Grindhval rak á land í Grafarvogi Atli Ísleifsson og Gissur Sigurðsson skrifa 10. ágúst 2018 12:51 Margir göngumenn sem leið áttu um fjöruna neðan við Hamrahverfi í Grafarvogi í gær ráku upp stór augu þegar þeir sáu nánast hvítt hræ af litlum hval og töldu að þar væri mjaldur. Það hefði mátt tíðindum sæta, en nú er komið í ljós að svo er ekki. Eins og greint hefur verið frá stendur til að flytja tvo mjalda til Vestmannaeyja frá Kína, þegar móttökumannvirki verða tilbúin og gefst Íslendingum þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá mjalda við Íslandsstrendur.En hvers kyns er nýrekni hvalurinn við Grafarvog, fyrst hann er ekki mjaldur?Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur við Hafrannsóknastofnin, segir þetta vera hvalategund sem oftast er kölluð grindhvalur, eða marsvín öðru nafni. „Þetta er ein algengasta hvalategundin í Norður-Atlantshafi. Mjög fræg í Færeyjum þar sem þeir hafa veitt hann í gegnum aldir og rekið á land í stórum vöðum. Hann kemur hingað á sumrin mjög reglulega og það er nokkuð algengt að við finnum þá svona í fjöru.“Vísir/VilhelmEn af hverju er hann svona hvítur?„Það er væntanlega vegna rotnunar og hann er væntanlega löngu dauður. Þá eiga þeir til að missa húðlitinn eins og þessi. Hann er dökkur yfirlitum venjulega nema svolítið hvítur á kviðinn. En þetta hræ þarna er alhvítt sem hefur kannski ruglað menn í ríminu og fengið þá til að halda að þetta sé mjaldur. En þetta er alveg greinilega grindhvalur samkvæmt líkamsbyggingunni.“Hefðu það ekki verið stór tíðindi ef þetta hefði verið mjaldur?„Jú, mjaldur er náttúrulega tegund sem er heimskautahvalur og á sitt búsvæði í kringum ísröndina fyrir norðan okkur. Hann er við Grænland, Kanada, Síberíu og þar en að vísu sést hann einstaka sinnum, ráfar einn og einn hingað suður eftir,“ sagði Gísli víkingsson hvalasérfræðingur.Vísir/Vilhelm Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Margir göngumenn sem leið áttu um fjöruna neðan við Hamrahverfi í Grafarvogi í gær ráku upp stór augu þegar þeir sáu nánast hvítt hræ af litlum hval og töldu að þar væri mjaldur. Það hefði mátt tíðindum sæta, en nú er komið í ljós að svo er ekki. Eins og greint hefur verið frá stendur til að flytja tvo mjalda til Vestmannaeyja frá Kína, þegar móttökumannvirki verða tilbúin og gefst Íslendingum þá í fyrsta sinn tækifæri til að sjá mjalda við Íslandsstrendur.En hvers kyns er nýrekni hvalurinn við Grafarvog, fyrst hann er ekki mjaldur?Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur við Hafrannsóknastofnin, segir þetta vera hvalategund sem oftast er kölluð grindhvalur, eða marsvín öðru nafni. „Þetta er ein algengasta hvalategundin í Norður-Atlantshafi. Mjög fræg í Færeyjum þar sem þeir hafa veitt hann í gegnum aldir og rekið á land í stórum vöðum. Hann kemur hingað á sumrin mjög reglulega og það er nokkuð algengt að við finnum þá svona í fjöru.“Vísir/VilhelmEn af hverju er hann svona hvítur?„Það er væntanlega vegna rotnunar og hann er væntanlega löngu dauður. Þá eiga þeir til að missa húðlitinn eins og þessi. Hann er dökkur yfirlitum venjulega nema svolítið hvítur á kviðinn. En þetta hræ þarna er alhvítt sem hefur kannski ruglað menn í ríminu og fengið þá til að halda að þetta sé mjaldur. En þetta er alveg greinilega grindhvalur samkvæmt líkamsbyggingunni.“Hefðu það ekki verið stór tíðindi ef þetta hefði verið mjaldur?„Jú, mjaldur er náttúrulega tegund sem er heimskautahvalur og á sitt búsvæði í kringum ísröndina fyrir norðan okkur. Hann er við Grænland, Kanada, Síberíu og þar en að vísu sést hann einstaka sinnum, ráfar einn og einn hingað suður eftir,“ sagði Gísli víkingsson hvalasérfræðingur.Vísir/Vilhelm
Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira