Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 10:51 Vigfús starfaði sem boccia-þjálfari á Akureyri um árabil. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað Guðrúnu Karítas Garðarsdóttur af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þroskaskertum konum. Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. Eins og greint hefur verið frá hefur Vigfús verið til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna meintra kynferðisbrota. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum er gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.„Ég skal drepa þig helvítið þitt“ Í dómi héraðsdóms kemur fram að þann 17. ágúst 2017 leitaði Guðrún Karítas til lögreglunnar og lýsti áhyggjum sínum yfir því að Vigfús hefði sent dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms skilaboð. Hún óttaðist að hann myndi reyna að fá stúlkuna til að hitta sig. Þá hafi Guðrún Karítas einnig skýrt frá því að hún hefði farið á vinnustað Vigfúsar sama dag, „misst sig“ við hann og öskrað á hann að hann skyldi láta dóttur hennar í friði. Var Guðrún Karítas ákærð fyrir að hóta Vigfúsi með eftirfarandi ummælum: „Ég skal drepa þig helvítið þitt“ og „jú víst, ég get látið drepa þig“, að því er segir í dómi héraðsdóms.Sjá einnig: Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun GuðrúnarVigfús við aðalmeðferð málsins í júní.Fréttablaðið/AuðunnÞá liggur fyrir að daginn eftir, 18. ágúst 2017, leitaði Vigfús til lögreglu og vildi tilkynna að ákærða hefði komið á vinnustað hans, mjög æst, ausið hann skömmum og sagst myndu drepa hann eða fá menn til að drepa hann. Þetta hafi verið vegna þess að hann hefði þennan morgun sent dóttur ákærðu skilaboð og spurt hvað hún segði gott.Talið fjarstætt að hún myndi fylgja orðum sínum eftir Í dómnum kemur fram að Guðrún Karítas játaði að hafa komið í afgreiðsluna og hafa sagst myndu drepa Vigfús. Það hafi hún þó misst út úr sér í reiði en ekki meint bókstaflega. Þá staðfesti Vigfús að hótunin hefði verið skilyrt á þann veg að Guðrún Karítas hefði sagt að hún myndi drepa hann ef hann hefði samband við dóttur hennar og verður við það miðað. Þá verður talið ósannað að Guðrún Karítas hafi með ummælum sínum vakið ótta Vigfúsar. Einnig var litið til þess að augljóst hlýtur að hafa verið að Guðrún Karítas var í reiðikasti og fjarstætt að hún myndi fylgja orðum sínum eftir. Hún verði því sýknuð. Tengdar fréttir Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað Guðrúnu Karítas Garðarsdóttur af ákæru um líflátshótun gegn Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi boccia-þjálfara, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þroskaskertum konum. Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. Eins og greint hefur verið frá hefur Vigfús verið til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna meintra kynferðisbrota. Honum var birt ákæra í apríl síðastliðnum þar sem honum er gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað þroskaskertri konu sem æfði boccia undir hans handleiðslu.„Ég skal drepa þig helvítið þitt“ Í dómi héraðsdóms kemur fram að þann 17. ágúst 2017 leitaði Guðrún Karítas til lögreglunnar og lýsti áhyggjum sínum yfir því að Vigfús hefði sent dóttur hennar, sem er þroskaskert, sms skilaboð. Hún óttaðist að hann myndi reyna að fá stúlkuna til að hitta sig. Þá hafi Guðrún Karítas einnig skýrt frá því að hún hefði farið á vinnustað Vigfúsar sama dag, „misst sig“ við hann og öskrað á hann að hann skyldi láta dóttur hennar í friði. Var Guðrún Karítas ákærð fyrir að hóta Vigfúsi með eftirfarandi ummælum: „Ég skal drepa þig helvítið þitt“ og „jú víst, ég get látið drepa þig“, að því er segir í dómi héraðsdóms.Sjá einnig: Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun GuðrúnarVigfús við aðalmeðferð málsins í júní.Fréttablaðið/AuðunnÞá liggur fyrir að daginn eftir, 18. ágúst 2017, leitaði Vigfús til lögreglu og vildi tilkynna að ákærða hefði komið á vinnustað hans, mjög æst, ausið hann skömmum og sagst myndu drepa hann eða fá menn til að drepa hann. Þetta hafi verið vegna þess að hann hefði þennan morgun sent dóttur ákærðu skilaboð og spurt hvað hún segði gott.Talið fjarstætt að hún myndi fylgja orðum sínum eftir Í dómnum kemur fram að Guðrún Karítas játaði að hafa komið í afgreiðsluna og hafa sagst myndu drepa Vigfús. Það hafi hún þó misst út úr sér í reiði en ekki meint bókstaflega. Þá staðfesti Vigfús að hótunin hefði verið skilyrt á þann veg að Guðrún Karítas hefði sagt að hún myndi drepa hann ef hann hefði samband við dóttur hennar og verður við það miðað. Þá verður talið ósannað að Guðrún Karítas hafi með ummælum sínum vakið ótta Vigfúsar. Einnig var litið til þess að augljóst hlýtur að hafa verið að Guðrún Karítas var í reiðikasti og fjarstætt að hún myndi fylgja orðum sínum eftir. Hún verði því sýknuð.
Tengdar fréttir Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00 Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Kona boccia-þjálfarans taldi enga hættu af líflátshótun Guðrúnar Guðrún Karítas Garðarsdóttir sem ákærð hefur verið fyrir að hóta fyrrverandi boccia-þjálfaranum Vigfúsi Jóhannessyni lífláti, neitaði sök við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. 13. júní 2018 06:00
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37