Sigla blindandi í ólgusjó heimsfaraldurs Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. nóvember 2018 11:00 Notkun insúlíns mun aukast verulega í heiminum. Getty Hnattræn eftirspurn eftir insúlíni til meðhöndlunar við sykursýki 2 mun aukast um 20 prósent á næstu 12 árum. Verði ekki gripið til aðgerða til að mæta þessari eftirspurn er líklegt að um 80 milljónir manna – aðallega í löndum Afríku, Asíu og á Kyrrahafseyjum – muni ekki hafa stöðugt aðgengi að insúlíni undir loks næsta áratugar. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna við Stanford-háskóla og Genfarháskóla. Niðurstöðurnar voru birtar í læknaritinu Lancet í vikunni. Vísindamennirnir framreiknuðu hnattrænt nýgengi sykursýki 2 til ársins 2030 með því að rýna í gögn Alþjóðasamtaka sykursjúkra og rannsóknargögn úr 14 hóprannsóknum, sem samanlagt taka til 60 prósenta þeirra sem glíma við sjúkdóminn í heiminum í dag. Niðurstöðurnar gefa til kynna að fullorðnum einstaklingum sem glíma við sykursýki 2 muni fjölga um fimmtung á næstu 12 árum, úr 406 milljónum manna í ár í 511 milljónir árið 2030. Af þeim mun rúmlega helmingur búa í þremur löndum; Kína, Indlandi og Bandaríkjunum. Sykursýki er langvinnur og ólæknandi efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af blóðsykurhækkun vegna röskunar á insúlínvirkni, ónógri framleiðslu insúlíns eða hvors tveggja. Um 90 til 95 prósent allra tilfella sykursýki eru af tegund 2. Offita er sterkasti breytanlegi áhættuþáttur sykursýki. Samhliða auknu nýgengi mun eftirspurn eftir insúlíni – sem nauðsynlegt er fyrir þá sem glíma við sykursýki 1 og 2 ef forðast á fylgikvilla á borð við blindu, nýrnabilun, slag og aflimun – aukast gríðarlega, eða úr 526 milljónum skammta árið 2016 í 634 milljónir árið 2030. „Vegna hækkandi aldurs, þéttbýlismyndunar og breyta sem tengjast mataræði og hreyfingu mun þeim fjölga mjög sem glíma við sykursýki 2,“ sagði Sanjay Basu, aðalhöfundur og prófessor við Stanford-háskóla. „Víða um heim er insúlín af skornum skammti, þrátt fyrir markmið Sameinuðu þjóðanna um að berjast gegn langvinnum ekki-smitandi sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir.“ Niðurstöðurnar eru birtar með nokkrum fyrirvörum, t.d. er varða breytingar á mataræði og hreyfingu fólks. Lífsstílsbreytingar gætu haft jákvæð eða neikvæð áhrif á nýgengi. Í ítarefni rannsóknarinnar kemur fram að áætlaður fjöldi þeirra sem glíma við sykursýki 2 hér á landi í ár sé 17.607 (11.734-22.278) og að fjölga muni í þeim hópi um rúmlega þrjú þúsund manns og í 20.689 (14.316-26.110) á næstu 12 árum. Þrátt fyrir að skýrar vísbendingar séu um að nýgengi sykursýki 2 sé að aukast hér á landi, líkt og víða annars staðar í heiminum, er í raun minna vitað um faraldsfræði sjúkdómsins hér á landi en mögulegt væri. „Vandamálið okkar er að við höfum ekki aðgengileg áreiðanleg gögn. Okkur sárvantar ný gögn til að geta gert áætlanir um heilbrigðisþjónustuna,“ segir Rafn Benediktsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir innkirtladeildar Landspítala. Rafn var formaður starfshóps sem skilaði í apríl síðastliðnum skýrslu um viðbrögð við vaxandi nýgengi sykursýki á Íslandi. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er mikilvægi miðlægrar skrár um sykursýki ítrekað: „Án gagnagrunns eru einfaldlega engar undirstöður.“ Velferðarráðuneytið hefur fjallað um tillögur starfshópsins. Embætti landlæknis hefur verið falið að meta kostnað við að koma sykursýkisskrá á fót. Örvandi lyf eru kostnaðarsamasti lyfjaflokkurinn hjá Sjúkratryggingum Íslands og var árið 2016 799 milljónir króna. Þar á eftir koma lyf við sykursýki þar sem kostnaður var 615 milljónir króna. „Lyf við sykursýki eru næstdýrasti lyfjaflokkurinn hér á Íslandi. Það er lítið talað um það, og fólk gerir sér líklega almennt ekki grein fyrir umfangi vandans og því síður hvert þetta stefnir.“ Rafn telur gæta sinnu- og stefnuleysis af hálfu stjórnvalda í málaflokknum. „Ég hef talað um þetta við ýmsa aðila innan kerfisins síðustu 10 til 15 ár – en oftast mætt litlum skilningi“ segir Rafn. „Það vantar algjörlega umgjörð, stefnumótun, áætlanagerð og fjármögnun á þessu sviði. Við eigum reyndar fullt af gögnum sem hægt væri að nýta til þessa, en það þarf að vinna úr þeim með skipulögðum hætti og gera svo áætlanir sem verða að aðgerðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Hnattræn eftirspurn eftir insúlíni til meðhöndlunar við sykursýki 2 mun aukast um 20 prósent á næstu 12 árum. Verði ekki gripið til aðgerða til að mæta þessari eftirspurn er líklegt að um 80 milljónir manna – aðallega í löndum Afríku, Asíu og á Kyrrahafseyjum – muni ekki hafa stöðugt aðgengi að insúlíni undir loks næsta áratugar. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna við Stanford-háskóla og Genfarháskóla. Niðurstöðurnar voru birtar í læknaritinu Lancet í vikunni. Vísindamennirnir framreiknuðu hnattrænt nýgengi sykursýki 2 til ársins 2030 með því að rýna í gögn Alþjóðasamtaka sykursjúkra og rannsóknargögn úr 14 hóprannsóknum, sem samanlagt taka til 60 prósenta þeirra sem glíma við sjúkdóminn í heiminum í dag. Niðurstöðurnar gefa til kynna að fullorðnum einstaklingum sem glíma við sykursýki 2 muni fjölga um fimmtung á næstu 12 árum, úr 406 milljónum manna í ár í 511 milljónir árið 2030. Af þeim mun rúmlega helmingur búa í þremur löndum; Kína, Indlandi og Bandaríkjunum. Sykursýki er langvinnur og ólæknandi efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af blóðsykurhækkun vegna röskunar á insúlínvirkni, ónógri framleiðslu insúlíns eða hvors tveggja. Um 90 til 95 prósent allra tilfella sykursýki eru af tegund 2. Offita er sterkasti breytanlegi áhættuþáttur sykursýki. Samhliða auknu nýgengi mun eftirspurn eftir insúlíni – sem nauðsynlegt er fyrir þá sem glíma við sykursýki 1 og 2 ef forðast á fylgikvilla á borð við blindu, nýrnabilun, slag og aflimun – aukast gríðarlega, eða úr 526 milljónum skammta árið 2016 í 634 milljónir árið 2030. „Vegna hækkandi aldurs, þéttbýlismyndunar og breyta sem tengjast mataræði og hreyfingu mun þeim fjölga mjög sem glíma við sykursýki 2,“ sagði Sanjay Basu, aðalhöfundur og prófessor við Stanford-háskóla. „Víða um heim er insúlín af skornum skammti, þrátt fyrir markmið Sameinuðu þjóðanna um að berjast gegn langvinnum ekki-smitandi sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir.“ Niðurstöðurnar eru birtar með nokkrum fyrirvörum, t.d. er varða breytingar á mataræði og hreyfingu fólks. Lífsstílsbreytingar gætu haft jákvæð eða neikvæð áhrif á nýgengi. Í ítarefni rannsóknarinnar kemur fram að áætlaður fjöldi þeirra sem glíma við sykursýki 2 hér á landi í ár sé 17.607 (11.734-22.278) og að fjölga muni í þeim hópi um rúmlega þrjú þúsund manns og í 20.689 (14.316-26.110) á næstu 12 árum. Þrátt fyrir að skýrar vísbendingar séu um að nýgengi sykursýki 2 sé að aukast hér á landi, líkt og víða annars staðar í heiminum, er í raun minna vitað um faraldsfræði sjúkdómsins hér á landi en mögulegt væri. „Vandamálið okkar er að við höfum ekki aðgengileg áreiðanleg gögn. Okkur sárvantar ný gögn til að geta gert áætlanir um heilbrigðisþjónustuna,“ segir Rafn Benediktsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir innkirtladeildar Landspítala. Rafn var formaður starfshóps sem skilaði í apríl síðastliðnum skýrslu um viðbrögð við vaxandi nýgengi sykursýki á Íslandi. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er mikilvægi miðlægrar skrár um sykursýki ítrekað: „Án gagnagrunns eru einfaldlega engar undirstöður.“ Velferðarráðuneytið hefur fjallað um tillögur starfshópsins. Embætti landlæknis hefur verið falið að meta kostnað við að koma sykursýkisskrá á fót. Örvandi lyf eru kostnaðarsamasti lyfjaflokkurinn hjá Sjúkratryggingum Íslands og var árið 2016 799 milljónir króna. Þar á eftir koma lyf við sykursýki þar sem kostnaður var 615 milljónir króna. „Lyf við sykursýki eru næstdýrasti lyfjaflokkurinn hér á Íslandi. Það er lítið talað um það, og fólk gerir sér líklega almennt ekki grein fyrir umfangi vandans og því síður hvert þetta stefnir.“ Rafn telur gæta sinnu- og stefnuleysis af hálfu stjórnvalda í málaflokknum. „Ég hef talað um þetta við ýmsa aðila innan kerfisins síðustu 10 til 15 ár – en oftast mætt litlum skilningi“ segir Rafn. „Það vantar algjörlega umgjörð, stefnumótun, áætlanagerð og fjármögnun á þessu sviði. Við eigum reyndar fullt af gögnum sem hægt væri að nýta til þessa, en það þarf að vinna úr þeim með skipulögðum hætti og gera svo áætlanir sem verða að aðgerðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira