Innlent

Ætlar að krefjast sýknu yfir Sindra

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Þorgils Þorgilsson, lögmaður og verjandi Sindra Þórs Stefánssonar.
Þorgils Þorgilsson, lögmaður og verjandi Sindra Þórs Stefánssonar. Vísir/Skjáskot
Þorgils Þorgilsson verjandi Sindra Þór Stefánssonar segir að hann hafi verið fluttur í járnum af lögreglu frá Amsterdam í gær og tekur að nokkru leiti undir gagnrýni Sindra sem fram komu á Instagram í gær um að aðgerðir íslenskra yfirvalda hafi verið harkalegar í ljósi þess að hann sé nú frjáls ferða sinna.

Þorgils, segir að lögregla ekki hafa getað farið fram á gæsluvarðhald enda hafi ekki verið gefin út ákæra í málinu. Fram hefur komið að lögregla hafi verið að undirbúa ákæru á hendur Sindra fyrir um þremur vikum eða á svipuðum tíma og Sindri strauk. Þorgils furðar sig á að hún hafi ekki verið tilbúin í gær.

Hann segir að Sindri lýsi yfir sakleysi sínu á þeim sakarefnum sem hafa verið borin fram og ef ákæra verði gefin mun hann krefjast sýknu í málinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×