Tekst Brössunum loksins að drepa 7-1 drauginn í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2018 10:00 Thiago Silva hughreystir David Luiz eftir leikinn á móti Þjóðverjum á HM 2014. Vísir/Getty Í kvöld fer fram vináttulandsleikur á Ólympíuleikvanginum í Berlín sem skiptir kannski talsvert meira máli en margur vináttulandsleikurinn. Ástæðan er að þar munu mætast landslið Þýskalands og Brasilíu og er þetta fyrsti leikur þeirra síðan að Þýskalandi vann 7-1 sigur á Brasilíu í undanúrslitum HM í Brasilíu 2014. Tap Brasilíumanna er ein mesta niðurlæging í sögu brasilísku þjóðarinnar enda liðið að keppa á heimavelli og þetta átti að vera leikur milli tveggja af bestu knattspyrnulandsliðum heims. Úrslitin sögðu allt aðra sögu. „Þessi leikur skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur andlega og það getur enginn haldið öðru fram,“ sagði Tite, þjálfari brasilíska landslðsins."The more you talk about it, the less this ghost disappears." Brazil play Germany tonight for the first time since their World Cup semi-final defeat four years ago.https://t.co/xosUcWvAMnpic.twitter.com/9DTPEZTiVK — BBC Sport (@BBCSport) March 27, 2018 „7-1 tapið er eins og draugur og fólk er enn að tala um þann leik. Því meira sem er talað um hann því lengur lifir draugurinn,“ sagði Tite við BBC. Toni Kroos skoraði tvisvar í undanúrslitaleiknum 2014 og Miroslav Klose bætt markamet HM með sínu sextánda HM-marki. Þýska landsliðið var komið í 5-0 eftir aðeins 29 mínútna leik. „Ég var að horfa á leikinn [frá 2014] heima hjá mér með eiginkonunni og eftir þriðja markið þeirra þá fór hún að gráta,“ sagði Tite. „Sárið er ennþá opið og leikurinn í Berlín er hluti af herferð okkar til að loka því,“ sagði Tite. Þýska landsliðið varð síðan heimsmeistari eftir 1-0 sigur á Argentínu í úrslitaleiknum. Brasilíumenn töpuðu 3-0 fyrir Hollandi í leiknum um þriðja sætið. Brasilíumenn voru aftur á móti sannfærandi í undankeppni HM 2018 og eru enn á ný líklegir til afrek á heimsmeistaramóti. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Í kvöld fer fram vináttulandsleikur á Ólympíuleikvanginum í Berlín sem skiptir kannski talsvert meira máli en margur vináttulandsleikurinn. Ástæðan er að þar munu mætast landslið Þýskalands og Brasilíu og er þetta fyrsti leikur þeirra síðan að Þýskalandi vann 7-1 sigur á Brasilíu í undanúrslitum HM í Brasilíu 2014. Tap Brasilíumanna er ein mesta niðurlæging í sögu brasilísku þjóðarinnar enda liðið að keppa á heimavelli og þetta átti að vera leikur milli tveggja af bestu knattspyrnulandsliðum heims. Úrslitin sögðu allt aðra sögu. „Þessi leikur skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur andlega og það getur enginn haldið öðru fram,“ sagði Tite, þjálfari brasilíska landslðsins."The more you talk about it, the less this ghost disappears." Brazil play Germany tonight for the first time since their World Cup semi-final defeat four years ago.https://t.co/xosUcWvAMnpic.twitter.com/9DTPEZTiVK — BBC Sport (@BBCSport) March 27, 2018 „7-1 tapið er eins og draugur og fólk er enn að tala um þann leik. Því meira sem er talað um hann því lengur lifir draugurinn,“ sagði Tite við BBC. Toni Kroos skoraði tvisvar í undanúrslitaleiknum 2014 og Miroslav Klose bætt markamet HM með sínu sextánda HM-marki. Þýska landsliðið var komið í 5-0 eftir aðeins 29 mínútna leik. „Ég var að horfa á leikinn [frá 2014] heima hjá mér með eiginkonunni og eftir þriðja markið þeirra þá fór hún að gráta,“ sagði Tite. „Sárið er ennþá opið og leikurinn í Berlín er hluti af herferð okkar til að loka því,“ sagði Tite. Þýska landsliðið varð síðan heimsmeistari eftir 1-0 sigur á Argentínu í úrslitaleiknum. Brasilíumenn töpuðu 3-0 fyrir Hollandi í leiknum um þriðja sætið. Brasilíumenn voru aftur á móti sannfærandi í undankeppni HM 2018 og eru enn á ný líklegir til afrek á heimsmeistaramóti.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira