Aðhafast ekkert frekar vegna bréfaskrifta Einars Bárðarsonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 15:39 Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sést hér fremst á myndinni sem tekin var á blaðamannafundi í gær þar sem úttekt innri endurskoðunar borgarinnar var kynnt. Fyrir aftan hana sjást Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, og Helga Jónsdóttir sem tók við tímabundið sem forstjóri OR eftir að Bjarni Bjarnason fór í leyfi. vísir/vilhelm Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt upp störfum sem forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR. Var þetta ákveðið á stjórnarfundi á föstudaginn þar sem einnig var tekin ákvörðun um að framlengja uppsagnarfrest Áslaugar Thelmu og Bjarna Más Júlíussonar sem var sagt upp sem framkvæmdastjóra ON. Fyrst var greint frá þessu á vef Morgunblaðsins en Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR og talsmaður ON, staðfestir þetta í samtali við Vísi.Sjá einnig:Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Í tölvupósti sem Einar sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt hafði hann meðal annars orð á því að hann myndi ekki linna látum fyrr en Áslaug hefði fengið réttlát málalok. „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína,“ sagði meðal annars í póstinum. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sagði í síðustu viku að hún hefði upplifað póstinn sem hótun. Þá útilokaði hún ekki kæru vegna bréfaskrifta Einars. Einar sagðist sjálfur hafa verið í geðshræringu þegar hann skrifaði bréfið og að hann hefði orðað hlutina óheppilega. Haft er eftir Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, á vef Morgunblaðsins að stjórn OR hefði ekki talið það þjóna hagsmundum fyrirtækisins eða öðrum að taka málið lengra. Varðandi lengdan uppsagnarfrest segir Berglind að mat stjórnarinnar hafi verið að sanngirni felist í því að lengja uppsagnarfrest Áslaugar og Thelmu í ljósi aðstæðna. Miðað sé við þann tíma sem það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að skrifa skýrslu um vinnustaðamenningu og starfsmannamál fyrirtækisins sem hafi verið ákveðinn óvissutími. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, mun snúa aftur til starfa á morgun en hann var í leyfi á meðan úttektin var gerð. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Starfsfólk OR fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni Í yfirlýsingu Starfsmannafélags OR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. 23. nóvember 2018 13:34 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt upp störfum sem forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR. Var þetta ákveðið á stjórnarfundi á föstudaginn þar sem einnig var tekin ákvörðun um að framlengja uppsagnarfrest Áslaugar Thelmu og Bjarna Más Júlíussonar sem var sagt upp sem framkvæmdastjóra ON. Fyrst var greint frá þessu á vef Morgunblaðsins en Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR og talsmaður ON, staðfestir þetta í samtali við Vísi.Sjá einnig:Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Í tölvupósti sem Einar sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt hafði hann meðal annars orð á því að hann myndi ekki linna látum fyrr en Áslaug hefði fengið réttlát málalok. „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína,“ sagði meðal annars í póstinum. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sagði í síðustu viku að hún hefði upplifað póstinn sem hótun. Þá útilokaði hún ekki kæru vegna bréfaskrifta Einars. Einar sagðist sjálfur hafa verið í geðshræringu þegar hann skrifaði bréfið og að hann hefði orðað hlutina óheppilega. Haft er eftir Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, á vef Morgunblaðsins að stjórn OR hefði ekki talið það þjóna hagsmundum fyrirtækisins eða öðrum að taka málið lengra. Varðandi lengdan uppsagnarfrest segir Berglind að mat stjórnarinnar hafi verið að sanngirni felist í því að lengja uppsagnarfrest Áslaugar og Thelmu í ljósi aðstæðna. Miðað sé við þann tíma sem það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að skrifa skýrslu um vinnustaðamenningu og starfsmannamál fyrirtækisins sem hafi verið ákveðinn óvissutími. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, mun snúa aftur til starfa á morgun en hann var í leyfi á meðan úttektin var gerð.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Starfsfólk OR fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni Í yfirlýsingu Starfsmannafélags OR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. 23. nóvember 2018 13:34 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57
Starfsfólk OR fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni Í yfirlýsingu Starfsmannafélags OR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. 23. nóvember 2018 13:34
Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00