Smá stress en samt ákveðinn léttir Benedikt Bóas skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Arnór segir að á síðasta ári hafi komið tímabil þar sem Agent Fresco liðar hafi verið í öðrum verkefnum og hann náð að semja fjölmörg lög. Stone by Stone hafi verið lag sem snemma hafi verið ljóst að gaman yrði að klára. "Það eru mörg lög ókláruð. "Þetta er bara byrjunin þar sem ég sendi út lög í mínu nafni.“ Benjamin Hardman „Ég hef haft minna að gera,“ segir Arnór Dan Arnarson sem flestir þekkja sem söngvara Agent Fresco en hann gefur út sitt fyrsta lag, Stone by Stone, sem sólólistamaður í dag. Fyrir utan að vera að gefa út lag og myndband, svara fjölmiðlafólki hér heima og erlendis, er Arnór að skipuleggja Evróputúr Agent Fresco sem hefst í byrjun næsta mánaðar. „Við í Agent Fresco erum að fara í ferðina í september ásamt tveimur norskum hljómsveitum um Evrópu. Ný plata fer svo vonandi í tökur skömmu eftir túrinn en það er mikið af pælingum í gangi en hún er á réttri leið og verður mjög sérstök – ég lofa því.“ Arnór hefur gefið út mikið af efni en haft þá alltaf einhvern með sér. Hvort sem það er Agent Fresco, Ólafur Arnalds eða Yoko Kanno. Nú er öll ábyrgðin á honum sjálfum og því eðlilega smá stress. „Ég bjóst ekki við að það væri spenna eða stress en þegar ég tilkynnti um lagið þá komu fiðrildin í maganum á óvart. Ég er stanslaust búinn að vera að gefa út en þá með Agent Fresco, Ólafi Arnalds eða Broadchurch verkefninu. Öll ábyrgðin liggur nú hjá mér og það er geggjuð tilfinning. Mér finnst líka gaman að stýra ferðinni,“ segir hann. Lagið Stone by Stone er unnið með Janusi Rasmussen og Sakarisi Emil Joensen en textinn er eftir hann sjálfan. Myndbandið var svo unnið í samstarfi við listamenn sem Arnór hefur fylgst með og dáð. „Ég fékk í raun akkúrat það fólk sem ég vildi vinna með eins og Benjamin Hardman og Amy Haslehurst. Unnur Elísabet dansari kom til mín með hugmynd fyrir verkið Ég býð mig fram, og úr varð samstarf sem sjá má í myndbandinu. Þetta er samsuða af fólki sem vill vinna saman og þannig endaði þetta verkefni – sem eitt stórt samstarfsprójekt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Sjá meira
„Ég hef haft minna að gera,“ segir Arnór Dan Arnarson sem flestir þekkja sem söngvara Agent Fresco en hann gefur út sitt fyrsta lag, Stone by Stone, sem sólólistamaður í dag. Fyrir utan að vera að gefa út lag og myndband, svara fjölmiðlafólki hér heima og erlendis, er Arnór að skipuleggja Evróputúr Agent Fresco sem hefst í byrjun næsta mánaðar. „Við í Agent Fresco erum að fara í ferðina í september ásamt tveimur norskum hljómsveitum um Evrópu. Ný plata fer svo vonandi í tökur skömmu eftir túrinn en það er mikið af pælingum í gangi en hún er á réttri leið og verður mjög sérstök – ég lofa því.“ Arnór hefur gefið út mikið af efni en haft þá alltaf einhvern með sér. Hvort sem það er Agent Fresco, Ólafur Arnalds eða Yoko Kanno. Nú er öll ábyrgðin á honum sjálfum og því eðlilega smá stress. „Ég bjóst ekki við að það væri spenna eða stress en þegar ég tilkynnti um lagið þá komu fiðrildin í maganum á óvart. Ég er stanslaust búinn að vera að gefa út en þá með Agent Fresco, Ólafi Arnalds eða Broadchurch verkefninu. Öll ábyrgðin liggur nú hjá mér og það er geggjuð tilfinning. Mér finnst líka gaman að stýra ferðinni,“ segir hann. Lagið Stone by Stone er unnið með Janusi Rasmussen og Sakarisi Emil Joensen en textinn er eftir hann sjálfan. Myndbandið var svo unnið í samstarfi við listamenn sem Arnór hefur fylgst með og dáð. „Ég fékk í raun akkúrat það fólk sem ég vildi vinna með eins og Benjamin Hardman og Amy Haslehurst. Unnur Elísabet dansari kom til mín með hugmynd fyrir verkið Ég býð mig fram, og úr varð samstarf sem sjá má í myndbandinu. Þetta er samsuða af fólki sem vill vinna saman og þannig endaði þetta verkefni – sem eitt stórt samstarfsprójekt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Sjá meira