Pólitískt millifærslukerfi Kristján Þór Júlíusson skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Markmið frumvarps um veiðigjald sem er til umræðu á Alþingi er að færa álagningu gjaldsins nær í tíma þannig að gjaldtakan sé meira í takt við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt að gera stjórnsýslu með álagningu gjaldsins einfaldari, skilvirkari og áreiðanlegri. Frumvarpið var unnið í samráði við veiðigjaldsnefnd, Fiskistofu og embætti ríkisskattstjóra og var lagt fram á Alþingi 25. september sl. Í kjölfarið hélt ég 11 opna fundi um allt land til að kynna frumvarpið og taka þátt í rökræðum. Atvinnuveganefnd Alþingis var með málið til meðferðar í um tvo mánuði og hélt um það 11 fundi og tók á móti um 100 gestum. Það var merkilegt að taka þátt í 2. umræðu um frumvarpið fyrir helgi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki samstíga í gagnrýni sinni – héldu því ýmist fram að verið væri að lækka veiðigjald um marga milljarða á meðan aðrir fullyrtu að frumvarpið myndi „tryggja ofurskattlagningu í sessi“. Viðbrögð þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar eftir tveggja mánaða yfirlegu voru þau að leggja fram breytingartillögu sem gerir raunar ekki eina einustu breytingu á þeirri aðferð við innheimtu og álagningu veiðigjalds sem frumvarpið kveður á um. Hins vegar felst í tillögunni að innkalla allar aflaheimildir á 20 ára tímabili og endurúthluta þeim síðan aftur. Þannig leggja flokkarnir til í 250 orða breytingartillögu við frumvarp um veiðigjald að kollvarpa því fiskveiðistjórnunarkerfi sem Íslendingar hafa byggt upp og er talið í fremstu röð á heimsvísu. Þingmennirnir láta reyndar vera að útfæra með hvaða hætti þeir ætla að endurúthluta aflaheimildum. Þeir reyna í engu að varpa ljósi á hver fjárhagsleg áhrif breytinganna verða á ríkissjóð eða íslenskan sjávarútveg. Hvernig standa á að því millifærslukerfi sem flokkarnir hafa allir talað fyrir og mun veita stjórnmálamönnum hvers tíma það vald að úthluta aflaheimildum, er í engu svarað nú sem fyrr. Þessum spurningum og fleiri til þarf stjórnarandstaðan að svara þegar umræða um málið heldur áfram á Alþingi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Markmið frumvarps um veiðigjald sem er til umræðu á Alþingi er að færa álagningu gjaldsins nær í tíma þannig að gjaldtakan sé meira í takt við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt að gera stjórnsýslu með álagningu gjaldsins einfaldari, skilvirkari og áreiðanlegri. Frumvarpið var unnið í samráði við veiðigjaldsnefnd, Fiskistofu og embætti ríkisskattstjóra og var lagt fram á Alþingi 25. september sl. Í kjölfarið hélt ég 11 opna fundi um allt land til að kynna frumvarpið og taka þátt í rökræðum. Atvinnuveganefnd Alþingis var með málið til meðferðar í um tvo mánuði og hélt um það 11 fundi og tók á móti um 100 gestum. Það var merkilegt að taka þátt í 2. umræðu um frumvarpið fyrir helgi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki samstíga í gagnrýni sinni – héldu því ýmist fram að verið væri að lækka veiðigjald um marga milljarða á meðan aðrir fullyrtu að frumvarpið myndi „tryggja ofurskattlagningu í sessi“. Viðbrögð þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar eftir tveggja mánaða yfirlegu voru þau að leggja fram breytingartillögu sem gerir raunar ekki eina einustu breytingu á þeirri aðferð við innheimtu og álagningu veiðigjalds sem frumvarpið kveður á um. Hins vegar felst í tillögunni að innkalla allar aflaheimildir á 20 ára tímabili og endurúthluta þeim síðan aftur. Þannig leggja flokkarnir til í 250 orða breytingartillögu við frumvarp um veiðigjald að kollvarpa því fiskveiðistjórnunarkerfi sem Íslendingar hafa byggt upp og er talið í fremstu röð á heimsvísu. Þingmennirnir láta reyndar vera að útfæra með hvaða hætti þeir ætla að endurúthluta aflaheimildum. Þeir reyna í engu að varpa ljósi á hver fjárhagsleg áhrif breytinganna verða á ríkissjóð eða íslenskan sjávarútveg. Hvernig standa á að því millifærslukerfi sem flokkarnir hafa allir talað fyrir og mun veita stjórnmálamönnum hvers tíma það vald að úthluta aflaheimildum, er í engu svarað nú sem fyrr. Þessum spurningum og fleiri til þarf stjórnarandstaðan að svara þegar umræða um málið heldur áfram á Alþingi í dag.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun