Hassan Rouhani, forseti Íran, biðlaði til múslimskra ríkja að endurskoða viðskiptasamband sitt við Bandaríkin vegna útspils Bandaríkjastjórnar að flytja sendiráð sitt frá Tel Aviv til Jerúsalem.
Þetta sagði Rouhani í ræðu sem hann hélt í dag á ráðstefnu Samtaka múslimskra ríkja (OIC) í Miklagarði. Ræðan var einnig í beinni útsendingu í ríkissjónvarpi Írana. Þetta kemur fram á vef Reuters.
Auk þess að leggja til við múslimsk ríki að hugsa viðskipti við Bandaríkin upp á nýtt hvatti Rouhani þau einnig til þess að slíta á öll tengsl við Ísrael.
Rouhani hvetur múslimsk ríki til að endurskoða viðskiptatengsl við Bandaríkin

Tengdar fréttir

Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra
Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra.

Sendiráðið umdeilda opnað í dag
Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag.

Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið
Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins.

Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem
Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem.