Skipasali dró sér aflahlutdeild í eigu fyrrverandi tengdaföður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Maðurinn neitaði sök og sagði að hann hefði unnið innan þeirra heimilda sem hann hafði. Það stangaðist á við vitnisburð fyrrverandi tengdaföður hans. Fréttablaðið/GVA Löggiltur skipasali á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpri viku dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Refsingin er bundin skilorði sökum þess hve langan tíma saksókn þess tók. Fjárdrátturinn fór fram með þeim hætti að maðurinn dró sér í fjórum tilvikum krókaaflahlutdeild í þorski sem var í eigu útgerðar sem fyrrverandi tengdafaðir hans átti. Ákærði hafði umsýslu með kvótanum. Aflamarkið seldi hann án heimildar fyrir rúmlega 28 milljónir króna. Stærstur hluti ávinningsins rann inn á reikning fyrirtækis mannsins en hluti á persónulegan bankareikning hans og fyrrverandi eiginkonu hans. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa í þrígang leigt krókaaflamark, fyrir rúmlega milljón krónur, án heimildar og að hafa nýtt ávinninginn í eigin þágu. Brotin áttu sér stað árin 2013 og 2014. Maðurinn neitaði sök og sagði að hann hefði unnið innan þeirra heimilda sem hann hafði. Það stangaðist á við vitnisburð fyrrverandi tengdaföður hans. Aðalmeðferð málsins fór fram í mars síðastliðnum en ekki var kveðinn upp dómur áður en sumarleyfi dómara hófst. Var málið endurflutt í október. Í niðurstöðu dómsins segir að ásetningur skipasalans hafi verið einbeittur og brot hans stórfelld. Brot hans voru kærð í júlí 2014 og lauk rannsókn í nóvember. Ákæra var hins vegar ekki gefin út fyrr en í júní 2017. Í ljósi þess var refsingin bundin skilorði. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, rúmlega 3,5 milljónir. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Löggiltur skipasali á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpri viku dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Refsingin er bundin skilorði sökum þess hve langan tíma saksókn þess tók. Fjárdrátturinn fór fram með þeim hætti að maðurinn dró sér í fjórum tilvikum krókaaflahlutdeild í þorski sem var í eigu útgerðar sem fyrrverandi tengdafaðir hans átti. Ákærði hafði umsýslu með kvótanum. Aflamarkið seldi hann án heimildar fyrir rúmlega 28 milljónir króna. Stærstur hluti ávinningsins rann inn á reikning fyrirtækis mannsins en hluti á persónulegan bankareikning hans og fyrrverandi eiginkonu hans. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa í þrígang leigt krókaaflamark, fyrir rúmlega milljón krónur, án heimildar og að hafa nýtt ávinninginn í eigin þágu. Brotin áttu sér stað árin 2013 og 2014. Maðurinn neitaði sök og sagði að hann hefði unnið innan þeirra heimilda sem hann hafði. Það stangaðist á við vitnisburð fyrrverandi tengdaföður hans. Aðalmeðferð málsins fór fram í mars síðastliðnum en ekki var kveðinn upp dómur áður en sumarleyfi dómara hófst. Var málið endurflutt í október. Í niðurstöðu dómsins segir að ásetningur skipasalans hafi verið einbeittur og brot hans stórfelld. Brot hans voru kærð í júlí 2014 og lauk rannsókn í nóvember. Ákæra var hins vegar ekki gefin út fyrr en í júní 2017. Í ljósi þess var refsingin bundin skilorði. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, rúmlega 3,5 milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira