Segir framkvæmdir fara fram á Landssímareitnum, ekki Víkurgarði Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2018 14:39 Heiðursborgarar afhentu áskorun um að hætt yrði við fyrirhugaða hótelbyggingu í Víkurgarði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Víkurgarði að sögn aðstandenda fyrirtækisins sem sér um byggingu hótels á Landssímareitnum. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skoruðu á borgaryfirvöld og byggingaraðila í vikunni að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Það er Lindarvatn sem reisir hótelið en framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jóhannes Stefánsson, sendi fjölmiðlum orðsendingu í dag þar sem tekið er fram að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði, sem einnig er þekktur sem Fógetagarður. Í orðsendingunni er bent á að engar heimildir séu til að reisa byggingar í garðinum eða gera breytingar á honum að öðru leyti. Þá er tekið fram að opinber gögn staðfesti að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði og slíkar framkvæmdir hafi aldrei staðið til. Fylgir mynd með úr deiliskipulagi Kvosarinnar og þar séu engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Þá er tekið fram að fyrirhugaðar framkvæmdir fari fram á Landssímareitnum en ekki í Víkurgarði. Lindarvatn segir að allt frá árinu 1988 hafi samkvæmt deiliskipulagi verið gert ráð fyrir nýbyggingu á Landssímareitnum að Kirkjustræti, þar sem áður stóð bílastæði Pósts og síma.Samkvæmt aðaluppdráttum sem liggja til grundvallar byggingarleyfis, eru engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Í orðsendingunni kemur fram að árið 2016 var framkvæmd fornleifarannsókn á Landssímareitnum sem leiddi í ljós að minjar á reitnum höfðu nær allar verið eyðilagðar í framkvæmdum frá seinni hluta 19. aldar og til þess tíma. Fornleifarannsóknina annaðist Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur undir eftirliti Minjastofnunar. Lindarvant segir Völu hafa bent á í skrifum sínum þá hafi reiturinn verið notaður undir prentsmiðju, verslun, embættisbústaði, skrúðgarð, bragga, apótek, lyfjagerð, kamra, brunna, símastrengi, kapla, dren, ræsi, hitaveitu og ljósleiðara. Vitað sé að kjallari var byggður á reitnum árið 1830, 1882 og 1915 og var lagt bílastæði á Landssímareitnum árið 1967, samhliða því að viðbygging við gamla Landssímahúsið var reist. Lindarvatn tekur fram að öllum minjum með varðveislugildi hafi verið komið á Þjóðminjasafnið, þar sem þær eru rannsakaðar frekar. Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Víkurgarði að sögn aðstandenda fyrirtækisins sem sér um byggingu hótels á Landssímareitnum. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og þrír aðrir heiðursborgarar Reykjavíkur skoruðu á borgaryfirvöld og byggingaraðila í vikunni að láta af áformum um byggingu hótels í Víkurgarði. Það er Lindarvatn sem reisir hótelið en framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jóhannes Stefánsson, sendi fjölmiðlum orðsendingu í dag þar sem tekið er fram að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði, sem einnig er þekktur sem Fógetagarður. Í orðsendingunni er bent á að engar heimildir séu til að reisa byggingar í garðinum eða gera breytingar á honum að öðru leyti. Þá er tekið fram að opinber gögn staðfesti að engar framkvæmdir séu fyrirhugaðar í Víkurgarði og slíkar framkvæmdir hafi aldrei staðið til. Fylgir mynd með úr deiliskipulagi Kvosarinnar og þar séu engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Þá er tekið fram að fyrirhugaðar framkvæmdir fari fram á Landssímareitnum en ekki í Víkurgarði. Lindarvatn segir að allt frá árinu 1988 hafi samkvæmt deiliskipulagi verið gert ráð fyrir nýbyggingu á Landssímareitnum að Kirkjustræti, þar sem áður stóð bílastæði Pósts og síma.Samkvæmt aðaluppdráttum sem liggja til grundvallar byggingarleyfis, eru engar breytingar fyrirhugaðar í Víkurgarði. Í orðsendingunni kemur fram að árið 2016 var framkvæmd fornleifarannsókn á Landssímareitnum sem leiddi í ljós að minjar á reitnum höfðu nær allar verið eyðilagðar í framkvæmdum frá seinni hluta 19. aldar og til þess tíma. Fornleifarannsóknina annaðist Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur undir eftirliti Minjastofnunar. Lindarvant segir Völu hafa bent á í skrifum sínum þá hafi reiturinn verið notaður undir prentsmiðju, verslun, embættisbústaði, skrúðgarð, bragga, apótek, lyfjagerð, kamra, brunna, símastrengi, kapla, dren, ræsi, hitaveitu og ljósleiðara. Vitað sé að kjallari var byggður á reitnum árið 1830, 1882 og 1915 og var lagt bílastæði á Landssímareitnum árið 1967, samhliða því að viðbygging við gamla Landssímahúsið var reist. Lindarvatn tekur fram að öllum minjum með varðveislugildi hafi verið komið á Þjóðminjasafnið, þar sem þær eru rannsakaðar frekar.
Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira