Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 2-2 │Stjarnan enn án sigurs Skúli Arnarson á Origovellinum og Hlíðarenda skrifa 18. maí 2018 21:00 Baldur Sigurðsson. vísir/daníel Valur og Stjarnan mættust í kvöld í hörkuleik sem lauk með 2-2 jafntefli. Leikurinn var leikinn á gervigrasinu á Origo-vellinum, heimavelli Valsmanna. Leikurinn var hluti af fjórðu umferð Pepsi deildar karla en fyrir leikinn var Stjarnan með tvö stig í níunda sæti deildarinnar á meðan Valur sat í fjórða sæti með fimm stig. Valur byrjaði leikinn betur í dag og átti nokkrar álitlegar sóknir en það vantaði yfirleitt úrslitasendinguna til að ná að komast í gott færi. Það var svo á 20.mínútu sem að Hilmar Árni kom Stjörnumönnum yfir. Hann skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Þorsteini Má. Eftir þetta duttu Valsmenn aðeins niður og var mikið jafnræði með liðunum næstu mínútur. Á 45.mín komst Tobias Thomsen innfyrir eftir frábæra sendingu frá Hauki Pál. Heiðar Ægisson fór í Tobias Thomsen sem lét sig falla og vítaspyrna dæmd. Stjörnumenn voru alveg brjálaðir út í dómara leiksins, Pétur Guðmundsson, og fengu bæði Baldur Sigurðsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson gult spjald fyrir mótmæli. Patrick Pedersen tók spyrnuna og skoraði af öryggi upp í hægra hornið og sendi Harald Björnsson í það vinstra. Seinni hálfleikurinn var betur spilaður en sá fyrri og voru Stjörnumenn með yfirhöndina stærstan hluta hálfleiksins. Það var á 65.mín sem Hilmar Árni Halldórsson fór upp vinstri kantinn og sendi boltann beint á kollinn á Baldri Sigurðssyni sem skallaði boltann fast framhjá Antoni Ara í markinu hjá Val og staðan orðin 1-2 fyrir Stjörnunni. Skemmtilegt að Baldur skuli hafa skorað með skalla en hann fékk þungt höfuðhögg í síðasta leik þar sem fossblæddi út honum og í þessum leik þar sem einnig fossblæddi úr honum. Þrettán mínútum síðar kom fyrirgjöf af hægri kantinum sem Haraldur Björnsson, markmaður Stjörnunnar, ætlaði að grípa en hann missti boltann eftir samstuð við Hauk Pál. Haukur Páll virðist setja hendina í boltann sem síðan datt fyrir fætur Sigurðar Egils sem skoraði í autt markið. Staðan orðin 2-2 og Stjörnumenn allt annað en sáttir við dómara leiksins. Þetta urðu lokatölur leiksins og Stjörnumenn svekktir að fara aðeins með eitt stig héðan af Valsvellinum í kvöld og þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í deildinni í sumar. Valsmenn geta hinsvegar verið nokkuð sáttir með að fá stigið, en þeir hafa margoft spilað betur en þeir gerðu í kvöld. Hvers vegna varð jafntefli? Valsmenn skoruðu tvö ódýr mörk í dag. Fyrra úr markið kom úr ódýrri vítaspyrnu og það seinna var mögulega hendi á Valsmenn. Stjörnumenn spiluðu heilt yfir fínasta leik og fara mjög svekktir aftur í Garðabæinn með aðeins eitt stig í farangrinum.Hverjir stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni voru það sérstaklega þrír leikmenn sem stóðu upp úr hér í dag. Eyjólfur Héðinsson var frábær á miðjunni og var maður leiksins í dag. Baldur Sigurðsson var einnig mjög góður og saman mynduðu þeir tveir miðju sem Valsmönnum gekk illa að eiga við. Hilmar Árni Halldórsson skilaði góðum leik sem hann kórónaði með marki og stoðsendingu. Í liði Vals var Eiður Aron Sigurbjörnsson bestur en hann var góður í hjarta Valsvarnarinnar í kvöld.Hvað gekk illa? Valsmenn náðu ekki upp spilinu sem þeir eru þekktir fyrir í dag og urðu undir á miðjunni. Þeir þurfa að spila mun betri leik en þeir sýndu í dag en leikmenn eins og Tobias Thomsen, Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Ingi Halldórsson þurfa allir að sýna meira ef að sóknarleikur Valsmanna á að ganga smurt.Hvað gerist næst? Valsmenn mæta Grindvíkingum í Grindavík á þriðjudaginn næstkomandi og verða þeir að sýna betri leik en í dag ef þeir ætla sér að vinna Grindavík sem hafa byrjaði tímabilið vel. Stjörnumenn mæta Fylki á heimavelli og það er ljóst að Stjörnumenn geta ekki beðið mikið lengur eftir fyrsta sigrinum. Haukur Páll: Heilt yfir bara hörkuleikur milli tveggja frábærra liða„Ég er bara svekktur, maður vill að sjálfsögðu vinna alla leiki sem maður fer í. Kannski þarf maður að skoða þetta betur, þetta var erfiður leikur og kannski var þetta bara sanngjarnt,“ sagði Haukur Páll strax eftir leik. Valsmenn voru ekki nægilega beittir í dag og var Haukur sammála þvi að Valur hefðu ekki fengið skapað sér nægilega mörg færi í dag. „Við hefðum mátt nýta möguleikanna á að komast í færi betur og það vantaði kannski aðeins upp á seinustu sendingu og meira afgerandi hlaup til að búa til betri færi, en heilt yfir var þetta bara hörku leikur milli tveggja frábærra liða og ágætis skemmtun held ég.“ Það var hiti í mönnum á Valsvellinum í dag. „Það er alltaf hiti þegar við spilum á móti stjörnunni. Eins og ég segi aftur, bara tvö góð lið að spila við hvort annað og þá er alltaf hiti en það er bara inn á vellinum. Eftir leik er það bara búið.“ Stjörnumenn voru allt annað en sáttir með annað mark Vals og vildu meina að Haukur hefði notað hendina til að koma boltanum til Sigurðar Egils. „Ég fer bara upp í skallabolta og Halli kemur út, ég held að það sé reyndar stjörnumaður á milli okkar og ég veit ekki hvort ég hefði átt síðustu snertinguna eða ekki. Þetta var bara vel klárað hjá Sigga og boltinn einhvernveginn böðlaðist til hans.“ Rúnar Páll: Við vorum rændir í dagRúnar Páll.vísir/eyþórRúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar var allt annað en sáttur eftir leik í dag. „Mín fyrstu viðbrögð eru ekkert góð. Við vorum rændir sigrinum hérna í dag. Valsmenn skora tvö ólögleg mörk og það er ekkert sérlega skemmtilegt. Mér fannst við mikið betri í þessum leik.“ „Vítið var dýfa og síðan var hendi. Það gera tvö ólögleg mörk.“ Rúnar Páll var samt sem áður ánægður með spilamennsku sinna manna. „Við vorum bara feykilega góðir í dag á öllum sviðum. Góður varnarleikur og fengum fullt af góðum færum og það var góður bragur á okkur í dag.“ Stjörnumenn hafa nú leikið fyrstu fjóra leiki deildarinnar í sumar án þess að sigra leik en Rúnar er ekki orðinn órólegur. „Sigurinn kemur, við erum bara rólegir“ Ólafur Jóhannesson: Seinna markið var löglegtÓlafur Jóhannesson.BáraÓlafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var ánægður með stigið í kvöld. „Þetta var hörkuleikur og sennilega eru þetta ekkert ósanngjörn úrslit en mér fannst þetta bara fyrst og fremst fínn leikur. Mér fannst við hafa tökin á þeim í fyrri hálfleik en þeir voru heldur sterkari en við í seinni hálfleik. Ég er ánægður með stigið.“ Hann var þokkalega ánægður með spilamennsku sinna manna í kvöld. „Ég er ánægður að mörgu leyti. Þetta voru tvö góð lið að spila og staða liðanna er kannski ekki alveg eins og liðin vildu hafa hana og liðin kannski stressuð út af því. En heilt yfir var þetta fínt.“ Stjörnumenn vildu meina að þeir hefðu verið rændir sigri en Ólafur gaf lítið fyrir það. „Ég sé ekki vítið en ég sé seinna markið og það var alveg löglegt.“ Þetta var þriðja jafntefli Vals í röð í deildinni en Ólafur er enn rólegur. „Auðvitað vildum við vera með fleiri stig. Mótið vinnst ekki né tapast í dag og við erum ennþá í góðum séns.“ Pepsi Max-deild karla
Valur og Stjarnan mættust í kvöld í hörkuleik sem lauk með 2-2 jafntefli. Leikurinn var leikinn á gervigrasinu á Origo-vellinum, heimavelli Valsmanna. Leikurinn var hluti af fjórðu umferð Pepsi deildar karla en fyrir leikinn var Stjarnan með tvö stig í níunda sæti deildarinnar á meðan Valur sat í fjórða sæti með fimm stig. Valur byrjaði leikinn betur í dag og átti nokkrar álitlegar sóknir en það vantaði yfirleitt úrslitasendinguna til að ná að komast í gott færi. Það var svo á 20.mínútu sem að Hilmar Árni kom Stjörnumönnum yfir. Hann skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Þorsteini Má. Eftir þetta duttu Valsmenn aðeins niður og var mikið jafnræði með liðunum næstu mínútur. Á 45.mín komst Tobias Thomsen innfyrir eftir frábæra sendingu frá Hauki Pál. Heiðar Ægisson fór í Tobias Thomsen sem lét sig falla og vítaspyrna dæmd. Stjörnumenn voru alveg brjálaðir út í dómara leiksins, Pétur Guðmundsson, og fengu bæði Baldur Sigurðsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson gult spjald fyrir mótmæli. Patrick Pedersen tók spyrnuna og skoraði af öryggi upp í hægra hornið og sendi Harald Björnsson í það vinstra. Seinni hálfleikurinn var betur spilaður en sá fyrri og voru Stjörnumenn með yfirhöndina stærstan hluta hálfleiksins. Það var á 65.mín sem Hilmar Árni Halldórsson fór upp vinstri kantinn og sendi boltann beint á kollinn á Baldri Sigurðssyni sem skallaði boltann fast framhjá Antoni Ara í markinu hjá Val og staðan orðin 1-2 fyrir Stjörnunni. Skemmtilegt að Baldur skuli hafa skorað með skalla en hann fékk þungt höfuðhögg í síðasta leik þar sem fossblæddi út honum og í þessum leik þar sem einnig fossblæddi úr honum. Þrettán mínútum síðar kom fyrirgjöf af hægri kantinum sem Haraldur Björnsson, markmaður Stjörnunnar, ætlaði að grípa en hann missti boltann eftir samstuð við Hauk Pál. Haukur Páll virðist setja hendina í boltann sem síðan datt fyrir fætur Sigurðar Egils sem skoraði í autt markið. Staðan orðin 2-2 og Stjörnumenn allt annað en sáttir við dómara leiksins. Þetta urðu lokatölur leiksins og Stjörnumenn svekktir að fara aðeins með eitt stig héðan af Valsvellinum í kvöld og þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í deildinni í sumar. Valsmenn geta hinsvegar verið nokkuð sáttir með að fá stigið, en þeir hafa margoft spilað betur en þeir gerðu í kvöld. Hvers vegna varð jafntefli? Valsmenn skoruðu tvö ódýr mörk í dag. Fyrra úr markið kom úr ódýrri vítaspyrnu og það seinna var mögulega hendi á Valsmenn. Stjörnumenn spiluðu heilt yfir fínasta leik og fara mjög svekktir aftur í Garðabæinn með aðeins eitt stig í farangrinum.Hverjir stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni voru það sérstaklega þrír leikmenn sem stóðu upp úr hér í dag. Eyjólfur Héðinsson var frábær á miðjunni og var maður leiksins í dag. Baldur Sigurðsson var einnig mjög góður og saman mynduðu þeir tveir miðju sem Valsmönnum gekk illa að eiga við. Hilmar Árni Halldórsson skilaði góðum leik sem hann kórónaði með marki og stoðsendingu. Í liði Vals var Eiður Aron Sigurbjörnsson bestur en hann var góður í hjarta Valsvarnarinnar í kvöld.Hvað gekk illa? Valsmenn náðu ekki upp spilinu sem þeir eru þekktir fyrir í dag og urðu undir á miðjunni. Þeir þurfa að spila mun betri leik en þeir sýndu í dag en leikmenn eins og Tobias Thomsen, Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Ingi Halldórsson þurfa allir að sýna meira ef að sóknarleikur Valsmanna á að ganga smurt.Hvað gerist næst? Valsmenn mæta Grindvíkingum í Grindavík á þriðjudaginn næstkomandi og verða þeir að sýna betri leik en í dag ef þeir ætla sér að vinna Grindavík sem hafa byrjaði tímabilið vel. Stjörnumenn mæta Fylki á heimavelli og það er ljóst að Stjörnumenn geta ekki beðið mikið lengur eftir fyrsta sigrinum. Haukur Páll: Heilt yfir bara hörkuleikur milli tveggja frábærra liða„Ég er bara svekktur, maður vill að sjálfsögðu vinna alla leiki sem maður fer í. Kannski þarf maður að skoða þetta betur, þetta var erfiður leikur og kannski var þetta bara sanngjarnt,“ sagði Haukur Páll strax eftir leik. Valsmenn voru ekki nægilega beittir í dag og var Haukur sammála þvi að Valur hefðu ekki fengið skapað sér nægilega mörg færi í dag. „Við hefðum mátt nýta möguleikanna á að komast í færi betur og það vantaði kannski aðeins upp á seinustu sendingu og meira afgerandi hlaup til að búa til betri færi, en heilt yfir var þetta bara hörku leikur milli tveggja frábærra liða og ágætis skemmtun held ég.“ Það var hiti í mönnum á Valsvellinum í dag. „Það er alltaf hiti þegar við spilum á móti stjörnunni. Eins og ég segi aftur, bara tvö góð lið að spila við hvort annað og þá er alltaf hiti en það er bara inn á vellinum. Eftir leik er það bara búið.“ Stjörnumenn voru allt annað en sáttir með annað mark Vals og vildu meina að Haukur hefði notað hendina til að koma boltanum til Sigurðar Egils. „Ég fer bara upp í skallabolta og Halli kemur út, ég held að það sé reyndar stjörnumaður á milli okkar og ég veit ekki hvort ég hefði átt síðustu snertinguna eða ekki. Þetta var bara vel klárað hjá Sigga og boltinn einhvernveginn böðlaðist til hans.“ Rúnar Páll: Við vorum rændir í dagRúnar Páll.vísir/eyþórRúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar var allt annað en sáttur eftir leik í dag. „Mín fyrstu viðbrögð eru ekkert góð. Við vorum rændir sigrinum hérna í dag. Valsmenn skora tvö ólögleg mörk og það er ekkert sérlega skemmtilegt. Mér fannst við mikið betri í þessum leik.“ „Vítið var dýfa og síðan var hendi. Það gera tvö ólögleg mörk.“ Rúnar Páll var samt sem áður ánægður með spilamennsku sinna manna. „Við vorum bara feykilega góðir í dag á öllum sviðum. Góður varnarleikur og fengum fullt af góðum færum og það var góður bragur á okkur í dag.“ Stjörnumenn hafa nú leikið fyrstu fjóra leiki deildarinnar í sumar án þess að sigra leik en Rúnar er ekki orðinn órólegur. „Sigurinn kemur, við erum bara rólegir“ Ólafur Jóhannesson: Seinna markið var löglegtÓlafur Jóhannesson.BáraÓlafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var ánægður með stigið í kvöld. „Þetta var hörkuleikur og sennilega eru þetta ekkert ósanngjörn úrslit en mér fannst þetta bara fyrst og fremst fínn leikur. Mér fannst við hafa tökin á þeim í fyrri hálfleik en þeir voru heldur sterkari en við í seinni hálfleik. Ég er ánægður með stigið.“ Hann var þokkalega ánægður með spilamennsku sinna manna í kvöld. „Ég er ánægður að mörgu leyti. Þetta voru tvö góð lið að spila og staða liðanna er kannski ekki alveg eins og liðin vildu hafa hana og liðin kannski stressuð út af því. En heilt yfir var þetta fínt.“ Stjörnumenn vildu meina að þeir hefðu verið rændir sigri en Ólafur gaf lítið fyrir það. „Ég sé ekki vítið en ég sé seinna markið og það var alveg löglegt.“ Þetta var þriðja jafntefli Vals í röð í deildinni en Ólafur er enn rólegur. „Auðvitað vildum við vera með fleiri stig. Mótið vinnst ekki né tapast í dag og við erum ennþá í góðum séns.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti