Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2018 09:34 Kalt hefur verið í Washington undanfarið. Fyrsti snjórinn féll í vikunni. Ný skýrsla um loftslagsmál er á skjön við skoðanir forseta í málaflokknum. EPA/ Jim Lo Scalzo Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. Skýrslan er á skjön við yfirlýsingar Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og ríkisstjórnar hans. BBC greinir frá.Bandaríkjaforseti ásamt eiginkonu sinni við móttöku jólatrés Hvíta hússins.EPA/ Michael ReynoldsFramtíðin veltur á ákvörðunum dagsins í dag er meðal þess sem segir í loftslagsskýrslunni sem er sú fjórða sinnar gerðar. Í skýrslunni er farið yfir hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga á fjölmörg svið bandarísks samfélags. „Með áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda er áætlað að árlegt tap á nokkrum efnahagssviðum muni nema hundruðum milljarða dala fyrir lok aldarinnar. Sú upphæð er meira en verg landsframleiðsla margra ríkja Bandaríkjanna,“ segir í skýrslunni.Kuldakast gæti slegið öll met, hvað varð um hnatthlýnunina? Í skýrslunni er Bandaríkjunum lýst ef ekkert verður gert til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Misheppnuð uppskera á Sléttunum miklu, aukning sjúkdóma sem berast með skordýrum í Flórída og yfirflæddar stíflur í Suður-Karólínu. Efnahagskerfi sem ekki ræður við erfiðleikana og þarafleiðandi munu loftslagsbreytingar hafa áhrif á daglegt líf í landinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni. Hvergi er minnst á nafn Bandaríkjaforseta, Donald Trump, í skýrslunni. Hann hefur þó efast um loftslagsbreytingar áður og í vikunni skrifaði hann færslu á Twitter síðu sína vegna kuldakasts í Washington.Brutal and Extended Cold Blast could shatter ALL RECORDS - Whatever happened to Global Warming? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 22, 2018Segja skýrsluna villandi Hvíta húsið sagði í yfirlýsingu sinni að skýrslan, sem var unnin með samstarfi fjölmargra ríkisstofnana, væri óáreiðanleg og villandi. Talskona Hvíta hússins, Lindsay Walters, sagði skýrsluna að mestu byggða á allra verstu útkomu sem væri möguleg. Skýrslan gerði, að sögn Hvíta hússins, einnig ekki ráð fyrir tækniframförum og nýsköpun á komandi árum. Skoðunum forsetans um loftslagsmál var óbeint svarað í skýrslunni: „Loftslagsbreytingar er nú þegar hafnar í Bandaríkjunum og ef ekki verður gripið til veigamikla aðgerða munu afleiðingarnar verða hræðilegar,“ sagði í þessari fjórðu skýrslu Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. Skýrslan er á skjön við yfirlýsingar Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og ríkisstjórnar hans. BBC greinir frá.Bandaríkjaforseti ásamt eiginkonu sinni við móttöku jólatrés Hvíta hússins.EPA/ Michael ReynoldsFramtíðin veltur á ákvörðunum dagsins í dag er meðal þess sem segir í loftslagsskýrslunni sem er sú fjórða sinnar gerðar. Í skýrslunni er farið yfir hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga á fjölmörg svið bandarísks samfélags. „Með áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda er áætlað að árlegt tap á nokkrum efnahagssviðum muni nema hundruðum milljarða dala fyrir lok aldarinnar. Sú upphæð er meira en verg landsframleiðsla margra ríkja Bandaríkjanna,“ segir í skýrslunni.Kuldakast gæti slegið öll met, hvað varð um hnatthlýnunina? Í skýrslunni er Bandaríkjunum lýst ef ekkert verður gert til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Misheppnuð uppskera á Sléttunum miklu, aukning sjúkdóma sem berast með skordýrum í Flórída og yfirflæddar stíflur í Suður-Karólínu. Efnahagskerfi sem ekki ræður við erfiðleikana og þarafleiðandi munu loftslagsbreytingar hafa áhrif á daglegt líf í landinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni. Hvergi er minnst á nafn Bandaríkjaforseta, Donald Trump, í skýrslunni. Hann hefur þó efast um loftslagsbreytingar áður og í vikunni skrifaði hann færslu á Twitter síðu sína vegna kuldakasts í Washington.Brutal and Extended Cold Blast could shatter ALL RECORDS - Whatever happened to Global Warming? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 22, 2018Segja skýrsluna villandi Hvíta húsið sagði í yfirlýsingu sinni að skýrslan, sem var unnin með samstarfi fjölmargra ríkisstofnana, væri óáreiðanleg og villandi. Talskona Hvíta hússins, Lindsay Walters, sagði skýrsluna að mestu byggða á allra verstu útkomu sem væri möguleg. Skýrslan gerði, að sögn Hvíta hússins, einnig ekki ráð fyrir tækniframförum og nýsköpun á komandi árum. Skoðunum forsetans um loftslagsmál var óbeint svarað í skýrslunni: „Loftslagsbreytingar er nú þegar hafnar í Bandaríkjunum og ef ekki verður gripið til veigamikla aðgerða munu afleiðingarnar verða hræðilegar,“ sagði í þessari fjórðu skýrslu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15 Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33
Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera "skrímsli“. 11. september 2018 23:15
Trump-stjórnin vill liðka fyrir losun öflugrar gróðurhúsalofttegundar Slakað verður á kröfum um að orkufyrirtæki fylgist með og komi í veg fyrir mentaleka frá olíu- og gasvinnslu. 11. september 2018 07:45
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17