Gamla gengið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 3. nóvember 2018 09:30 Ferðaþjónustan hjálpaði til við að hífa Ísland upp úr lægðum fjármálahrunsins. Nú er tími til að setja metnaðarfullar áætlanir á ís.“ Þetta eru lokaorð Lex-dálksins í Financial Times í liðinni viku. Fjallað var um Icelandair. Slík skrif um íslensk fyrirtæki eru ekki daglegt brauð. Lex er rótgróinn og einn þekktasti blaðadálkur um viðskipti í heiminum. Umfjöllunin er ákveðin upphefð fyrir Icelandair. Hinn nafnlausi höfundur Lex er ekki eingöngu neikvæður í garð Icelandair. Segir félagið eiga eignir sem hjálpi því að greiða úr vanda sínum og tiltekur háar tölur. Bent er á að félagið eigi 52 vélar sem megi selja og leigja aftur til að laga lausafjárstöðuna. Fram kemur að Icelandair hafi þegar gripið til aðgerða – breytt áætlunum, sett hótel í söluferli og skipt yfir í sparneytnari vélar. Fram kemur bjartsýni fyrir hönd flugfélagsins í umleitunum um breytingu á lánaskilmálum. Icelandair er ekki eitt á báti. Rekstrarviðvörun kom frá Eimskip og Sýn, eignarhaldsfélagi Vodafone, í vikunni. Allt í samræmi við spár um að heldur fari að hægja á hagvexti og að verðbólga fari að láta á sér kræla. Krónudraugurinn er vaknaður til lífsins. Svartsýnisrausið má þó ekki yfirtaka umræðuna. Forðast ber að teikna of dökka mynd. Líkt og Icelandair, er Ísland að flestu leyti vel búið til að taka til í hagkerfinu. Undirstöður eru traustar og ríkissjóður skuldar lítið. Engin teikn eru á lofti um að yfirvofandi sé áfall sem verði ríkissjóði ofviða. Rétt eins og hjá fyrirtækjunum í Kauphöllinni sem fengið hafa áminningu frá markaðnum, þarf ríkisstjórnin að bregðast rétt við þeim verkefnum sem fram undan eru. Blikur eru á lofti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hampa norrænu módeli, sem er fullkomlega óraunhæft meðan krónan sveiflast eins og lauf í vindi. Krónublindan og kæruleysi kjararáðs hefur skapað frjóan jarðveg fyrir uppþot í verkalýðshreyfingunni. Frá henni heyrast hugmyndir aftan úr grárri forneskju. Erfitt er að greina á milli hvor röddin er óábyrgari, sú sem hæst talar fyrir munn launþega, eða hin sem mest heyrist í frá hinni hliðinni. Hvorug sér uppvakninginn, krónudrauginn sem við þó þekkjum út og inn af biturri reynslu. Hann kemur aftur og aftur aftan að okkur við svona aðstæður. Fólk fyllist ónotum þegar fyrirtæki auglýsa innfluttan varning sinn úr nýkomnum vörugámi á „gamla genginu“. Slíkar tilkynningar voru síbylja fyrir fáum áratugum. Uppbyggilegustu hugmynd vikunnar reifaði Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupmaður hér í blaðinu um að laun yrðu greidd í erlendri mynt. Þar kveður alla vega við nýjan tón. Útflutningsfyrirtæki gera upp í evrum til að bæta áætlanagerð. Heimili þurfa líka festu við gerð áætlana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hjálpaði til við að hífa Ísland upp úr lægðum fjármálahrunsins. Nú er tími til að setja metnaðarfullar áætlanir á ís.“ Þetta eru lokaorð Lex-dálksins í Financial Times í liðinni viku. Fjallað var um Icelandair. Slík skrif um íslensk fyrirtæki eru ekki daglegt brauð. Lex er rótgróinn og einn þekktasti blaðadálkur um viðskipti í heiminum. Umfjöllunin er ákveðin upphefð fyrir Icelandair. Hinn nafnlausi höfundur Lex er ekki eingöngu neikvæður í garð Icelandair. Segir félagið eiga eignir sem hjálpi því að greiða úr vanda sínum og tiltekur háar tölur. Bent er á að félagið eigi 52 vélar sem megi selja og leigja aftur til að laga lausafjárstöðuna. Fram kemur að Icelandair hafi þegar gripið til aðgerða – breytt áætlunum, sett hótel í söluferli og skipt yfir í sparneytnari vélar. Fram kemur bjartsýni fyrir hönd flugfélagsins í umleitunum um breytingu á lánaskilmálum. Icelandair er ekki eitt á báti. Rekstrarviðvörun kom frá Eimskip og Sýn, eignarhaldsfélagi Vodafone, í vikunni. Allt í samræmi við spár um að heldur fari að hægja á hagvexti og að verðbólga fari að láta á sér kræla. Krónudraugurinn er vaknaður til lífsins. Svartsýnisrausið má þó ekki yfirtaka umræðuna. Forðast ber að teikna of dökka mynd. Líkt og Icelandair, er Ísland að flestu leyti vel búið til að taka til í hagkerfinu. Undirstöður eru traustar og ríkissjóður skuldar lítið. Engin teikn eru á lofti um að yfirvofandi sé áfall sem verði ríkissjóði ofviða. Rétt eins og hjá fyrirtækjunum í Kauphöllinni sem fengið hafa áminningu frá markaðnum, þarf ríkisstjórnin að bregðast rétt við þeim verkefnum sem fram undan eru. Blikur eru á lofti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hampa norrænu módeli, sem er fullkomlega óraunhæft meðan krónan sveiflast eins og lauf í vindi. Krónublindan og kæruleysi kjararáðs hefur skapað frjóan jarðveg fyrir uppþot í verkalýðshreyfingunni. Frá henni heyrast hugmyndir aftan úr grárri forneskju. Erfitt er að greina á milli hvor röddin er óábyrgari, sú sem hæst talar fyrir munn launþega, eða hin sem mest heyrist í frá hinni hliðinni. Hvorug sér uppvakninginn, krónudrauginn sem við þó þekkjum út og inn af biturri reynslu. Hann kemur aftur og aftur aftan að okkur við svona aðstæður. Fólk fyllist ónotum þegar fyrirtæki auglýsa innfluttan varning sinn úr nýkomnum vörugámi á „gamla genginu“. Slíkar tilkynningar voru síbylja fyrir fáum áratugum. Uppbyggilegustu hugmynd vikunnar reifaði Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupmaður hér í blaðinu um að laun yrðu greidd í erlendri mynt. Þar kveður alla vega við nýjan tón. Útflutningsfyrirtæki gera upp í evrum til að bæta áætlanagerð. Heimili þurfa líka festu við gerð áætlana.
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar