Viðbrögð Ísraela við mótmælum sögð í engu samræmi við tilefnið Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2018 12:24 Palestínumaður notar handslöngvu til að varpa steini að ísraelskum hermönnum. Hermennirnir skutu tugi mótmælendanna til bana. Vísir/AFP Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að viðbrögð Ísraela við mótmælum við landamæri þar sem hundrað Palestínumenn hafa verið drepnir hafi ekki verið í neinu samræmi við tilefnið. Íbúar Gasastrandarinnar séu í reynd „fangelsaðir í eitruðu hreysi“. Sextíu Palestínumenn voru skotnir til bana í mótmælum við landamæragirðingu á mánudag þegar ísraelsk og bandarísk stjórnvöld fögnuðu því að bandaríska sendiráðið hefði verið flutt til Jerúsalem. Þetta var mesta mannfall á einum degi á Gasaströndinni frá því í stríði Ísraelshers og herskárra Palestínumanna árið 2014. Tugir til viðbótar hafa verið drepnir í mótmælum sem hafa geisað á Gasa síðustu sjö vikurnar í tilefni af því að sjötíu ár eru liðin frá stofnun Ísraelsríkis og Palestínumenn voru hraktir af landsvæðum sínum. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) íhuga nú að hefja óháða rannsókn á drápunum. Ísraelsk stjórnvöld fullyrða að Hamas-samtökin hafi vísvitandi stefnt fólki í hættu með mótmælunum.Zeid Raad al-Hussein líkti Gasaströndinni við eitrað búr. Krafðist hann þess að Ísraelar hættu hernámi sínu þar.Vísir/AFPGæti talist brot á GenfarsáttmálanumAð sögn breska ríkisútvarpsins BBC krafðist Zeid Raad al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ, þess á neyðarfundi um ástandið í Gasa í Genf í dag að Ísraelar byndu enda á hernám sitt á svæðinu. Sá mikli munur sem væri á mannskaða á milli fylkinganna sýndi að viðbrögð Ísraela hefðu verið úr öllu samræmi við tilefnið. Þannig hafi ísraelskur hermaður særst lítillega þegar hann varð fyrir steini í mótmælunum á mánudag. Ísraelskir hermenn hefðu aftur á móti drepið 43 Palestínumenn á mótmælastaðnum og sautján til viðbótar utan þeirra. Fáar vísbendingar væru um að Ísraelar hafi reynt að takmarka mannfall. Aðgerðir Ísraela gætu talið „viljandi dráp“ sem væri þá alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum sem á að tryggja réttindi fólks á hernumdum svæðum. Aviva Raz Schechter, sendirherra Ísraels, hafnaði því algerlega og staðhæfði að Ísraelar hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að forðast að særa óbreytta borgara. Sakaði hún mannréttindaráð SÞ um að þjást af „verstu gerð af andísraelskri þráhyggju“. Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Hamas vilja ekki lofa eldflaugaárásum þrátt fyrir kröfu stuðningsmanna Hamas samtökin eru í erfiðri stöðu og virðast klofin varðandi næstu skref eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag. Stuðningsmenn samtakanna krefjast eldflaugaárása í hefndarskyni en fréttaskýrendur efast um að leiðtogar þeirra sjái sér hag í að stigmagna átökin. 16. maí 2018 08:02 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að viðbrögð Ísraela við mótmælum við landamæri þar sem hundrað Palestínumenn hafa verið drepnir hafi ekki verið í neinu samræmi við tilefnið. Íbúar Gasastrandarinnar séu í reynd „fangelsaðir í eitruðu hreysi“. Sextíu Palestínumenn voru skotnir til bana í mótmælum við landamæragirðingu á mánudag þegar ísraelsk og bandarísk stjórnvöld fögnuðu því að bandaríska sendiráðið hefði verið flutt til Jerúsalem. Þetta var mesta mannfall á einum degi á Gasaströndinni frá því í stríði Ísraelshers og herskárra Palestínumanna árið 2014. Tugir til viðbótar hafa verið drepnir í mótmælum sem hafa geisað á Gasa síðustu sjö vikurnar í tilefni af því að sjötíu ár eru liðin frá stofnun Ísraelsríkis og Palestínumenn voru hraktir af landsvæðum sínum. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) íhuga nú að hefja óháða rannsókn á drápunum. Ísraelsk stjórnvöld fullyrða að Hamas-samtökin hafi vísvitandi stefnt fólki í hættu með mótmælunum.Zeid Raad al-Hussein líkti Gasaströndinni við eitrað búr. Krafðist hann þess að Ísraelar hættu hernámi sínu þar.Vísir/AFPGæti talist brot á GenfarsáttmálanumAð sögn breska ríkisútvarpsins BBC krafðist Zeid Raad al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ, þess á neyðarfundi um ástandið í Gasa í Genf í dag að Ísraelar byndu enda á hernám sitt á svæðinu. Sá mikli munur sem væri á mannskaða á milli fylkinganna sýndi að viðbrögð Ísraela hefðu verið úr öllu samræmi við tilefnið. Þannig hafi ísraelskur hermaður særst lítillega þegar hann varð fyrir steini í mótmælunum á mánudag. Ísraelskir hermenn hefðu aftur á móti drepið 43 Palestínumenn á mótmælastaðnum og sautján til viðbótar utan þeirra. Fáar vísbendingar væru um að Ísraelar hafi reynt að takmarka mannfall. Aðgerðir Ísraela gætu talið „viljandi dráp“ sem væri þá alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum sem á að tryggja réttindi fólks á hernumdum svæðum. Aviva Raz Schechter, sendirherra Ísraels, hafnaði því algerlega og staðhæfði að Ísraelar hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að forðast að særa óbreytta borgara. Sakaði hún mannréttindaráð SÞ um að þjást af „verstu gerð af andísraelskri þráhyggju“.
Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Hamas vilja ekki lofa eldflaugaárásum þrátt fyrir kröfu stuðningsmanna Hamas samtökin eru í erfiðri stöðu og virðast klofin varðandi næstu skref eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag. Stuðningsmenn samtakanna krefjast eldflaugaárása í hefndarskyni en fréttaskýrendur efast um að leiðtogar þeirra sjái sér hag í að stigmagna átökin. 16. maí 2018 08:02 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00
Hamas vilja ekki lofa eldflaugaárásum þrátt fyrir kröfu stuðningsmanna Hamas samtökin eru í erfiðri stöðu og virðast klofin varðandi næstu skref eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag. Stuðningsmenn samtakanna krefjast eldflaugaárása í hefndarskyni en fréttaskýrendur efast um að leiðtogar þeirra sjái sér hag í að stigmagna átökin. 16. maí 2018 08:02
Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24
Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24
Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33