Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2018 11:34 New York Times fjallar um Kristján Loftsson og hvalveiðar Íslendinga í grein sem birtist í dag. Vísir/Getty Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., ver hvalveiðar fyrirtækis síns í viðtali við bandaríska blaðið New York Times sem birtist í dag. Hann segir ekkert rangt við að veiða hval. Tryggvi Aðalbjörnsson, fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins sem er nú í starfsnámi hjá bandaríska blaðinu, skrifar greinina um hvalveiðar Íslendinga og manninn á bak við þær sem birtist á vefsíðu blaðsins í dag. „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður,“ segir Kristján meðal annars við New York Times. Í greininni kemur fram að Kristján hafi lengi verið grýla alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka. Jafnvel hörðustu gagnrýnendur hans beri þó vott af virðingu fyrir honum. Þannig er haft eftir Robert Read, framkvæmdastjóra Sea Shepherd-samtakanna á Bretlandi, að Kristján sé „nokkuð snjall maður“. „Ef maður spyr hann spurningar þá svarar hann þér vanalega en hann hikar við og hugsar áður en hann talar. Það er nokkuð sem við sjáum ekki oft,“ segir Read um Kristján Loftsson.Sér ekki ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlætið Hvalveiðar Íslendinga lentu aftur í kastljósi erlendra fjölmiðla í sumar þegar grunur lék á að fyrirtækið hefði veitt steypireyði. Erfðarannsókn leiddi síðar í ljós að dýrið var blendingur af steypireyði og langreyði. Dýra- og náttúruverndunarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fyrir brot á hvalveiðilögum. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður samtakanna, sagði Vísi í gær að þau vildi láta á það reyna hvort að Hvalur hf. hafi mátt veiða blendinginn. Fyrirtækið hefur veiðileyfi fyrir langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar. Í viðtalinu við bandaríska blaðið lýsir Kristján skýrt þeirri skoðun sinni að ekkert sé athugavert við það að veiða hval og að hann sjái enga ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlæti og alþjóðlega fordæmingu. „Auðvitað getur maður gert hvað sem er en hvers vegna ætti maður að hætta þessu? Það er ekkert rangt við þetta,“ segir hann. Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., ver hvalveiðar fyrirtækis síns í viðtali við bandaríska blaðið New York Times sem birtist í dag. Hann segir ekkert rangt við að veiða hval. Tryggvi Aðalbjörnsson, fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins sem er nú í starfsnámi hjá bandaríska blaðinu, skrifar greinina um hvalveiðar Íslendinga og manninn á bak við þær sem birtist á vefsíðu blaðsins í dag. „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður,“ segir Kristján meðal annars við New York Times. Í greininni kemur fram að Kristján hafi lengi verið grýla alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka. Jafnvel hörðustu gagnrýnendur hans beri þó vott af virðingu fyrir honum. Þannig er haft eftir Robert Read, framkvæmdastjóra Sea Shepherd-samtakanna á Bretlandi, að Kristján sé „nokkuð snjall maður“. „Ef maður spyr hann spurningar þá svarar hann þér vanalega en hann hikar við og hugsar áður en hann talar. Það er nokkuð sem við sjáum ekki oft,“ segir Read um Kristján Loftsson.Sér ekki ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlætið Hvalveiðar Íslendinga lentu aftur í kastljósi erlendra fjölmiðla í sumar þegar grunur lék á að fyrirtækið hefði veitt steypireyði. Erfðarannsókn leiddi síðar í ljós að dýrið var blendingur af steypireyði og langreyði. Dýra- og náttúruverndunarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fyrir brot á hvalveiðilögum. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður samtakanna, sagði Vísi í gær að þau vildi láta á það reyna hvort að Hvalur hf. hafi mátt veiða blendinginn. Fyrirtækið hefur veiðileyfi fyrir langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar. Í viðtalinu við bandaríska blaðið lýsir Kristján skýrt þeirri skoðun sinni að ekkert sé athugavert við það að veiða hval og að hann sjái enga ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlæti og alþjóðlega fordæmingu. „Auðvitað getur maður gert hvað sem er en hvers vegna ætti maður að hætta þessu? Það er ekkert rangt við þetta,“ segir hann.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35
Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19
Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30