Lífið

Taumhald á virkum í athugasemdum

Þórarinn Þórarinsson skrifar
Garðar hafði ekki mikið álit á sjónvarpsþættinum Dagsljós eins og skrif hans bera vitni um.
Garðar hafði ekki mikið álit á sjónvarpsþættinum Dagsljós eins og skrif hans bera vitni um.
Svokallaðir „virkir í athugasemdum“ eru áhugaverð og undarlega samansett hjörð fólks sem telur sig vita allt best og hefur nánast þráhyggjukennda þörf fyrir að auglýsa visku sína og djúpan lífsskilning í athugasemdakerfum netmiðlanna. „Virkir“ hafa að vísu alltaf verið til en á pappírsöld létu þeir helst að sér kveða í lesendabréfum dagblaðanna.

Með tilkomu netsins rofnaði hins vegar ritstjórnarlega taumhaldið á þeim og þeir hafa verið óstöðvandi og stjórnlausir upp frá því.

Lausleg yfirferð yfir lesendasíður Morgunblaðsins og DV á síðasta áratug liðinnar aldar sýnir svo ekki verður um villst að skapgerðarbrestir þeirra sem þurfa endalaust að deila gremju sinni með alþjóð hafa lítið breyst.

Næsta víst er einnig að þeir orðljótustu engdust í bældum pirringi fyrir tíma netsins en illu heilli lenda skeytasendingar þeirra ekki lengur í ruslafötunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×