II. Misnotkun á mannshvarfi með gervirannsókn Hafþór Sævarsson skrifar 10. ágúst 2018 09:00 Þeir sem önnuðust svokallaða frumrannsókn á hvarfi Geirfinns Einarssonar voru þeir Haukur Guðmundsson lögreglumaður, Valtýr Sigurðsson fulltrúi lögreglustjóra (löglærður og skrifaði úrskurði sem dómari) og Kristján Pétursson (kallaður Kiddi P.), deildarstjóri tollgæslunnar og útlendingaeftirlitsins. Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara árið 2007. Kiddi P. var ekki einu sinni lögreglumaður en var vanur að skipta sér af hinum og þessum rannsóknum sem áttu að tengjast meintu undirheimabraski skemmtistaðarins Klúbbsins með einum eða öðrum hætti – eins og meintu spírasmygli. Njörður Snæhólm, rannsóknarlögreglumaður, bættist formlega við rannsóknarteymið þegar leirhöfuðið var vígt, um viku eftir hvarf Geirfinns. Haukur virðist vera í hlutverki undirmanns gagnvart Kidda P. eins og kemur m.a. í ljós í Batta rauða- eða Guðbjartsmálinu svokallaða. Í því máli er Haukur Guðmundsson dæmdur til refsingar (Hæstaréttardómur 1981:430) fyrir að hafa m.a. komið fölsuðum sönnunargögnum á Guðbjart Pálsson, leigubílstjóra. Haukur segist hafa verið einn að verki. Kiddi P. segir hins vegar í bók sinni Margir vildu hann feigan (1990), sig hafa verið manninn á bak við málið og „rannsóknina”. Þeir Valtýr og Kiddi P. þekktust og höfðu m.a. unnið náið saman við fíkniefnadómstólinn sumarið 1973 þegar Ásgeir Friðjónsson dómari var fjarverandi, Valtýr sem dómarafulltrúi og Kiddi P. sem vottur. Það sumar, þann 28. júlí árið 1973, skrifuðu þeir Valtýr Sigurðsson og Kristján Pétursson sameiginlega undir stórfurðulega upplýsingaskýrslu um átján ára unglinga, þau Erlu Bolladóttur og Sævar M. Ciesielski. Rúmum tveimur árum eftir undirskrift þeirra félaga áttu unglingarnir eftir að vera handteknir og í framhaldinu flæktir í mannshvarfsmál Geirfinns Einarssonar sem Kiddi P. og Valtýr áttu eftir að „rannsaka” í millitíðinni. Erla og Sævar áttu svo í framhaldi af handtöku sinni – í desember 1975 – að hafa flækt Klúbbmenn í Geirfinnsmálið með röngum sakargiftum í janúar 1976; krakkarnir áttu að hafa með ásetningi orsakað gæsluvarðhaldsvist Klúbbmanna. Það liggur hins vegar ljóst fyrir að rekja má ásetninginn – að blanda Klúbbmönnum í málið – til fyrri tíma og til allt annarra en þeirra tvítugra ungmenna, nýbakaðra foreldra. Ef hin meinta rannsókn, frumrannsóknin á hvarfi Geirfinns Einarssonar, hefði verið alvöru rannsókn en ekki gervirannsókn sem hafði annað markmið en að rannsaka afdrif Geirfinns, hefði ýmislegt litið öðruvísi við. Fyrir það fyrsta hefði ekki verið farið af stað af eins mikilli ákveðni og þeim mikla þunga eins og gert var strax eftir hvarfið. Venjan var sú að rannsaka ekki eitt né neitt í sambærilegum málum, hvað þá að leggja mikinn þunga í leit að horfnum manni. Um tveir tugir manna hurfu á áttunda áratuginum hér á landi en aðeins tvö þeirra hvarfa voru rannsökuð sem sakamál: Einmitt hvörf þeirra Guðmundar og Geirfinns. Aðeins Geirfinnsmálið var rannsakað strax í upphafi sem sakamál. Guðmundarmálið var ekki rannsakað sem sakamál fyrr en eftir tæp tvö ár, upp úr þurru, því eins og stendur í skýrslu Erlu Bolladóttur sem er dagsett 20. desember árið 1975: „[R]annsóknarlögreglunni hefur borist til eyrna” að Sævar M. Ciesielski hafi verið viðriðinn hvarf Guðmundar Einarssonar! Það er andstætt öllum reglum að grundvalla sakamálarannsókn á orðrómi án gruns sem er rökstuddur. Hvað þá á orðrómi sem enginn kvittar einu sinni upp á. Í skýrslutöku vegna beiðni um endurupptöku málanna í Dómhúsinu við Lækjartorg, þann 28. janúar árið 2016, voru meintir rannsakendur í Síðumúla þráspurðir um hvaðan heimild þeirra væri kominn; hvaðan þeim „[barst] til eyrna” að Sævar væri viðriðinn Guðmundarmálið. Því gátu þeir ekki svarað svo ómögulegt er að rekja orðin lengra en til þeirra sjálfra. Guðmundarmálið verður rakið síðar. Strax eftir hvarf Geirfinns þann 19. nóvember árið 1974, var farið af stað með mikla leiksýningu og má þar nefna Leirfinn sem ber þess vitni. Rannsakendur fundu það greinilega á sér að eitthvað rosalegt, dularfullt og glæpsamlegt væri á ferðinni. Á meðan fannst vini Geirfinns sem sá hann síðast, Þórði Ingimundarsyni, ekkert skuggalegt hafa þurft að koma til. Þórður lýsti því síðar að rannsóknaraðilarnir sem tóku af honum skýrslu, hafi sett sinn snúning á skýrsluna. Þeir hafi ekki tekið mark á því að Þórður upplifði samskipti sín við Geirfinn á mjög eðlilegan og sakleysislegan hátt þetta kvöld. Þannig þegar Geirfinnur sagðist ætla hitta einhverja í Hafnarbúðinni, þá hafi það verið sagt eins og afsökun fyrir því að Geirfinnur kæmist ekki með Þórði í bíó. Þórður upplifði það sem fyrirslátt – eins og Geirfinnur nennti kannski ekki í bíó þetta kvöld – frekar en að í Hafnarbúðinni biðu Geirfinns í alvöru einhverjir óþekktir menn. Rannsóknaraðilar hafi hins vegar ekki tekið mark á því í skýrslugerðinni við Þórð og í staðinn gert mikinn mat úr dulúð vegna hinna óþekktu manna sem gætu auk þess hafa reynst Geirfinni hættulegir. Það var ákvörðun rannsóknaraðila að klæða málið í þann búning, þó þeir hafi látið eins og það kæmi þannig frá Þórði. Þórður bjóst frekar við að Geirfinnur myndi láta sjá sig frekar en eitthvað hefði komið fyrir. Þessi afstöðumunur Þórðar annars vegar og svo meintra rannsakenda hins vegar kemur skýrlega í ljós á bakhlið Vísis þann 23. nóvember 1974, fjórum dögum eftir hvarfið. Þar má lesa málflutning Þórðar annars vegar og rannsakenda hins vegar. Valtýr Sigurðsson bendir á Hauk, að Haukur hafi komið til sín strax daginn eftir hvarfið, þann 20. nóvember og lýst sérkennilegum kringumstæðum hvarfsins. Í framhaldinu hafi verið tekin ákvörðun um að taka málið „föstum tökum.” Hvað var það sem meintir rannsakendur vissu sem Þórður vissi ekki, strax daginn eftir hvarfið – hvorki meira né minna? Á forsíðu Vísis frá fyrrnefndum degi er mynd af Geirfinni. Sú ljósmynd var frá árinu 1968 og var því sex ára gömul. Samtímamynd af Geirfinni, frá árinu 1973, lá fyrir en ákveðið var að nota frekar eldri myndina. Haukur Guðmundsson hefur útskýrt það á þann hátt að hár Geirfinns þegar hann hvarf hafi verið líkara því sem það var á sex ára gömlu myndinni en samtímamyndinni. Þá hafi það verið sameiginleg ákvörðun hans og Valtýs Sigurðssonar að birta eldri ljósmyndina í fjölmiðlum. Þetta sagði Haukur hafa verið byggt á upplýsingum frá ekkju Geirfinns. Fyrir liggur í gögnum málsins að ekkju Geirfinns hafi fundist nýrri myndin líkari Geirfinni eins og hann leit út þegar hann hvarf. Eftir að hún sá að eldri myndin hafði aftur á móti verið birt í fjölmiðlum gerði hún ráð fyrir að Haukur hafi talið eldri myndina betri og þess vegna hafi hún ekki gert sérstaka athugasemd við myndavalið. Ef um eiginlega rannsókn hefði verið um að ræða, hefði eflaust þótt eftirtektarvert að kunningi einn sagði frá samtali sínu við Geirfinn varðandi ósk um eimingu á spíra og dagsetti símtalið daginn fyrir hvarfið, þann 18. nóvember. Þetta er líka áhugavert miðað við meintan áhuga þeirra Hauks Guðmundssonar og Kristjáns Péturssonar á spírasmygli. Ekkjan dagsetur það símtal hins vegar viku til hálfum mánuði á undan hvarfinu – misræmið er að sjálfsögðu aldrei kannað neitt frekar. Sömu sögu er að segja varðandi friðil ekkjunar. Fjarvistarsönnun friðilsins var aldrei athuguð hvað þá staðfest. Svo virðist sem friðillinn hafi einfaldlega verið tekinn á orðinu, að hafa verið heima hjá mömmu og pabba þann 19. nóvember. Ekkjan og friðillinn nefna bæði að hafa heimsótt sameiginlega vinkonu, kvöldið og nóttina fyrir hvarfið. Sameiginlega vinkonan er hins vegar ekki yfirheyrð fyrr en tæpu einu og hálfu ári eftir hvarfið af Eggerti N. Bjarnasyni, rannsóknarlögreglumanni í Síðumúla. Það verður útskýrt síðar að ekkert af þessu fólki sem hér var nefnt til sögunnar getur átt sök í máli. Það sem er athyglisvert hins vegar er að meintir rannsakendur sem vildu taka málið „föstum tökum” – höfðu ekki áhuga á að rannsaka augljósustu þræðina. Næstum eins og þeir hafi í raun haft þá vitneskju að ekkert væri þar að finna. Eins og þeir væru vísvitandi að skilja eftir vafasama þræði sem mætti gera tortryggilega eftir atvikum. Í stað þess að rannsaka grundvallaratriði eins og t.a.m. hvernig Geirfinnur hafi komist úr vinnu daginn sem hann hvarf (en engin tímalína daginn sem hann hvarf liggur fyrir) þá er leiksýningin þess í stað flutt út á land. Farið er á æskuslóðir Geirfinns og fjöldinn allur af vitnum yfirheyrð. Fólk sem hafði ekki séð hann í tuttugu ár spurt spjörunum úr, t.a.m. hvaða skapgerðareinkennum þau muni eftir hjá ungum Geirfinni. Fyrst „rannsókn” hvarfs Geirfinns Einarssonar í Keflavík var ekki rannsókn á hvarfi Geirfinns, hvað var þá í gangi? Því ekki vantaði metnaðinn! Metnaðurinn virðist hafa falist í að tengja skemmtistaðinn Klúbbinn á einhvern hátt við málið. Í gögnum frumrannsóknarinnar, í skýrslu eftir skýrslu, eru vitni spurð um Klúbbinn. Eins og t.d. um einhverja ótiltekna „atburði” í honum: „Mætti er nú spurður um atburði [...] í Klúbbnum“ þar sem mætti er Þórður Ingimundarson, vinur Geirfinns sem sá hann síðast: „Engir sérstakir atburðir urðu þarna mér vitanlega” er haft eftir Þórði í skýrslunni. Hvers vegna er verið að spyrja um „atburði” í Klúbbnum? Enginn hafði að fyrra bragði minnst á þennan skemmtistað. Þrátt fyrir að Geirfinnur hafi sótt vinsælasta skemmtistað landsins, Klúbbinn, einhverju fyrir hvarfið þá gefur það eitt og sér ekkert tilefni til að ætla eigendum þess staðar eitthvað saknæmt. Ekki lá eigandi Hafnarbúðarinnar undir grun. Ásetningur spyrjanda um að bendla Klúbbinn við málið liggur hins vegar skrásettur. Sem dæmi um þetta bað Haukur Guðmundsson, þann 10. febrúar árið 1975, lögregluna á Rangárvöllum um að fara til Stóra-Hofs á jörð Sigurbjörns Eiríkssonar, eiganda Klúbbsins. Haukur vildi að athugað yrði hvort þar væri Mercedes Benz sendiferðabifreið að finna á jörðinni sem ætti samkvæmt „orðrómi” mögulega að vera þar að finna. Daginn eftir hafi fyrrum bóndi jarðarinnar verið spurður af lögregluþjóni um sendiferðabifreiðina. Fyrrum bóndinn svarar því þannig að engin sendiferðabifreið hafi þangað komið allan veturinn. Hann viti þó til þess að vörubifreið kæmi endrum og sinnum vegna hrossabúskapar Sigurbjörns og væri vörubifreiðin í eigu Sigurbjörns. Hvaða tilgangi átti það að þjóna fyrir svokallaða rannsókn á hvarfi Geirfinns Einarssonar að skoða jörð eiganda Klúbbsins, Sigurbjörns Eiríkssonar, yfirheyra gamlan bónda sem var „gómaður” á jörðinni og grennslast fyrir um Mercedes Benz sendiferðabifreið í leiðinni? Ekkert hafði komið fram í meintri rannsókn sem gat gefið ástæðu til þess, fyrir utan meintan „orðróm” sem Haukur vísar til. Haukur Guðmundsson hafði þá þegar spurt Magnús Leópoldsson, framkvæmdastjóra Klúbbsins, tveimur mánuðum eftir hvarf Geirfinns um bifreiðar. Haukur og Kiddi P. ásamt Rúnari Guðmundssyni fengu húsnæði til umráða hjá Sigurjóni Sigurðssyni lögreglustjóra í janúarmánuði árið 1975 til að aðstoða við spíraþátt „rannsóknarinnar” á hvarfi Geirfinns. Magnús Leópoldsson greinir frá því í bókinni Saklaus í klóm réttvísinnar (1996), að Haukur spyr út í bílaeign Magnúsar og konu hans, svona almennt aftur í tímann. Haukur tekur hins vegar enga skýrslu. Lára V. Júlíusdóttir, settur ríkissaksóknari árið 2001, staðhæfir í rannsókn sinni (um tildrög þess að Klúbbmenn sættu gæsluvarðhaldi í byrjun árs 1976) að ljóst sé að Klúbburinn hafi snemma verið tengdur hvarfi Geirfinns í umfjöllun fjölmiðla um málið. John Hill, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, nefnir það í rannsókn Láru að það hafi verið „mikið áhugamál” Hauks Guðmundssonar – meira að segja áður en rannsóknin á hvarfi Geirfinns hófst – að ræða ætlað smygl á spíra sem tengdist Klúbbnum. Hill greindi jafnframt frá því að nafn Sigurbjörns Eiríkssonar, eiganda Klúbbsins, hafi iðulega verið nefnt í sömu andrá og nafn Magnúsar Leópoldssonar, framkvæmdastjóra Klúbbsins, þegar slíkt var gert. Þá muni Hill eftir því að Haukur Guðmundsson hafi verið með mynd af Magnúsi Leópoldssyni á borðinu sínu. Magnús Gíslason, teiknari fyrir meinta rannsakendur í Keflavík, hefur haldið því fram að honum hafi verið sýnd mynd af Magnúsi Leópoldssyni til að teikna eftir. Rannsókn Láru V. Júlíusdóttur, setts ríkissaksóknara, reifar fjöldann allan af atriðum því til stuðnings, að Klúbbmenn hafi að ósekju verið tengdir hvarfi Geirfinns af meintum rannsakendum hvarfsins. Þrátt fyrir þá staðreynd fullyrðir Lára í niðurstöðu kafla rannsóknar sinnar að ekkert hafi bent til að gæsluvarðhaldsvist þeirra síðar meir, mætti rekja með beinum hætti til meintra rannsóknaraðila. Hvað sem því líður er rannsókn Láru góð heimild sem slík um metnað meintra rannsakenda á hvarfi Geirfinns Einarssonar; metnaðurinn fólst í því að tengja Klúbbinn með einum eða öðrum hætti inn í meinta rannsókn. Hvers vegna var verið að bendla Klúbbinn svo grimmt við hvarf Geirfinns? Hvaðan kemur þessi gríðarlegi áhugi á Klúbbmönnum? Það er ærin ástæða að rekja hið svokallaða Klúbbmál, hvernig það byrjaði, um hvað það snérist og hverjir stóðu á bak við það. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að upphaf þess má rekja til sjálfs Kidda P. – tveimur árum fyrir meinta rannsókn á hvarfi Geirfinns! Haustið 1972 boðar Kristján Pétursson til fundar í tollgæsluhúsinu við Tryggvagötu. Stjórnskipuleg tign fundargesta var ekki af verri endanum og tilefnið var ljósmynd sem Kiddi P. vildi ólmur sýna fundargestum. Vituð þér enn – eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Hafþór Sævarsson Ciesielski Tengdar fréttir I. Höfuð hnoðað úr leir Íslendingasaga Guðmundar- og Geirfinnsmála 3. ágúst 2018 09:00 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þeir sem önnuðust svokallaða frumrannsókn á hvarfi Geirfinns Einarssonar voru þeir Haukur Guðmundsson lögreglumaður, Valtýr Sigurðsson fulltrúi lögreglustjóra (löglærður og skrifaði úrskurði sem dómari) og Kristján Pétursson (kallaður Kiddi P.), deildarstjóri tollgæslunnar og útlendingaeftirlitsins. Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara árið 2007. Kiddi P. var ekki einu sinni lögreglumaður en var vanur að skipta sér af hinum og þessum rannsóknum sem áttu að tengjast meintu undirheimabraski skemmtistaðarins Klúbbsins með einum eða öðrum hætti – eins og meintu spírasmygli. Njörður Snæhólm, rannsóknarlögreglumaður, bættist formlega við rannsóknarteymið þegar leirhöfuðið var vígt, um viku eftir hvarf Geirfinns. Haukur virðist vera í hlutverki undirmanns gagnvart Kidda P. eins og kemur m.a. í ljós í Batta rauða- eða Guðbjartsmálinu svokallaða. Í því máli er Haukur Guðmundsson dæmdur til refsingar (Hæstaréttardómur 1981:430) fyrir að hafa m.a. komið fölsuðum sönnunargögnum á Guðbjart Pálsson, leigubílstjóra. Haukur segist hafa verið einn að verki. Kiddi P. segir hins vegar í bók sinni Margir vildu hann feigan (1990), sig hafa verið manninn á bak við málið og „rannsóknina”. Þeir Valtýr og Kiddi P. þekktust og höfðu m.a. unnið náið saman við fíkniefnadómstólinn sumarið 1973 þegar Ásgeir Friðjónsson dómari var fjarverandi, Valtýr sem dómarafulltrúi og Kiddi P. sem vottur. Það sumar, þann 28. júlí árið 1973, skrifuðu þeir Valtýr Sigurðsson og Kristján Pétursson sameiginlega undir stórfurðulega upplýsingaskýrslu um átján ára unglinga, þau Erlu Bolladóttur og Sævar M. Ciesielski. Rúmum tveimur árum eftir undirskrift þeirra félaga áttu unglingarnir eftir að vera handteknir og í framhaldinu flæktir í mannshvarfsmál Geirfinns Einarssonar sem Kiddi P. og Valtýr áttu eftir að „rannsaka” í millitíðinni. Erla og Sævar áttu svo í framhaldi af handtöku sinni – í desember 1975 – að hafa flækt Klúbbmenn í Geirfinnsmálið með röngum sakargiftum í janúar 1976; krakkarnir áttu að hafa með ásetningi orsakað gæsluvarðhaldsvist Klúbbmanna. Það liggur hins vegar ljóst fyrir að rekja má ásetninginn – að blanda Klúbbmönnum í málið – til fyrri tíma og til allt annarra en þeirra tvítugra ungmenna, nýbakaðra foreldra. Ef hin meinta rannsókn, frumrannsóknin á hvarfi Geirfinns Einarssonar, hefði verið alvöru rannsókn en ekki gervirannsókn sem hafði annað markmið en að rannsaka afdrif Geirfinns, hefði ýmislegt litið öðruvísi við. Fyrir það fyrsta hefði ekki verið farið af stað af eins mikilli ákveðni og þeim mikla þunga eins og gert var strax eftir hvarfið. Venjan var sú að rannsaka ekki eitt né neitt í sambærilegum málum, hvað þá að leggja mikinn þunga í leit að horfnum manni. Um tveir tugir manna hurfu á áttunda áratuginum hér á landi en aðeins tvö þeirra hvarfa voru rannsökuð sem sakamál: Einmitt hvörf þeirra Guðmundar og Geirfinns. Aðeins Geirfinnsmálið var rannsakað strax í upphafi sem sakamál. Guðmundarmálið var ekki rannsakað sem sakamál fyrr en eftir tæp tvö ár, upp úr þurru, því eins og stendur í skýrslu Erlu Bolladóttur sem er dagsett 20. desember árið 1975: „[R]annsóknarlögreglunni hefur borist til eyrna” að Sævar M. Ciesielski hafi verið viðriðinn hvarf Guðmundar Einarssonar! Það er andstætt öllum reglum að grundvalla sakamálarannsókn á orðrómi án gruns sem er rökstuddur. Hvað þá á orðrómi sem enginn kvittar einu sinni upp á. Í skýrslutöku vegna beiðni um endurupptöku málanna í Dómhúsinu við Lækjartorg, þann 28. janúar árið 2016, voru meintir rannsakendur í Síðumúla þráspurðir um hvaðan heimild þeirra væri kominn; hvaðan þeim „[barst] til eyrna” að Sævar væri viðriðinn Guðmundarmálið. Því gátu þeir ekki svarað svo ómögulegt er að rekja orðin lengra en til þeirra sjálfra. Guðmundarmálið verður rakið síðar. Strax eftir hvarf Geirfinns þann 19. nóvember árið 1974, var farið af stað með mikla leiksýningu og má þar nefna Leirfinn sem ber þess vitni. Rannsakendur fundu það greinilega á sér að eitthvað rosalegt, dularfullt og glæpsamlegt væri á ferðinni. Á meðan fannst vini Geirfinns sem sá hann síðast, Þórði Ingimundarsyni, ekkert skuggalegt hafa þurft að koma til. Þórður lýsti því síðar að rannsóknaraðilarnir sem tóku af honum skýrslu, hafi sett sinn snúning á skýrsluna. Þeir hafi ekki tekið mark á því að Þórður upplifði samskipti sín við Geirfinn á mjög eðlilegan og sakleysislegan hátt þetta kvöld. Þannig þegar Geirfinnur sagðist ætla hitta einhverja í Hafnarbúðinni, þá hafi það verið sagt eins og afsökun fyrir því að Geirfinnur kæmist ekki með Þórði í bíó. Þórður upplifði það sem fyrirslátt – eins og Geirfinnur nennti kannski ekki í bíó þetta kvöld – frekar en að í Hafnarbúðinni biðu Geirfinns í alvöru einhverjir óþekktir menn. Rannsóknaraðilar hafi hins vegar ekki tekið mark á því í skýrslugerðinni við Þórð og í staðinn gert mikinn mat úr dulúð vegna hinna óþekktu manna sem gætu auk þess hafa reynst Geirfinni hættulegir. Það var ákvörðun rannsóknaraðila að klæða málið í þann búning, þó þeir hafi látið eins og það kæmi þannig frá Þórði. Þórður bjóst frekar við að Geirfinnur myndi láta sjá sig frekar en eitthvað hefði komið fyrir. Þessi afstöðumunur Þórðar annars vegar og svo meintra rannsakenda hins vegar kemur skýrlega í ljós á bakhlið Vísis þann 23. nóvember 1974, fjórum dögum eftir hvarfið. Þar má lesa málflutning Þórðar annars vegar og rannsakenda hins vegar. Valtýr Sigurðsson bendir á Hauk, að Haukur hafi komið til sín strax daginn eftir hvarfið, þann 20. nóvember og lýst sérkennilegum kringumstæðum hvarfsins. Í framhaldinu hafi verið tekin ákvörðun um að taka málið „föstum tökum.” Hvað var það sem meintir rannsakendur vissu sem Þórður vissi ekki, strax daginn eftir hvarfið – hvorki meira né minna? Á forsíðu Vísis frá fyrrnefndum degi er mynd af Geirfinni. Sú ljósmynd var frá árinu 1968 og var því sex ára gömul. Samtímamynd af Geirfinni, frá árinu 1973, lá fyrir en ákveðið var að nota frekar eldri myndina. Haukur Guðmundsson hefur útskýrt það á þann hátt að hár Geirfinns þegar hann hvarf hafi verið líkara því sem það var á sex ára gömlu myndinni en samtímamyndinni. Þá hafi það verið sameiginleg ákvörðun hans og Valtýs Sigurðssonar að birta eldri ljósmyndina í fjölmiðlum. Þetta sagði Haukur hafa verið byggt á upplýsingum frá ekkju Geirfinns. Fyrir liggur í gögnum málsins að ekkju Geirfinns hafi fundist nýrri myndin líkari Geirfinni eins og hann leit út þegar hann hvarf. Eftir að hún sá að eldri myndin hafði aftur á móti verið birt í fjölmiðlum gerði hún ráð fyrir að Haukur hafi talið eldri myndina betri og þess vegna hafi hún ekki gert sérstaka athugasemd við myndavalið. Ef um eiginlega rannsókn hefði verið um að ræða, hefði eflaust þótt eftirtektarvert að kunningi einn sagði frá samtali sínu við Geirfinn varðandi ósk um eimingu á spíra og dagsetti símtalið daginn fyrir hvarfið, þann 18. nóvember. Þetta er líka áhugavert miðað við meintan áhuga þeirra Hauks Guðmundssonar og Kristjáns Péturssonar á spírasmygli. Ekkjan dagsetur það símtal hins vegar viku til hálfum mánuði á undan hvarfinu – misræmið er að sjálfsögðu aldrei kannað neitt frekar. Sömu sögu er að segja varðandi friðil ekkjunar. Fjarvistarsönnun friðilsins var aldrei athuguð hvað þá staðfest. Svo virðist sem friðillinn hafi einfaldlega verið tekinn á orðinu, að hafa verið heima hjá mömmu og pabba þann 19. nóvember. Ekkjan og friðillinn nefna bæði að hafa heimsótt sameiginlega vinkonu, kvöldið og nóttina fyrir hvarfið. Sameiginlega vinkonan er hins vegar ekki yfirheyrð fyrr en tæpu einu og hálfu ári eftir hvarfið af Eggerti N. Bjarnasyni, rannsóknarlögreglumanni í Síðumúla. Það verður útskýrt síðar að ekkert af þessu fólki sem hér var nefnt til sögunnar getur átt sök í máli. Það sem er athyglisvert hins vegar er að meintir rannsakendur sem vildu taka málið „föstum tökum” – höfðu ekki áhuga á að rannsaka augljósustu þræðina. Næstum eins og þeir hafi í raun haft þá vitneskju að ekkert væri þar að finna. Eins og þeir væru vísvitandi að skilja eftir vafasama þræði sem mætti gera tortryggilega eftir atvikum. Í stað þess að rannsaka grundvallaratriði eins og t.a.m. hvernig Geirfinnur hafi komist úr vinnu daginn sem hann hvarf (en engin tímalína daginn sem hann hvarf liggur fyrir) þá er leiksýningin þess í stað flutt út á land. Farið er á æskuslóðir Geirfinns og fjöldinn allur af vitnum yfirheyrð. Fólk sem hafði ekki séð hann í tuttugu ár spurt spjörunum úr, t.a.m. hvaða skapgerðareinkennum þau muni eftir hjá ungum Geirfinni. Fyrst „rannsókn” hvarfs Geirfinns Einarssonar í Keflavík var ekki rannsókn á hvarfi Geirfinns, hvað var þá í gangi? Því ekki vantaði metnaðinn! Metnaðurinn virðist hafa falist í að tengja skemmtistaðinn Klúbbinn á einhvern hátt við málið. Í gögnum frumrannsóknarinnar, í skýrslu eftir skýrslu, eru vitni spurð um Klúbbinn. Eins og t.d. um einhverja ótiltekna „atburði” í honum: „Mætti er nú spurður um atburði [...] í Klúbbnum“ þar sem mætti er Þórður Ingimundarson, vinur Geirfinns sem sá hann síðast: „Engir sérstakir atburðir urðu þarna mér vitanlega” er haft eftir Þórði í skýrslunni. Hvers vegna er verið að spyrja um „atburði” í Klúbbnum? Enginn hafði að fyrra bragði minnst á þennan skemmtistað. Þrátt fyrir að Geirfinnur hafi sótt vinsælasta skemmtistað landsins, Klúbbinn, einhverju fyrir hvarfið þá gefur það eitt og sér ekkert tilefni til að ætla eigendum þess staðar eitthvað saknæmt. Ekki lá eigandi Hafnarbúðarinnar undir grun. Ásetningur spyrjanda um að bendla Klúbbinn við málið liggur hins vegar skrásettur. Sem dæmi um þetta bað Haukur Guðmundsson, þann 10. febrúar árið 1975, lögregluna á Rangárvöllum um að fara til Stóra-Hofs á jörð Sigurbjörns Eiríkssonar, eiganda Klúbbsins. Haukur vildi að athugað yrði hvort þar væri Mercedes Benz sendiferðabifreið að finna á jörðinni sem ætti samkvæmt „orðrómi” mögulega að vera þar að finna. Daginn eftir hafi fyrrum bóndi jarðarinnar verið spurður af lögregluþjóni um sendiferðabifreiðina. Fyrrum bóndinn svarar því þannig að engin sendiferðabifreið hafi þangað komið allan veturinn. Hann viti þó til þess að vörubifreið kæmi endrum og sinnum vegna hrossabúskapar Sigurbjörns og væri vörubifreiðin í eigu Sigurbjörns. Hvaða tilgangi átti það að þjóna fyrir svokallaða rannsókn á hvarfi Geirfinns Einarssonar að skoða jörð eiganda Klúbbsins, Sigurbjörns Eiríkssonar, yfirheyra gamlan bónda sem var „gómaður” á jörðinni og grennslast fyrir um Mercedes Benz sendiferðabifreið í leiðinni? Ekkert hafði komið fram í meintri rannsókn sem gat gefið ástæðu til þess, fyrir utan meintan „orðróm” sem Haukur vísar til. Haukur Guðmundsson hafði þá þegar spurt Magnús Leópoldsson, framkvæmdastjóra Klúbbsins, tveimur mánuðum eftir hvarf Geirfinns um bifreiðar. Haukur og Kiddi P. ásamt Rúnari Guðmundssyni fengu húsnæði til umráða hjá Sigurjóni Sigurðssyni lögreglustjóra í janúarmánuði árið 1975 til að aðstoða við spíraþátt „rannsóknarinnar” á hvarfi Geirfinns. Magnús Leópoldsson greinir frá því í bókinni Saklaus í klóm réttvísinnar (1996), að Haukur spyr út í bílaeign Magnúsar og konu hans, svona almennt aftur í tímann. Haukur tekur hins vegar enga skýrslu. Lára V. Júlíusdóttir, settur ríkissaksóknari árið 2001, staðhæfir í rannsókn sinni (um tildrög þess að Klúbbmenn sættu gæsluvarðhaldi í byrjun árs 1976) að ljóst sé að Klúbburinn hafi snemma verið tengdur hvarfi Geirfinns í umfjöllun fjölmiðla um málið. John Hill, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, nefnir það í rannsókn Láru að það hafi verið „mikið áhugamál” Hauks Guðmundssonar – meira að segja áður en rannsóknin á hvarfi Geirfinns hófst – að ræða ætlað smygl á spíra sem tengdist Klúbbnum. Hill greindi jafnframt frá því að nafn Sigurbjörns Eiríkssonar, eiganda Klúbbsins, hafi iðulega verið nefnt í sömu andrá og nafn Magnúsar Leópoldssonar, framkvæmdastjóra Klúbbsins, þegar slíkt var gert. Þá muni Hill eftir því að Haukur Guðmundsson hafi verið með mynd af Magnúsi Leópoldssyni á borðinu sínu. Magnús Gíslason, teiknari fyrir meinta rannsakendur í Keflavík, hefur haldið því fram að honum hafi verið sýnd mynd af Magnúsi Leópoldssyni til að teikna eftir. Rannsókn Láru V. Júlíusdóttur, setts ríkissaksóknara, reifar fjöldann allan af atriðum því til stuðnings, að Klúbbmenn hafi að ósekju verið tengdir hvarfi Geirfinns af meintum rannsakendum hvarfsins. Þrátt fyrir þá staðreynd fullyrðir Lára í niðurstöðu kafla rannsóknar sinnar að ekkert hafi bent til að gæsluvarðhaldsvist þeirra síðar meir, mætti rekja með beinum hætti til meintra rannsóknaraðila. Hvað sem því líður er rannsókn Láru góð heimild sem slík um metnað meintra rannsakenda á hvarfi Geirfinns Einarssonar; metnaðurinn fólst í því að tengja Klúbbinn með einum eða öðrum hætti inn í meinta rannsókn. Hvers vegna var verið að bendla Klúbbinn svo grimmt við hvarf Geirfinns? Hvaðan kemur þessi gríðarlegi áhugi á Klúbbmönnum? Það er ærin ástæða að rekja hið svokallaða Klúbbmál, hvernig það byrjaði, um hvað það snérist og hverjir stóðu á bak við það. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að upphaf þess má rekja til sjálfs Kidda P. – tveimur árum fyrir meinta rannsókn á hvarfi Geirfinns! Haustið 1972 boðar Kristján Pétursson til fundar í tollgæsluhúsinu við Tryggvagötu. Stjórnskipuleg tign fundargesta var ekki af verri endanum og tilefnið var ljósmynd sem Kiddi P. vildi ólmur sýna fundargestum. Vituð þér enn – eða hvað?
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun