Hægri, vinstri, snú Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 24. nóvember 2018 07:30 Athyglisvert samtal fór fram í breskum spjallþætti á dögunum. Þáttastjórnandinn, Jeremy Vine – þekktur fyrir að fara allra sinna ferða á reiðhjóli – ræddi hjólreiðar við vel valda gesti. Ein þeirra fullyrti að hjólreiðamenn væru plássfrekir á götunum, og þyrftu að taka tillit til þeirra sem nota aðra fararskjóta. Einkum bílstjóra. Annar sagði ótrúlegt að ökumenn kvörtuðu yfir hjólreiðafólki. Staðreyndin væri sú að í Bretlandi létust þúsundir árlega í umferðarslysum, þar ríkti offitufaraldur og sannað væri að þeir sem færu allra sinna ferða í bílum glímdu frekar við þunglyndi en þeir sem nota aðra fararskjóta. Nær væri að verðlauna hjólreiðamenn en úthrópa þá. Þetta er laukrétt. Fyrir liggur að einkabíllinn er sennilega stærsta vandamálið í borgarskipulagi nútímans. Staðreynd er að einkabíllinn mengar ekki bara, heldur ýtir undir lífsstíl sem einkennist af hreyfingarleysi, ofáti og inniveru. Bíllinn er auðvitað góður og þægilegur fararskjóti svo langt sem það nær, en sem grunnstoð samgöngukerfis í nútímaborg er hann beinlínis skaðlegur. Þetta ætti að blasa við öllum sem kynna sér málið. Það vill gleymast í umræðu um uppbyggingu svokallaðrar borgarlínu hvað það kostar að halda áfram að byggja upp samgöngukerfi, sem einblínir á einkabílinn. Hversu mikið af verðmætu landi fer undir bílastæði til að mæta fólksfjölgun? Hvaða nauðsynlegu vegaframkvæmdir og úrbætur þarf að ráðast í til að mæta stórauknum bílafjölda? Í Reykjavík virðast sumir hægri sinnaðir pólitíkusar líta á það sem sérstakt hlutverk sitt að standa vörð um einkabílinn og raunar flugvöll í miðju borgarlandinu líka. Ekki er gott að sjá hvernig þetta fólk hefur fundið það út að þetta sé sérstök hægri- eða frjálslyndisstefna. Í erlendum stórborgum hafa tveir af hægrisinnuðustu meginstraumsstjórnmálamönnum samtímans átt þátt í að byggja upp nýtt samgöngukerfi. Michael Bloomberg í New York hefur leitt stóraukna áherslu á hjólreiðar. Og Boris Johnson í London lagði „hraðbrautir“ fyrir hjólreiðafólk. Hann gekk skrefinu lengra með því að hækka verulega vegatolla á ökumenn sem villast inn í miðborgina á einkabílnum. Sumir hérlendir hægrimenn virðast hafa gleymt því að kjarni hægristefnunnar er að fólk á að hafa frelsi til athafna svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Einkabíllinn er þeirrar gerðar að hann skemmir út frá sér og hefur ýmis óæskileg áhrif. Því er óskiljanlegt að sumir stjórnmálamenn telji það sérstaka köllun sína að hygla einkabílnum umfram aðra samgöngumáta sem ekki eru jafn skaðlegir. Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekki til að leggja fram hugmyndir og fylgja þeim eftir, en stökkva ekki endalaust eftir kreddum í baklandinu. Einkabíllinn er ekki framtíðarferðamáti í nútímaborg. Alveg sama hversu oft frekir kallar af báðum kynjum tönnlast á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Athyglisvert samtal fór fram í breskum spjallþætti á dögunum. Þáttastjórnandinn, Jeremy Vine – þekktur fyrir að fara allra sinna ferða á reiðhjóli – ræddi hjólreiðar við vel valda gesti. Ein þeirra fullyrti að hjólreiðamenn væru plássfrekir á götunum, og þyrftu að taka tillit til þeirra sem nota aðra fararskjóta. Einkum bílstjóra. Annar sagði ótrúlegt að ökumenn kvörtuðu yfir hjólreiðafólki. Staðreyndin væri sú að í Bretlandi létust þúsundir árlega í umferðarslysum, þar ríkti offitufaraldur og sannað væri að þeir sem færu allra sinna ferða í bílum glímdu frekar við þunglyndi en þeir sem nota aðra fararskjóta. Nær væri að verðlauna hjólreiðamenn en úthrópa þá. Þetta er laukrétt. Fyrir liggur að einkabíllinn er sennilega stærsta vandamálið í borgarskipulagi nútímans. Staðreynd er að einkabíllinn mengar ekki bara, heldur ýtir undir lífsstíl sem einkennist af hreyfingarleysi, ofáti og inniveru. Bíllinn er auðvitað góður og þægilegur fararskjóti svo langt sem það nær, en sem grunnstoð samgöngukerfis í nútímaborg er hann beinlínis skaðlegur. Þetta ætti að blasa við öllum sem kynna sér málið. Það vill gleymast í umræðu um uppbyggingu svokallaðrar borgarlínu hvað það kostar að halda áfram að byggja upp samgöngukerfi, sem einblínir á einkabílinn. Hversu mikið af verðmætu landi fer undir bílastæði til að mæta fólksfjölgun? Hvaða nauðsynlegu vegaframkvæmdir og úrbætur þarf að ráðast í til að mæta stórauknum bílafjölda? Í Reykjavík virðast sumir hægri sinnaðir pólitíkusar líta á það sem sérstakt hlutverk sitt að standa vörð um einkabílinn og raunar flugvöll í miðju borgarlandinu líka. Ekki er gott að sjá hvernig þetta fólk hefur fundið það út að þetta sé sérstök hægri- eða frjálslyndisstefna. Í erlendum stórborgum hafa tveir af hægrisinnuðustu meginstraumsstjórnmálamönnum samtímans átt þátt í að byggja upp nýtt samgöngukerfi. Michael Bloomberg í New York hefur leitt stóraukna áherslu á hjólreiðar. Og Boris Johnson í London lagði „hraðbrautir“ fyrir hjólreiðafólk. Hann gekk skrefinu lengra með því að hækka verulega vegatolla á ökumenn sem villast inn í miðborgina á einkabílnum. Sumir hérlendir hægrimenn virðast hafa gleymt því að kjarni hægristefnunnar er að fólk á að hafa frelsi til athafna svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Einkabíllinn er þeirrar gerðar að hann skemmir út frá sér og hefur ýmis óæskileg áhrif. Því er óskiljanlegt að sumir stjórnmálamenn telji það sérstaka köllun sína að hygla einkabílnum umfram aðra samgöngumáta sem ekki eru jafn skaðlegir. Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekki til að leggja fram hugmyndir og fylgja þeim eftir, en stökkva ekki endalaust eftir kreddum í baklandinu. Einkabíllinn er ekki framtíðarferðamáti í nútímaborg. Alveg sama hversu oft frekir kallar af báðum kynjum tönnlast á því.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun