Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Sylvía Hall skrifar 22. október 2018 21:37 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir/Hanna Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir og er þar átt við dóma um lögræði, sifjar, erfðir, málefni barna, ofbeldi í nánum samböndum, nálgunarbönn og kynferðisbrot. Þá er lagt til að nafnleyndar sé gætt í dómum og úrskurðum sakamála. Frumvarpið er lagt fram eftir mikla umræðu um birtingu dóma á vefnum að því er segir í drögum að frumvarpinu og er þar vísað í persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Markmið og tilgangur frumvarpsins sé að bregðast við þeirri gagnrýni og tryggja að staðinn sé vörður um friðhelgi einkalífs við birtingu dóma. Þó er það meginregla í réttarfari að málsmeðferð sé opinber og segir í frumvarpinu að birting dóma hafi mikilvæga lýðræðislega þýðingu en með frumvarpinu sé leitast við að takmarka aðgengi að persónuupplýsingum við birtingu dóma. „Þótt augljós rök mæli sem fyrr segir með að úrlausnir dómstóla séu aðgengilegar er þess þó að gæta að í dómum koma oft á tíðum fram viðkvæmar persónuupplýsingar. Með því að safna slíkum upplýsingum saman kerfisbundið í áratugi og veita aðgang að þeim með leitarvélum er hætt við að ekki sé fyllilega gætt að sjónarmiðum um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, en þau réttindi eru varin af 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.“ Þá er einnig lagt til að dómstólasýslunni verði heimilað að setja reglur um heimild til myndatöku og hljóðritunar í húsnæði héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar. Það er lagt til með tilliti til hagsmuna málsaðila og vitna og vísað til ákvæða danskra réttarfarslaga en þar er óheimilt að taka myndir í dómshúsi nema með fengnu leyfi. Þar er einnig óheimilt að taka myndir af sakborningi, ákærða eða vitnum á leið til eða frá dómshúsi nema með samþykki þeirra.Fréttin hefur verið uppfærð. Persónuvernd Stjórnsýsla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir og er þar átt við dóma um lögræði, sifjar, erfðir, málefni barna, ofbeldi í nánum samböndum, nálgunarbönn og kynferðisbrot. Þá er lagt til að nafnleyndar sé gætt í dómum og úrskurðum sakamála. Frumvarpið er lagt fram eftir mikla umræðu um birtingu dóma á vefnum að því er segir í drögum að frumvarpinu og er þar vísað í persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Markmið og tilgangur frumvarpsins sé að bregðast við þeirri gagnrýni og tryggja að staðinn sé vörður um friðhelgi einkalífs við birtingu dóma. Þó er það meginregla í réttarfari að málsmeðferð sé opinber og segir í frumvarpinu að birting dóma hafi mikilvæga lýðræðislega þýðingu en með frumvarpinu sé leitast við að takmarka aðgengi að persónuupplýsingum við birtingu dóma. „Þótt augljós rök mæli sem fyrr segir með að úrlausnir dómstóla séu aðgengilegar er þess þó að gæta að í dómum koma oft á tíðum fram viðkvæmar persónuupplýsingar. Með því að safna slíkum upplýsingum saman kerfisbundið í áratugi og veita aðgang að þeim með leitarvélum er hætt við að ekki sé fyllilega gætt að sjónarmiðum um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, en þau réttindi eru varin af 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.“ Þá er einnig lagt til að dómstólasýslunni verði heimilað að setja reglur um heimild til myndatöku og hljóðritunar í húsnæði héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar. Það er lagt til með tilliti til hagsmuna málsaðila og vitna og vísað til ákvæða danskra réttarfarslaga en þar er óheimilt að taka myndir í dómshúsi nema með fengnu leyfi. Þar er einnig óheimilt að taka myndir af sakborningi, ákærða eða vitnum á leið til eða frá dómshúsi nema með samþykki þeirra.Fréttin hefur verið uppfærð.
Persónuvernd Stjórnsýsla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira