Hassan Rouhani, forseti Íran, biðlaði til múslimskra ríkja að endurskoða viðskiptasamband sitt við Bandaríkin vegna útspils Bandaríkjastjórnar að flytja sendiráð sitt frá Tel Aviv til Jerúsalem.
Þetta sagði Rouhani í ræðu sem hann hélt í dag á ráðstefnu Samtaka múslimskra ríkja (OIC) í Miklagarði. Ræðan var einnig í beinni útsendingu í ríkissjónvarpi Írana. Þetta kemur fram á vef Reuters.
Auk þess að leggja til við múslimsk ríki að hugsa viðskipti við Bandaríkin upp á nýtt hvatti Rouhani þau einnig til þess að slíta á öll tengsl við Ísrael.

