Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. ágúst 2018 20:00 Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. Fundarmenn komu víða að, m.a. frá Geðhjálp, SÁÁ, Gistiskýlinu við Lindargötu og Rauða krossinum, svo fá dæmi séu nefnd – auk borgarfulltrúa og einstaklinga sem sjálfir eru heimilislausir. Margir þeirra sem tóku til máls gagnrýndu samskiptaleysi borgaryfirvalda. Þannig lagði Geðhjálp m.a. fram skriflegt erindi þar sem bent er á að samtökin hafi í tvígang sent erindi vegna aðstæðna utangarðsfólks á síðustu tveimur árum, en engin svör fengið.Borgaryfirvöld vilja gera betur „Við getum örugglega tekið okkur á þar. Mér finnst auðvitað leiðinlegt að heyra að það hafi verið upplifunin hingað til, en við erum full af vilja gerð til þess að gera betur,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs. Nokkrum tillögum minnihlutans var vísað í stýrihóp, en þær sneru m.a. að kaupum á ónotuðu skrifstofuhúsnæði, úthlutun svæðis fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar, könnun möguleika á nýtingu færanlegs húsnæðis sem neyðarúrræðis og að dagskýli verði komið upp fyrir haustið. Dagsetur var áður rekið við Eyjaslóð, en í dag eru slík úrræði ekki til á vegum borgarinnar. „Fjölbreytt dagúrræði er vissulega þörf fyrir, en ég er ekki endilega á því að það sé sniðugt að hafa eitt stórt slíkt,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiheimilisins við Lindargötu. Hann segir æskilegra að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari úrræði sem henti ólíkum hópum.Gistiheimili og húsnæði fyrir nýtt neyðarskýli Heiða Björg telur rétt að fara aðrar leiðir en að setja upp hjólhýsasvæði. „Við erum að horfa á húsnæði fyrir fólk. Við lítum ekki beint á hjólhýsi eða tjald sem húsnæði, þannig að það er ekki úrræði,“ segir Heiða. Tvær tillögur meirihlutans voru hins vegar samþykktar í velferðarráði. Önnur þeirra snýr að kaupum eða leigu á gistiheimili með 25 íbúðareiningum fyrir þá sem bíða eftir félagslegu húsnæði. Hins vegar var samþykkt að kaupa nýtt húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga heimilislausa einstaklinga í vímuefnaneyslu. „Við sjáum það fyrir okkur þannig að það verði keypt nýtt húsnæði fyrir yngri hópinn og eldri hópurinn haldi áfram að vera á gamla staðnum. Hann svona haldi áfram og hugsanlega má breyta honum að hluta í framhaldinu í varanlega búsetu,“ segir Heiða Björg. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. Fundarmenn komu víða að, m.a. frá Geðhjálp, SÁÁ, Gistiskýlinu við Lindargötu og Rauða krossinum, svo fá dæmi séu nefnd – auk borgarfulltrúa og einstaklinga sem sjálfir eru heimilislausir. Margir þeirra sem tóku til máls gagnrýndu samskiptaleysi borgaryfirvalda. Þannig lagði Geðhjálp m.a. fram skriflegt erindi þar sem bent er á að samtökin hafi í tvígang sent erindi vegna aðstæðna utangarðsfólks á síðustu tveimur árum, en engin svör fengið.Borgaryfirvöld vilja gera betur „Við getum örugglega tekið okkur á þar. Mér finnst auðvitað leiðinlegt að heyra að það hafi verið upplifunin hingað til, en við erum full af vilja gerð til þess að gera betur,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs. Nokkrum tillögum minnihlutans var vísað í stýrihóp, en þær sneru m.a. að kaupum á ónotuðu skrifstofuhúsnæði, úthlutun svæðis fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar, könnun möguleika á nýtingu færanlegs húsnæðis sem neyðarúrræðis og að dagskýli verði komið upp fyrir haustið. Dagsetur var áður rekið við Eyjaslóð, en í dag eru slík úrræði ekki til á vegum borgarinnar. „Fjölbreytt dagúrræði er vissulega þörf fyrir, en ég er ekki endilega á því að það sé sniðugt að hafa eitt stórt slíkt,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiheimilisins við Lindargötu. Hann segir æskilegra að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari úrræði sem henti ólíkum hópum.Gistiheimili og húsnæði fyrir nýtt neyðarskýli Heiða Björg telur rétt að fara aðrar leiðir en að setja upp hjólhýsasvæði. „Við erum að horfa á húsnæði fyrir fólk. Við lítum ekki beint á hjólhýsi eða tjald sem húsnæði, þannig að það er ekki úrræði,“ segir Heiða. Tvær tillögur meirihlutans voru hins vegar samþykktar í velferðarráði. Önnur þeirra snýr að kaupum eða leigu á gistiheimili með 25 íbúðareiningum fyrir þá sem bíða eftir félagslegu húsnæði. Hins vegar var samþykkt að kaupa nýtt húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga heimilislausa einstaklinga í vímuefnaneyslu. „Við sjáum það fyrir okkur þannig að það verði keypt nýtt húsnæði fyrir yngri hópinn og eldri hópurinn haldi áfram að vera á gamla staðnum. Hann svona haldi áfram og hugsanlega má breyta honum að hluta í framhaldinu í varanlega búsetu,“ segir Heiða Björg.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira