Innlent

Þennan dag: Stephan G. Stephansson féll frá

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Viðar Hreinsson rithöfundur skrifaði ævisögu Stephans G. Stephanssonar.
Viðar Hreinsson rithöfundur skrifaði ævisögu Stephans G. Stephanssonar. Sigurður Jökull Ólafsson
Þennan dag árið 1927 lést Stephan G. Stephansson skáld, 73 ára að aldri. Ungur flutti hann vestur um haf og bjó hann lengi við Klettafjöll. Hann var oft kallaður Klettafjallaskáldið.

Stephan G. Stephansson hét upphaflega Stefán Guðmundur Guðmundsson. Hann var fæddur þann 3. október árið 1853 á Kirkjubóli í Skagafirði. Stefán bjó í Skagafirði til 15 ára aldurs en flutti þá í Þingeyjarsýslu og starfaði þar sem vinnumaður. Hann bjó þar þangað til hann fluttist til Vesturheims ásamt fjölskyldu sinni.

Í fimm ár bjó hann í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum og giftist þar Helgu Sigríði Jónsdóttur. Áttu þau saman átta börn en sex þeirra komust á legg. Næst bjó Stefán í Norður-Dakóta, í tíu ár. Í Wisconsin kallaði hann sig Stefán Guðmundsson en í Dakota var hann skrifaður Stefansson, sem gerði það að verkum að bréf hans rugluðust við bréf annarra Stefanssona svo Stefán tók upp nafnið Stephan G. Stephansson, sem hann varð síðar þekktur undir.

Fyrsta ljóðakver Stefáns bar nafnið Úti á víðavangi og kom það út 1894. Ljóðabækur hans urðu fjölmargar og mjög vinsælar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×