Obama og ný vonarstjarna demókrata stungu saman nefjum Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2018 13:34 Framboð O'Rourke í Texas vakti athygli á landsvísu og er hann nú talinn líklegur forsetaframbjóðandi árið 2020. Vísir/EPA Fundur Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Betos O‘Rourke, þingmanns frá Texas, hefur gefið vangaveltum um að sá síðarnefndi hyggi á forsetaframboð byr undir báða vængi. O‘Rourke er sagður hafa verið hvattur til að há kosningabaráttu í anda vonar líkt og Obama gerði fyrir áratug. Mikið hefur verið rætt um O‘Rourke sem vonarstjörnu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hann hafi beðið ósigur í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Texas. O‘Rourke, sem er fráfarandi fulltrúadeildarþingmaður, náði enda að velgja Ted Cruz, sitjandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, undir uggum í ríkinu sem hefur hallast verulega til hægri. Þannig hefur O‘Rourke verið á meðal efstu manna á lista yfir mögulega forsetaframbjóðendur flokksins fyrir kosningarnar árið 2020. Washington Post segir að O‘Rourke hafi fundað með Obama á skrifstofu forsetans fyrrverandi í Washington-borg um miðjan nóvember, tíu dögum eftir þingkosningarnar. Talsmenn Obama og O‘Rourke neituðu að tjá sig um hvað þeim fór á milli. Fyrrverandi aðstoðarmenn Obama hafi hvatt O‘Rourke til að bjóða sig fram í sama anda og Obama gerði á sínum tíma. Eitt helsta slagorð Obama þá var „von“. Í kosningabaráttunni sór O‘Rourke að hann myndi ekki bjóða sig fram til forseta árið 2020. Eftir ósigurinn hefur hann gefið framboði undir fótinn en sagst þurfa að ráðfæra sig við fjölskyldu sína áður. Opinberlega hefur Obama virst jákvæður í garð O‘Rourke. Hann hefur meðal annars sagt að þingmaðurinn frá Texas minni hann á sig sjálfan. Hann væri einn fárra stjórnmálamanna sem gætu náð til fjölbreytt hóps kjósenda í sífellt klofnara samfélagi.Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vinna að því að byggja upp nýja kynslóð leiðtoga Demókrataflokksins.myndir/Nordicphotos/AFPForsetinn fyrrverandi virðist hafa nokkuð til síns máls þar. O‘Rourke safnaði þannig meira fé en nokkur annar frambjóðandi í þingkosningunum. Á endanum munaði aðeins 2,6 prósentustigum á honum og Cruz. „Það sem mér líkaði við framboð hans var að maður hafði ekki á tilfinningunni að hún væri ekki sífellt mæld eftir könnunum. Það var eins og hann byggði yfirlýsingar sínar og afstöðu á því sem hann trúði, Manni fyndist að þannig ættu hlutirnir venjulega að virka. Því miður er það ekki þannig,“ sagði Obama um framboð O‘Rourke í viðtali fyrir skömmu. Obama er þó sagður hafa hitt fleiri mögulega frambjóðendur demókrata, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmann frá Massachusetts, Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton í forvalinu árið 2016, og Mitch Landrieu, fyrrverandi borgarstjóra New Orleans. Þá afþakkaði O‘Rourke aðstoð Obama í kosningabaráttunni í haust. Hann er sagður hafa óttast að íbúum Texas að hann fengi utanaðkomandi fólk til að segja þeim hvernig þeir ættu að verja atkvæði sínu. Bandaríkin Tengdar fréttir Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Fundur Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Betos O‘Rourke, þingmanns frá Texas, hefur gefið vangaveltum um að sá síðarnefndi hyggi á forsetaframboð byr undir báða vængi. O‘Rourke er sagður hafa verið hvattur til að há kosningabaráttu í anda vonar líkt og Obama gerði fyrir áratug. Mikið hefur verið rætt um O‘Rourke sem vonarstjörnu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hann hafi beðið ósigur í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Texas. O‘Rourke, sem er fráfarandi fulltrúadeildarþingmaður, náði enda að velgja Ted Cruz, sitjandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, undir uggum í ríkinu sem hefur hallast verulega til hægri. Þannig hefur O‘Rourke verið á meðal efstu manna á lista yfir mögulega forsetaframbjóðendur flokksins fyrir kosningarnar árið 2020. Washington Post segir að O‘Rourke hafi fundað með Obama á skrifstofu forsetans fyrrverandi í Washington-borg um miðjan nóvember, tíu dögum eftir þingkosningarnar. Talsmenn Obama og O‘Rourke neituðu að tjá sig um hvað þeim fór á milli. Fyrrverandi aðstoðarmenn Obama hafi hvatt O‘Rourke til að bjóða sig fram í sama anda og Obama gerði á sínum tíma. Eitt helsta slagorð Obama þá var „von“. Í kosningabaráttunni sór O‘Rourke að hann myndi ekki bjóða sig fram til forseta árið 2020. Eftir ósigurinn hefur hann gefið framboði undir fótinn en sagst þurfa að ráðfæra sig við fjölskyldu sína áður. Opinberlega hefur Obama virst jákvæður í garð O‘Rourke. Hann hefur meðal annars sagt að þingmaðurinn frá Texas minni hann á sig sjálfan. Hann væri einn fárra stjórnmálamanna sem gætu náð til fjölbreytt hóps kjósenda í sífellt klofnara samfélagi.Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vinna að því að byggja upp nýja kynslóð leiðtoga Demókrataflokksins.myndir/Nordicphotos/AFPForsetinn fyrrverandi virðist hafa nokkuð til síns máls þar. O‘Rourke safnaði þannig meira fé en nokkur annar frambjóðandi í þingkosningunum. Á endanum munaði aðeins 2,6 prósentustigum á honum og Cruz. „Það sem mér líkaði við framboð hans var að maður hafði ekki á tilfinningunni að hún væri ekki sífellt mæld eftir könnunum. Það var eins og hann byggði yfirlýsingar sínar og afstöðu á því sem hann trúði, Manni fyndist að þannig ættu hlutirnir venjulega að virka. Því miður er það ekki þannig,“ sagði Obama um framboð O‘Rourke í viðtali fyrir skömmu. Obama er þó sagður hafa hitt fleiri mögulega frambjóðendur demókrata, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmann frá Massachusetts, Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton í forvalinu árið 2016, og Mitch Landrieu, fyrrverandi borgarstjóra New Orleans. Þá afþakkaði O‘Rourke aðstoð Obama í kosningabaráttunni í haust. Hann er sagður hafa óttast að íbúum Texas að hann fengi utanaðkomandi fólk til að segja þeim hvernig þeir ættu að verja atkvæði sínu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30
Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40