Smá stress en samt ákveðinn léttir Benedikt Bóas skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Arnór segir að á síðasta ári hafi komið tímabil þar sem Agent Fresco liðar hafi verið í öðrum verkefnum og hann náð að semja fjölmörg lög. Stone by Stone hafi verið lag sem snemma hafi verið ljóst að gaman yrði að klára. "Það eru mörg lög ókláruð. "Þetta er bara byrjunin þar sem ég sendi út lög í mínu nafni.“ Benjamin Hardman „Ég hef haft minna að gera,“ segir Arnór Dan Arnarson sem flestir þekkja sem söngvara Agent Fresco en hann gefur út sitt fyrsta lag, Stone by Stone, sem sólólistamaður í dag. Fyrir utan að vera að gefa út lag og myndband, svara fjölmiðlafólki hér heima og erlendis, er Arnór að skipuleggja Evróputúr Agent Fresco sem hefst í byrjun næsta mánaðar. „Við í Agent Fresco erum að fara í ferðina í september ásamt tveimur norskum hljómsveitum um Evrópu. Ný plata fer svo vonandi í tökur skömmu eftir túrinn en það er mikið af pælingum í gangi en hún er á réttri leið og verður mjög sérstök – ég lofa því.“ Arnór hefur gefið út mikið af efni en haft þá alltaf einhvern með sér. Hvort sem það er Agent Fresco, Ólafur Arnalds eða Yoko Kanno. Nú er öll ábyrgðin á honum sjálfum og því eðlilega smá stress. „Ég bjóst ekki við að það væri spenna eða stress en þegar ég tilkynnti um lagið þá komu fiðrildin í maganum á óvart. Ég er stanslaust búinn að vera að gefa út en þá með Agent Fresco, Ólafi Arnalds eða Broadchurch verkefninu. Öll ábyrgðin liggur nú hjá mér og það er geggjuð tilfinning. Mér finnst líka gaman að stýra ferðinni,“ segir hann. Lagið Stone by Stone er unnið með Janusi Rasmussen og Sakarisi Emil Joensen en textinn er eftir hann sjálfan. Myndbandið var svo unnið í samstarfi við listamenn sem Arnór hefur fylgst með og dáð. „Ég fékk í raun akkúrat það fólk sem ég vildi vinna með eins og Benjamin Hardman og Amy Haslehurst. Unnur Elísabet dansari kom til mín með hugmynd fyrir verkið Ég býð mig fram, og úr varð samstarf sem sjá má í myndbandinu. Þetta er samsuða af fólki sem vill vinna saman og þannig endaði þetta verkefni – sem eitt stórt samstarfsprójekt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
„Ég hef haft minna að gera,“ segir Arnór Dan Arnarson sem flestir þekkja sem söngvara Agent Fresco en hann gefur út sitt fyrsta lag, Stone by Stone, sem sólólistamaður í dag. Fyrir utan að vera að gefa út lag og myndband, svara fjölmiðlafólki hér heima og erlendis, er Arnór að skipuleggja Evróputúr Agent Fresco sem hefst í byrjun næsta mánaðar. „Við í Agent Fresco erum að fara í ferðina í september ásamt tveimur norskum hljómsveitum um Evrópu. Ný plata fer svo vonandi í tökur skömmu eftir túrinn en það er mikið af pælingum í gangi en hún er á réttri leið og verður mjög sérstök – ég lofa því.“ Arnór hefur gefið út mikið af efni en haft þá alltaf einhvern með sér. Hvort sem það er Agent Fresco, Ólafur Arnalds eða Yoko Kanno. Nú er öll ábyrgðin á honum sjálfum og því eðlilega smá stress. „Ég bjóst ekki við að það væri spenna eða stress en þegar ég tilkynnti um lagið þá komu fiðrildin í maganum á óvart. Ég er stanslaust búinn að vera að gefa út en þá með Agent Fresco, Ólafi Arnalds eða Broadchurch verkefninu. Öll ábyrgðin liggur nú hjá mér og það er geggjuð tilfinning. Mér finnst líka gaman að stýra ferðinni,“ segir hann. Lagið Stone by Stone er unnið með Janusi Rasmussen og Sakarisi Emil Joensen en textinn er eftir hann sjálfan. Myndbandið var svo unnið í samstarfi við listamenn sem Arnór hefur fylgst með og dáð. „Ég fékk í raun akkúrat það fólk sem ég vildi vinna með eins og Benjamin Hardman og Amy Haslehurst. Unnur Elísabet dansari kom til mín með hugmynd fyrir verkið Ég býð mig fram, og úr varð samstarf sem sjá má í myndbandinu. Þetta er samsuða af fólki sem vill vinna saman og þannig endaði þetta verkefni – sem eitt stórt samstarfsprójekt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira