Tíu daga spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi leiðindum í veðri Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2018 10:58 Tíðin hefur verið íbúum á suðvesturhorni landsins erfið. Vísir/Vilhelm Leiðinda tíðin sem hefur reynt verulega á þolrif Íslendinga í maí mánuði er hvergi nærri á undanhaldi. Spálíkön Veðurstofu Íslands ná tíu daga fram í tímann en gangi þau eftir verður hér suðvestan átt og leiðindi fram yfir næstu helgi. Þetta gerist í maí mánuði sem er venjulega þurrasti og bjartasti tíminn á meðalári. Frá heimskautasvæðinu norður af Ameríku streymir kalt loft yfir hlýrra loft yfir Atlantshafinu. Það veldur því að lægðirnar myndast suðvestur af landinu sem valda þessari sunnan og vestlægum áttum sem hafa streymt yfir landið undanfarnar vikur. „Það er eiginlega bara sagan um þessar mundir og við sjáum ekki mikið fram á endann á þessu,“ segir Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gangi spárnar eftir verður hitafar svipað og hefur verið undanfarið og má þess vegna búast við éljagangi langt fram eftir maí. Theodór segir að venjulega séu norðlægar áttir ríkjandi á vorin en þær hafi ekki látið sjá sig að ráði. Veðrið hefur því verið nokkuð leiðinlegt á suðvesturhorni landsins en landshlutar sem eru í skjóli frá suðvestan áttinni hafa notið mun betra veðurs í maí, þar á meðal Norður- og Austurland. Á morgun má búast við suðaustanátt, 15 til 23 metrum á sekúndu, hvassast sunnanlands en snýst í sunnan 10 til 15 metra á sekúndu seinni partinn. Víða rigning, talsverð á sunnanverðu landinu. Hiti 5 til 10 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag (hvítasunnudagur):Sunnan- og suðvestanátt, víða 13-18 m/s. Rigning eða skúrir, en snjókoma til fjalla. Þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 11 stig, mildast á norðausturhorninu.Á mánudag (annar í hvítasunnu):Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á þriðjudag:Suðaustan 8-15 m/s og rigning á köflum sunnan- og vestanlands, en hægari vindur og víða bjart veður norðanlands. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa suðaustan- og sunnanátt og vætusamt veður, en úrkomulítið norðanlands og fremur hlýtt þar. Veður Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Leiðinda tíðin sem hefur reynt verulega á þolrif Íslendinga í maí mánuði er hvergi nærri á undanhaldi. Spálíkön Veðurstofu Íslands ná tíu daga fram í tímann en gangi þau eftir verður hér suðvestan átt og leiðindi fram yfir næstu helgi. Þetta gerist í maí mánuði sem er venjulega þurrasti og bjartasti tíminn á meðalári. Frá heimskautasvæðinu norður af Ameríku streymir kalt loft yfir hlýrra loft yfir Atlantshafinu. Það veldur því að lægðirnar myndast suðvestur af landinu sem valda þessari sunnan og vestlægum áttum sem hafa streymt yfir landið undanfarnar vikur. „Það er eiginlega bara sagan um þessar mundir og við sjáum ekki mikið fram á endann á þessu,“ segir Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gangi spárnar eftir verður hitafar svipað og hefur verið undanfarið og má þess vegna búast við éljagangi langt fram eftir maí. Theodór segir að venjulega séu norðlægar áttir ríkjandi á vorin en þær hafi ekki látið sjá sig að ráði. Veðrið hefur því verið nokkuð leiðinlegt á suðvesturhorni landsins en landshlutar sem eru í skjóli frá suðvestan áttinni hafa notið mun betra veðurs í maí, þar á meðal Norður- og Austurland. Á morgun má búast við suðaustanátt, 15 til 23 metrum á sekúndu, hvassast sunnanlands en snýst í sunnan 10 til 15 metra á sekúndu seinni partinn. Víða rigning, talsverð á sunnanverðu landinu. Hiti 5 til 10 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag (hvítasunnudagur):Sunnan- og suðvestanátt, víða 13-18 m/s. Rigning eða skúrir, en snjókoma til fjalla. Þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 11 stig, mildast á norðausturhorninu.Á mánudag (annar í hvítasunnu):Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á þriðjudag:Suðaustan 8-15 m/s og rigning á köflum sunnan- og vestanlands, en hægari vindur og víða bjart veður norðanlands. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa suðaustan- og sunnanátt og vætusamt veður, en úrkomulítið norðanlands og fremur hlýtt þar.
Veður Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira