Íslenski boltinn

Valur og Stjarnan með sigra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harpa skoraði fyrra mark Stjörnunnar í dag.
Harpa skoraði fyrra mark Stjörnunnar í dag. vísir/daníel
Valur og Stjarnan halda áfram að berjast um þriðja sætið í Pepsi-deild kvenna en bæði lið unnu sína leiki í þrettándu umferðinni.

Stjarnan vann 2-1 sigur á Grindavík. Harpa Þorsteinsdóttir kom Stjörnunni yfir á 47. mínútu og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir tvöfaldaði forystua sjö mínútum síðar.

Rio Hardy minnkaði muninn á 68. mínútu en nær komust Grindavíkurstúlkur ekki og lokatölur 2-1 mikilvægur sigur Stjörnunnar.

Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar, stigi frá Val, en sjö stigum frá Þór/KA sem er í öðru sætinu. Grindavík er í níunda sæti, þremur stigum frá KR, sem er í öruggu sæti.

Karólína Jack kom HK/Víking óvænt yfir gegn sterku liði Vals á heimavelli eftir einungis níu mínútur er liðin mættust á Víkingsvelli í kvöld.

Fanndís Friðriksdóttir jafnaði sjö mínútum síðar fyrir Val og það var ekki fyrr en níu mínútum fyrir leikslok er Guðrún Karítas Sigurðardóttir tryggði Val sigurinn. Lokatölur 2-1.

Valur er með 26 stig í þriðja sætinu, sex stigum á eftir Þór/KA í öðru sætinu en HK/Víkingur er í sjöunda sætinu með þrettán stig, fjórum stigum frá fallsæti.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×