Eitraðir málmar finnast í rafrettum Þórdís Valsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 10:35 Rannsakendur gerðu prófanir á 56 rafrettum sem fengnar voru frá reglulegum notendum. Vísir/getty Nýleg rannsókn á rafrettum sýnir að eitraðir málmar leynist í rafrettuvökva í tönkum þeirra. Þá sýnir hún einnig að í gufunni sem notandinn andar frá sér er einnig að finna slíka málma. Rannsóknin, sem framkvæmd var af vísindamönnum John Hopkins háskólans í Baltimore í Bandaríkjunum, var birt í vísindaritinu Environmental Health Perspectives. Í rafrettum er vökvinn hitaður með brennurum, eða keflum, sem eru gerðir úr málmum. Vísindamennirnir tóku sýni úr þremur hlutum rafretta; vökvanum sjálfum, vökvanum innan úr tankinum á rafrettunni og gufunni sem kemur úr henni. Rannsókn þeirra snerist að því hvort brennarinn innan í rafrettunni, sem notaður er til að hita vökvann, myndi búa til eitraðan málm.Tenging á milli eitraðra málma og sjúkdóma Prófanir voru gerðar á 56 rafrettum sem fengnar voru frá reglulegum notendum og í yfir helmingi þeirra fannst króm, nikkel, mangan og blý. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að eitruðu málmarnir smitist frá brennurum rafrettanna og þá er einnig að finna í gufunni sem notendur rafrettanna anda að sér. „Það er mikilvægt að matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA), rafrettu fyrirtækin og notendurnir sjálfir viti að brennararnir, eins og þeir eru gerðir í dag, virðast vera að smita frá sér eitruðum málmum - sem fara svo í gufuna sem notendur anda að sér,“ sagði Ana María Rule, einn aðalhöfunda rannsóknarinnar í tilkynningu frá John Hopkins háskólanum. Samkvæmt rannsókninni hefur verið sýnt fram á tengingu á milli króms og nikkels og öndunarfærasjúkdóma og lungnakrabbameins. Allir þessir málmar eru eitraðir þegar þeim er andað að sér. Þá getur blý valdið hjartasjúkdómum samkvæmt rannsókninni. Samkvæmt rannsókninni fannst einnig arsenik í yfir tíu prósentum rafrettanna sem prófaðar voru, bæði í vökvanum sjálfum og í gufunni sem andað er að sér í gegnum rettuna.Rannsóknina í heild sinni má skoða hér. Tengdar fréttir Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08 Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Nýleg rannsókn á rafrettum sýnir að eitraðir málmar leynist í rafrettuvökva í tönkum þeirra. Þá sýnir hún einnig að í gufunni sem notandinn andar frá sér er einnig að finna slíka málma. Rannsóknin, sem framkvæmd var af vísindamönnum John Hopkins háskólans í Baltimore í Bandaríkjunum, var birt í vísindaritinu Environmental Health Perspectives. Í rafrettum er vökvinn hitaður með brennurum, eða keflum, sem eru gerðir úr málmum. Vísindamennirnir tóku sýni úr þremur hlutum rafretta; vökvanum sjálfum, vökvanum innan úr tankinum á rafrettunni og gufunni sem kemur úr henni. Rannsókn þeirra snerist að því hvort brennarinn innan í rafrettunni, sem notaður er til að hita vökvann, myndi búa til eitraðan málm.Tenging á milli eitraðra málma og sjúkdóma Prófanir voru gerðar á 56 rafrettum sem fengnar voru frá reglulegum notendum og í yfir helmingi þeirra fannst króm, nikkel, mangan og blý. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að eitruðu málmarnir smitist frá brennurum rafrettanna og þá er einnig að finna í gufunni sem notendur rafrettanna anda að sér. „Það er mikilvægt að matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA), rafrettu fyrirtækin og notendurnir sjálfir viti að brennararnir, eins og þeir eru gerðir í dag, virðast vera að smita frá sér eitruðum málmum - sem fara svo í gufuna sem notendur anda að sér,“ sagði Ana María Rule, einn aðalhöfunda rannsóknarinnar í tilkynningu frá John Hopkins háskólanum. Samkvæmt rannsókninni hefur verið sýnt fram á tengingu á milli króms og nikkels og öndunarfærasjúkdóma og lungnakrabbameins. Allir þessir málmar eru eitraðir þegar þeim er andað að sér. Þá getur blý valdið hjartasjúkdómum samkvæmt rannsókninni. Samkvæmt rannsókninni fannst einnig arsenik í yfir tíu prósentum rafrettanna sem prófaðar voru, bæði í vökvanum sjálfum og í gufunni sem andað er að sér í gegnum rettuna.Rannsóknina í heild sinni má skoða hér.
Tengdar fréttir Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00 Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08 Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Rafrettan sprakk í jakkavasanum: „Þetta eru tímasprengjur“ Rafretta sprakk í vasanum á íslenskum manni og brenndi gat á jakka hans. Aðstandandi furðar sig á því hversu lítið eftirlit er með sölu og neyslu á rafrettum. 30. desember 2017 21:00
Rafrettur gætu gert unglinga líklegri til að reykja Bandarískir lýðheilsusérfræðingar telja rafsígarettur mun hættuminni en hefðbundnar sígarettur. Þeir ganga þó ekki svo langt að lýsa þær hættulausar í viðamikilli skýrslu. 23. janúar 2018 21:08
Segir frumvarp um rafrettur stuðla að löglegum innflutningi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum og setji nauðsynlegar skorður við sölu og markaðssetningu á þessum varningi þegar börn eiga í hlut. 23. febrúar 2018 11:00