvarinnar og var tíðrætt um hroðvirkni og viðvaningshátt þegar talið barst að öryggismálum verslunarmiðstöðvarinnar. Á upptökum úr öryggismyndavélum sést hvernig fólk fleygði sér út um glugga til að verða ekki eldinum að bráð. Mótmælendur sögðu að mun fleiri en 64 hafi látist í þessum mannskæða eldsvoða og að fjölda barna sé enn saknað. Flestir sem létust voru börn sem voru að leik á leiksvæði verslunarmiðstöðvarinnar. Mótmælendurnir í Kemerovo í dag kröfðust þess að eldsvoðinn yrði rannsakaður og að forsetinn myndi segja af sér. Lýst hefur verið yfir þjóðarsorg í] landinu á morgun, miðvikudag. Tengdar fréttir Mannskæður eldsvoði í verslunarmiðstöð í Síberíu Að minnsta kosti 37 létust í eldsvoðanum. 25. mars 2018 21:39 Talið að flestir hinna látnu séu börn Að minnsta kosti 53 létust í eldsvoða í rússneskri verlunarmiðstöð sem brann í síberísku kolanámuborginni Kemerovo í gær. 26. mars 2018 08:43 Neyðarútgangar voru læstir og slökkt var á brunabjöllum Minnst 64 dóu í brunanum í Kemerovo og þar af flestir börn . 26. mars 2018 16:49 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Þúsundir mótmæltu í síberísku borginni Kemerovo í dag vegna eldsvoðans á sunnudaginn. Minnst 64 létust í eldsvoðanum sem kviknaði á efri hæð í verslunarmiðstöð í borginni, meirihluti þeirra voru börn. Sinnuleysi yfirvalda var mótmælt harðlega í dag og kröfðust mótmælendur meðal annars afsagnar Vladimír Pútíns Rússlandsforseta. Pútín skrifar eldsvoðann á „glæpsamlega vanrækslu.“ Fimm verið handteknir vegna gruns um aðild að málinu og var gæsluvarðhald framlengt yfir þeim í dag samkvæmt frétt BBC. Margir neyðarútgangar voru læstir þegar eldurinn kom upp og rannsakendur telja að búið hafi verið að slökkva á brunabjöllum. Forsetinn heimsótti rústir verslunarmiðstöðvarinnar og var tíðrætt um hroðvirkni og viðvaningshátt þegar talið barst að öryggismálum verslunarmiðstöðvarinnar. Á upptökum úr öryggismyndavélum sést hvernig fólk fleygði sér út um glugga til að verða ekki eldinum að bráð. Mótmælendur sögðu að mun fleiri en 64 hafi látist í þessum mannskæða eldsvoða og að fjölda barna sé enn saknað. Flestir sem létust voru börn sem voru að leik á leiksvæði verslunarmiðstöðvarinnar. Mótmælendurnir í Kemerovo í dag kröfðust þess að eldsvoðinn yrði rannsakaður og að forsetinn myndi segja af sér. Lýst hefur verið yfir þjóðarsorg í] landinu á morgun, miðvikudag.
Tengdar fréttir Mannskæður eldsvoði í verslunarmiðstöð í Síberíu Að minnsta kosti 37 létust í eldsvoðanum. 25. mars 2018 21:39 Talið að flestir hinna látnu séu börn Að minnsta kosti 53 létust í eldsvoða í rússneskri verlunarmiðstöð sem brann í síberísku kolanámuborginni Kemerovo í gær. 26. mars 2018 08:43 Neyðarútgangar voru læstir og slökkt var á brunabjöllum Minnst 64 dóu í brunanum í Kemerovo og þar af flestir börn . 26. mars 2018 16:49 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Mannskæður eldsvoði í verslunarmiðstöð í Síberíu Að minnsta kosti 37 létust í eldsvoðanum. 25. mars 2018 21:39
Talið að flestir hinna látnu séu börn Að minnsta kosti 53 létust í eldsvoða í rússneskri verlunarmiðstöð sem brann í síberísku kolanámuborginni Kemerovo í gær. 26. mars 2018 08:43
Neyðarútgangar voru læstir og slökkt var á brunabjöllum Minnst 64 dóu í brunanum í Kemerovo og þar af flestir börn . 26. mars 2018 16:49