Trump er víða Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 5. maí 2018 10:00 Donald Trump er sennilega flinkasti popúlisti Vesturlanda. Þrátt fyrir harðar árásir fjölmiðla virðist engu skipta hversu mikið rugl kemur frá honum, hversu mörg hneykslismál rata upp á yfirborðið, alltaf flýtur Trump áfram. Eftir því sem hann lætur meira rugl frá sér fara, því ónæmari virðist hann verða fyrir gagnrýni. Mér varð hugsað til þessa þegar ég heyrði formann VR í fjölmiðlum 1. maí. Þar fór hann mikinn og sagði að verkalýðshreyfingin myndi fara í aðgerðir sem ekki hefðu sést hér á síðustu áratugum. Eitt af því var að beita verkfallsvopninu til að breyta vöxtum Seðlabankans, afnema verðtryggingu og ýmislegt annað smálegt. Slíkar aðgerðir eru ólöglegar með öllu og reyndar fráleit hugmynd að breyta vöxtum með verkföllum. En hið merkilega er að engum fjölmiðli sem Ragnar Ingólfsson talaði við hugkvæmdist að spyrja hann gagnrýninna spurninga, ólíkt því sem við sjáum í Bandaríkjunum í samskiptum fjölmiðla þar og Trumps. Þessi tegund af Trumpisma sem Ragnar Ingólfsson hefur tileinkað sér svo listilega er hættuleg fyrir allt launafólk á Íslandi, sérstaklega þá sem búa við lægstu launin. Við búum nefnilega svo vel að eiga nýlega sögu kjaradeilna hér á landi og hverjir það voru sem fóru verst út úr þeim, og það var ekki ríka fólkið. Fjölmiðlar hafa hingað til verið duglegir að útvarpa, sjónvarpa og prenta það sem Ragnar segir. Hvernig væri nú að taka áhættuna og byrja að spyrja gagnrýninna spurninga? Verkalýðshreyfingin hefur samkvæmt lögum gríðarlegt vald í samfélaginu, því valdi á að fylgja sama ábyrgð og sama eftirlit eins og á við um aðrar valdastofnanir þjóðfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Donald Trump er sennilega flinkasti popúlisti Vesturlanda. Þrátt fyrir harðar árásir fjölmiðla virðist engu skipta hversu mikið rugl kemur frá honum, hversu mörg hneykslismál rata upp á yfirborðið, alltaf flýtur Trump áfram. Eftir því sem hann lætur meira rugl frá sér fara, því ónæmari virðist hann verða fyrir gagnrýni. Mér varð hugsað til þessa þegar ég heyrði formann VR í fjölmiðlum 1. maí. Þar fór hann mikinn og sagði að verkalýðshreyfingin myndi fara í aðgerðir sem ekki hefðu sést hér á síðustu áratugum. Eitt af því var að beita verkfallsvopninu til að breyta vöxtum Seðlabankans, afnema verðtryggingu og ýmislegt annað smálegt. Slíkar aðgerðir eru ólöglegar með öllu og reyndar fráleit hugmynd að breyta vöxtum með verkföllum. En hið merkilega er að engum fjölmiðli sem Ragnar Ingólfsson talaði við hugkvæmdist að spyrja hann gagnrýninna spurninga, ólíkt því sem við sjáum í Bandaríkjunum í samskiptum fjölmiðla þar og Trumps. Þessi tegund af Trumpisma sem Ragnar Ingólfsson hefur tileinkað sér svo listilega er hættuleg fyrir allt launafólk á Íslandi, sérstaklega þá sem búa við lægstu launin. Við búum nefnilega svo vel að eiga nýlega sögu kjaradeilna hér á landi og hverjir það voru sem fóru verst út úr þeim, og það var ekki ríka fólkið. Fjölmiðlar hafa hingað til verið duglegir að útvarpa, sjónvarpa og prenta það sem Ragnar segir. Hvernig væri nú að taka áhættuna og byrja að spyrja gagnrýninna spurninga? Verkalýðshreyfingin hefur samkvæmt lögum gríðarlegt vald í samfélaginu, því valdi á að fylgja sama ábyrgð og sama eftirlit eins og á við um aðrar valdastofnanir þjóðfélagsins.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun