Um leyfisbréf kennara Trausti Þorsteinsson skrifar 26. nóvember 2018 11:22 Mikil umræða hefur átt sér stað um leyfisbréf kennara í framhaldi af því að ráðherra menntamála hefur hreyft þeirri hugmynd að gefa út eitt leyfisbréf fyrir kennara leik-, grunn- og framhaldsskóla í stað þriggja bréfa. Formaður Kennarasambands Íslands hefur greint frá því að í stjórn sambandsins er samkomulag um að aðildarfélögin þurfi ekki að vera sammála um málið og hafa formenn KÍ reynt að halda ólíkum skoðunum til haga. Nú hefur Félag framhaldsskólakennara formlega sett sig á móti hugmyndinni með samþykkt á félagsfundi sem haldinn var fyrir skömmu. Samþykktin er í anda þeirrar togstreitu sem lengstum hefur staðið um hver hin eiginlega sérgrein er sem kennarar grundvalla starf sitt á. Er kennarinn sérfræðingur í kennslu- og uppeldisfræði eða þeirri faggrein eða því fagsviði sem hann kennir? Lögverndun á starfi grunnskóla- og framhaldsskólakennara var komið á 1986 og hefur í stórum dráttum haldist óbreytt frá þeim tíma. Miklar breytingar hafa hins vegar orðið í skólakerfi okkar. Árið 1994 var leikskólinn gerður að fyrsta skólastiginu, skólatími barna og ungmenna hefur lengst umtalsvert og þá er framhaldsskólinn orðinn allt önnur stofnun en hann var 1986. Nemendahópurinn er orðinn mun stærri og fjölskrúðugri. Með breytingu á lögræðisaldri hefur áhersla aukist á að sérhver nemandi úr 10. bekk eigi sem greiðast aðgengi að framhaldsskóla og með lögum 2008 var fræðsluskyldu komið á í framhaldsskóla. Í dag hefja um 95% hvers árgangs framhaldsnám. Samfara þessu hafa kröfur til menntunar kennara aukist en með lögum frá 2008 er gerð krafa um meistarapróf til kennsluréttinda á öllum skólastigunum þremur. Lögverndun á starfi kennara tekur mið af hverju skólastigi fyrir sig og er aldursspönn starfs leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólakennara ólík. Starf leikskólakennara tekur til fimm fyrstu áranna, grunnskólakennara til tíu ára og framhaldsskólakennara til þriggja til fjögurra ára. Spyrja má hvaða skynsemi er í því? Að auki eru leyfisbréf framhaldsskólakennara ólík leyfisbréfum kennara á leik- og grunnskólastigi að því leyti að það er afmarkað við þá faggrein sem kennarinn hefur sérhæft sig í. Reyndin er samt sú að ekki er óalgengt að skólameistari feli kennurum að annast kennslu í greinum alls óskyldum sérhæfingu hans. Í bæði leik- og grunnskóla er leyfisbréfið aðeins eitt án tillits til þeirrar sérhæfingar sem leikskóla- eða grunnskólakennarinn hefur kosið sér. Lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla frá 2008 leggja áherslu á að mýkja skil á milli skólastiga og í lögum um menntun og ráðningu kennara skólastiganna þriggja var gert ráð fyrir því að leyfisbréf kennara gætu skarast á milli skólastiga þótt útfærsluna hafi hingað til vantað. Við erum í auknum mæli farin að líta á skólagöngu sem sautján til átján ára tímabil og jafnvel hafa komið upp vangaveltur um skólaskyldu frá sex til átján ára aldurs. Girðingar á milli starfa leik-, grunn- og framhaldsskólakennara eru barn síns tíma og rétt að endurskoða frá grunni. Af því að talsmenn óbreytts ástands virðast óttast að verði komið á einu leyfisbréfi fyrir kennara muni m.a. leikskólakennarar fara að sækjast eftir kennslu í framhaldsskóla er rétt að minnast þess að þegar fyrstu lögverndunarlögin voru sett var Fósturskólinn framhaldsskóli og menntaði leikskólakennara (fóstrur). Menntunarkröfur sem gerðar voru til kennara þess skóla voru að hann „hefði lokið prófi frá Fósturskóla Íslands eða sambærilegum skóla og a.m.k. eins árs viðurkenndu framhaldsnámi fyrir fóstrur.“ Einnig að hann hefði „unnið fósturstörf [starfað við leikskólakennslu] eigi skemur en þrjú ár.“ Nú er það svo að framhaldsskólar bjóða upp á nám í uppeldisfræði og umönnun ungra barna. Því má spyrja hvort ekki sé eðlilegt að leikskólakennarar með meistarapróf í faginu hafi næga sérfræðiþekkingu til að annast kennslu í uppeldisfræði framhaldsskólans að ekki sé talað um kennslu yngstu barna grunnskólans? Stígum nú það skref að út verði gefið aðeins eitt leyfisbréf kennara án tillits til skólastigs og felum skólunum sem faglegum stofnunum meira sjálfræði við að ákvarða samsetningu kennarahópsins í ljósi nemendahópsins, áherslna skólans og stefnu. Skólastjóri/skólameistari er faglegur forstöðumaður síns skóla og ber ábyrgð sem slíkur og óþarfi af hálfu löggjafans eða mennta- og menningarmálaráðherra á hverjum tíma að hlutast til um alla hluti með hvers konar forskriftum. Eitt leyfisbréf dregur á engan hátt úr fagmennsku kennara né mikilvægi sérþekkingar meðal kennara. Þeir munu eftir sem áður kjósa sér vettvang í námi sínu og sérhæfa sig í ákveðnum kennslugreinum, kennslu ákveðinna aldursstiga, kennslu nemenda með sértækar námsþarfir, listgreinakennslu, íþróttakennslu o.s.frv. Með opinberri stefnu um skóla án aðgreiningar er íslenskt skólakerfi skuldbundið til að mæta mismunandi þörfum allra. Með fjölbreyttari sérþekkingu meðal kennara, sem aflað er bæði með formlegu námi og starfsþróun á vettvangi, gæti skólum gengið betur að uppfylla það hlutverk sitt. Mikilvægt er að kennurum gefist tækifæri til að þróast í starfi og að læra inn á aðstæður á „nýjum“ vettvangi. Með einu leyfisbréfi skapast líka tækifæri til að endurhugsa kennaranámið með kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í menntun allra kennara. Þannig myndi aukast áhersla á félagslegar úrlausnir á viðfangsefnum í skólastarfi í stað klínískra. Með því móti gæti orðið áhugaverð þróun á hinum mismunandi skólastigum og flæði milli þeirra aukist. Létt er af óþarfa flokkunarumstangi við útgáfu leyfisbréfa og ekki er heldur ólíklegt að okkur tækist að manna skólana betur af kennurum með fjölbreytta þekkingu, reynslu og sérhæfingu. Trausti Þorsteinsson, dósent við kennaradeild HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað um leyfisbréf kennara í framhaldi af því að ráðherra menntamála hefur hreyft þeirri hugmynd að gefa út eitt leyfisbréf fyrir kennara leik-, grunn- og framhaldsskóla í stað þriggja bréfa. Formaður Kennarasambands Íslands hefur greint frá því að í stjórn sambandsins er samkomulag um að aðildarfélögin þurfi ekki að vera sammála um málið og hafa formenn KÍ reynt að halda ólíkum skoðunum til haga. Nú hefur Félag framhaldsskólakennara formlega sett sig á móti hugmyndinni með samþykkt á félagsfundi sem haldinn var fyrir skömmu. Samþykktin er í anda þeirrar togstreitu sem lengstum hefur staðið um hver hin eiginlega sérgrein er sem kennarar grundvalla starf sitt á. Er kennarinn sérfræðingur í kennslu- og uppeldisfræði eða þeirri faggrein eða því fagsviði sem hann kennir? Lögverndun á starfi grunnskóla- og framhaldsskólakennara var komið á 1986 og hefur í stórum dráttum haldist óbreytt frá þeim tíma. Miklar breytingar hafa hins vegar orðið í skólakerfi okkar. Árið 1994 var leikskólinn gerður að fyrsta skólastiginu, skólatími barna og ungmenna hefur lengst umtalsvert og þá er framhaldsskólinn orðinn allt önnur stofnun en hann var 1986. Nemendahópurinn er orðinn mun stærri og fjölskrúðugri. Með breytingu á lögræðisaldri hefur áhersla aukist á að sérhver nemandi úr 10. bekk eigi sem greiðast aðgengi að framhaldsskóla og með lögum 2008 var fræðsluskyldu komið á í framhaldsskóla. Í dag hefja um 95% hvers árgangs framhaldsnám. Samfara þessu hafa kröfur til menntunar kennara aukist en með lögum frá 2008 er gerð krafa um meistarapróf til kennsluréttinda á öllum skólastigunum þremur. Lögverndun á starfi kennara tekur mið af hverju skólastigi fyrir sig og er aldursspönn starfs leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólakennara ólík. Starf leikskólakennara tekur til fimm fyrstu áranna, grunnskólakennara til tíu ára og framhaldsskólakennara til þriggja til fjögurra ára. Spyrja má hvaða skynsemi er í því? Að auki eru leyfisbréf framhaldsskólakennara ólík leyfisbréfum kennara á leik- og grunnskólastigi að því leyti að það er afmarkað við þá faggrein sem kennarinn hefur sérhæft sig í. Reyndin er samt sú að ekki er óalgengt að skólameistari feli kennurum að annast kennslu í greinum alls óskyldum sérhæfingu hans. Í bæði leik- og grunnskóla er leyfisbréfið aðeins eitt án tillits til þeirrar sérhæfingar sem leikskóla- eða grunnskólakennarinn hefur kosið sér. Lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla frá 2008 leggja áherslu á að mýkja skil á milli skólastiga og í lögum um menntun og ráðningu kennara skólastiganna þriggja var gert ráð fyrir því að leyfisbréf kennara gætu skarast á milli skólastiga þótt útfærsluna hafi hingað til vantað. Við erum í auknum mæli farin að líta á skólagöngu sem sautján til átján ára tímabil og jafnvel hafa komið upp vangaveltur um skólaskyldu frá sex til átján ára aldurs. Girðingar á milli starfa leik-, grunn- og framhaldsskólakennara eru barn síns tíma og rétt að endurskoða frá grunni. Af því að talsmenn óbreytts ástands virðast óttast að verði komið á einu leyfisbréfi fyrir kennara muni m.a. leikskólakennarar fara að sækjast eftir kennslu í framhaldsskóla er rétt að minnast þess að þegar fyrstu lögverndunarlögin voru sett var Fósturskólinn framhaldsskóli og menntaði leikskólakennara (fóstrur). Menntunarkröfur sem gerðar voru til kennara þess skóla voru að hann „hefði lokið prófi frá Fósturskóla Íslands eða sambærilegum skóla og a.m.k. eins árs viðurkenndu framhaldsnámi fyrir fóstrur.“ Einnig að hann hefði „unnið fósturstörf [starfað við leikskólakennslu] eigi skemur en þrjú ár.“ Nú er það svo að framhaldsskólar bjóða upp á nám í uppeldisfræði og umönnun ungra barna. Því má spyrja hvort ekki sé eðlilegt að leikskólakennarar með meistarapróf í faginu hafi næga sérfræðiþekkingu til að annast kennslu í uppeldisfræði framhaldsskólans að ekki sé talað um kennslu yngstu barna grunnskólans? Stígum nú það skref að út verði gefið aðeins eitt leyfisbréf kennara án tillits til skólastigs og felum skólunum sem faglegum stofnunum meira sjálfræði við að ákvarða samsetningu kennarahópsins í ljósi nemendahópsins, áherslna skólans og stefnu. Skólastjóri/skólameistari er faglegur forstöðumaður síns skóla og ber ábyrgð sem slíkur og óþarfi af hálfu löggjafans eða mennta- og menningarmálaráðherra á hverjum tíma að hlutast til um alla hluti með hvers konar forskriftum. Eitt leyfisbréf dregur á engan hátt úr fagmennsku kennara né mikilvægi sérþekkingar meðal kennara. Þeir munu eftir sem áður kjósa sér vettvang í námi sínu og sérhæfa sig í ákveðnum kennslugreinum, kennslu ákveðinna aldursstiga, kennslu nemenda með sértækar námsþarfir, listgreinakennslu, íþróttakennslu o.s.frv. Með opinberri stefnu um skóla án aðgreiningar er íslenskt skólakerfi skuldbundið til að mæta mismunandi þörfum allra. Með fjölbreyttari sérþekkingu meðal kennara, sem aflað er bæði með formlegu námi og starfsþróun á vettvangi, gæti skólum gengið betur að uppfylla það hlutverk sitt. Mikilvægt er að kennurum gefist tækifæri til að þróast í starfi og að læra inn á aðstæður á „nýjum“ vettvangi. Með einu leyfisbréfi skapast líka tækifæri til að endurhugsa kennaranámið með kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í menntun allra kennara. Þannig myndi aukast áhersla á félagslegar úrlausnir á viðfangsefnum í skólastarfi í stað klínískra. Með því móti gæti orðið áhugaverð þróun á hinum mismunandi skólastigum og flæði milli þeirra aukist. Létt er af óþarfa flokkunarumstangi við útgáfu leyfisbréfa og ekki er heldur ólíklegt að okkur tækist að manna skólana betur af kennurum með fjölbreytta þekkingu, reynslu og sérhæfingu. Trausti Þorsteinsson, dósent við kennaradeild HA.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun