Segir að Rússar muni svara aðgerðum Bandaríkjanna af hörku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2018 09:54 Frá rannsókn á vettvangi í Salisbury þar sem eitrað var fyrir Skripal-feðginunum. Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir feðginunum. vísir/getty Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. Hann bætir þó við að rússnesk yfirvöld væru enn opin fyrir strategískum viðræðum við Bandaríkjamenn varðandi það hvernig halda megi stöðugleika í samskiptum ríkjanna. Frá því var greint í gær að Bandaríkin muni vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í enska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins.Yfir erindrekum vísað til baka til Moskvu Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins en rússnesk yfirvald þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina á feðginin að gera en Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans með taugaeitri sem Bretar hafa rakið til rússneskra yfirvalda. Alls hefur yfir 100 rússneskum erindrekum, sem talið er að séu njósnarar í vestrænum ríkjum, verið vísað til baka til Moskvu, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið.Spyrja á Twitter hvaða bandarísku ræðisskrifstofu eigi að loka Íslendingar í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Ástæða þess að íslensk stjórnvöld vísa engum rússneskum erindreka úr landi er sú að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, að það myndi lama starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu, verði einn íslenskur sendiráðsstarfsmaður rekinn frá Rússlandi, þar sem sendiráðið er svo lítið. Rússnesk yfirvöld hafa lýst aðgerðum vestrænna ríkja sem ögrandi og lofað mótaðgerðum. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, mun taka lokaákvörðunina varðandi það hvernig brugðist verði við en á Twitter hefur rússneska sendiráðið í Bandaríkjunum hlaðið í könnun þar sem spurt er hvaða bandarísku ræðisskrifstofu í Bandaríkjunum fólk vilji loka.US administration ordered the closure of the Russian Consulate in Seattle @GK_Seattle. What US Consulate General would you close in @Russia, if it was up to you to decide— Russia in USA (@RusEmbUSA) March 26, 2018 Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir að Rússar muni svara þeirri ákvörðun bandarískra yfirvalda að vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi af fullri hörku. Hann bætir þó við að rússnesk yfirvöld væru enn opin fyrir strategískum viðræðum við Bandaríkjamenn varðandi það hvernig halda megi stöðugleika í samskiptum ríkjanna. Frá því var greint í gær að Bandaríkin muni vísa sextíu rússneskum erindrekum úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í enska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins.Yfir erindrekum vísað til baka til Moskvu Yfir tuttugu vestræn ríki hafa gripið til þess ráðs að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins en rússnesk yfirvald þvertaka fyrir að hafa haft eitthvað með árásina á feðginin að gera en Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans með taugaeitri sem Bretar hafa rakið til rússneskra yfirvalda. Alls hefur yfir 100 rússneskum erindrekum, sem talið er að séu njósnarar í vestrænum ríkjum, verið vísað til baka til Moskvu, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið.Spyrja á Twitter hvaða bandarísku ræðisskrifstofu eigi að loka Íslendingar í þessum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum með því að hætta öllum tvíhliða samskiptum við Rússa auk þess sem ráðamenn héðan munu ekki mæta á heimsmeistaramótið í Rússlandi sem fram fer í sumar. Ástæða þess að íslensk stjórnvöld vísa engum rússneskum erindreka úr landi er sú að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, að það myndi lama starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu, verði einn íslenskur sendiráðsstarfsmaður rekinn frá Rússlandi, þar sem sendiráðið er svo lítið. Rússnesk yfirvöld hafa lýst aðgerðum vestrænna ríkja sem ögrandi og lofað mótaðgerðum. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, mun taka lokaákvörðunina varðandi það hvernig brugðist verði við en á Twitter hefur rússneska sendiráðið í Bandaríkjunum hlaðið í könnun þar sem spurt er hvaða bandarísku ræðisskrifstofu í Bandaríkjunum fólk vilji loka.US administration ordered the closure of the Russian Consulate in Seattle @GK_Seattle. What US Consulate General would you close in @Russia, if it was up to you to decide— Russia in USA (@RusEmbUSA) March 26, 2018
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Ástralar vísa rússneskum erindrekum úr landi Ástralía hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem reka rússneska erindreka úr landi vegna gruns um að Rússar hafi eitrað fyrir Skripal-feðginunum í bænum Salisbury á Englandi á dögunum. 27. mars 2018 08:30
Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45