Jafnvel fleiri sólskinsdagar á suðvesturhorninu í næstu viku en gert var ráð fyrir Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2018 23:15 Það ætti að gefast tækifæri til að sóla sig í Hljómskálagarðinum, og á öðrum sambærilegum stöðum höfuðborgarsvæðinu, í næstu viku. Vísir/Sigtryggur Ari Allt lítur út fyrir að sólin ráði ríkjum á suðvesturhorninu í næstu viku og mun góða veðrið jafnvel teygja sig enn lengra inn í vikuna en gert var ráð fyrir í fyrstu. Hlé verður á úrkomu um stund og ef fram fer sem horfir mun ekki byrja aftur að rigna í landshlutanum fyrr en framundir næstu helgi. Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir í Facebook-færslu í kvöld að nú líti út fyrir að kalt og rakt loft yfir kuldapollinum úr Suður Grænlands-jökli sleppi takinu af Íslandi um sinn, og þess verði líklega ekki saknað. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir spána endurspegla þetta. Eftir rigningu í nótt og fram eftir morgundeginum mega íbúar á suðvesturhorninu búast við sjaldséðri sjón sumarið 2018: nokkrum góðvirðisdögum í röð. „Það verður einhver smá væta á morgun en síðan á að létta til. Það gæti verið þokkalegt veður í vikunni, það átti að rigna á miðvikudaginn en nú er ekki víst að rigningin nái alveg inn. Veðrið gæti þannig orðið ágætt á miðvikudag og fimmtudag líka,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „En svo fer að detta inn úrkoma um næstu helgi.“ Aðspurður segist Þorsteinn halda að dagurinn í dag hafi verið einn besti dagurinn í sumar, allavega í júlímánuði, þó að hann hafi ekki náð að skáka góðviðrisdeginum alræmda, 20. júní síðastliðnum. Ljóst er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og í nærumhverfi þess nutu sín í rigningarhléi dagsins en margir tjáðu sig um veðrið á samfélagsmiðlum.Sólin er í suðurhlíðum Kársnes: https://t.co/vG4wmO2cyp pic.twitter.com/Clxr8G2JOs— Erlendur (@erlendur) July 14, 2018 Í fyrsta skiptið var svona "sólin búin að skína mikið" þungt loft inn í bíl. Geggjað !— Kristján Sigurðsson (@KristjanSigurd1) July 14, 2018 Allir niðri í bæ á svipinn eins og það sé sumardagurinn fyrsti.— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) July 14, 2018 Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofunnar en íbúar á Norður- og Austurlandi mega búast við rigningu.Á mánudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og skýjað að mestu, dálítil væta á N- og A-landi, en léttir smám saman til fyrir sunnan og vestan. Bætir í rigningu á A-fjörðum um kvöldið. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á S-landi. Á þriðjudag:Hæg breytileg átt og léttskýjað S- og V-lands, en skýjað fyrir norðan og vestan og þokuloft eða súld úti við ströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast S-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Hægir vindar og skýjað með köflum, en stöku síðdegisskúrir og þoku- eða súldarloft við S- og A-ströndina. Hiti 10 til 17 stig, hlýjst syðra.Á föstudag:Hægviðri og skýjað með köflum, en útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með rigningu S- og V-til um kvöldið. Heldur hlýnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir hægan vind með vætu í flestum landshlutum, síst þó NA-til, en áfram milt veður. Veður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Allt lítur út fyrir að sólin ráði ríkjum á suðvesturhorninu í næstu viku og mun góða veðrið jafnvel teygja sig enn lengra inn í vikuna en gert var ráð fyrir í fyrstu. Hlé verður á úrkomu um stund og ef fram fer sem horfir mun ekki byrja aftur að rigna í landshlutanum fyrr en framundir næstu helgi. Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir í Facebook-færslu í kvöld að nú líti út fyrir að kalt og rakt loft yfir kuldapollinum úr Suður Grænlands-jökli sleppi takinu af Íslandi um sinn, og þess verði líklega ekki saknað. Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir spána endurspegla þetta. Eftir rigningu í nótt og fram eftir morgundeginum mega íbúar á suðvesturhorninu búast við sjaldséðri sjón sumarið 2018: nokkrum góðvirðisdögum í röð. „Það verður einhver smá væta á morgun en síðan á að létta til. Það gæti verið þokkalegt veður í vikunni, það átti að rigna á miðvikudaginn en nú er ekki víst að rigningin nái alveg inn. Veðrið gæti þannig orðið ágætt á miðvikudag og fimmtudag líka,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. „En svo fer að detta inn úrkoma um næstu helgi.“ Aðspurður segist Þorsteinn halda að dagurinn í dag hafi verið einn besti dagurinn í sumar, allavega í júlímánuði, þó að hann hafi ekki náð að skáka góðviðrisdeginum alræmda, 20. júní síðastliðnum. Ljóst er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu og í nærumhverfi þess nutu sín í rigningarhléi dagsins en margir tjáðu sig um veðrið á samfélagsmiðlum.Sólin er í suðurhlíðum Kársnes: https://t.co/vG4wmO2cyp pic.twitter.com/Clxr8G2JOs— Erlendur (@erlendur) July 14, 2018 Í fyrsta skiptið var svona "sólin búin að skína mikið" þungt loft inn í bíl. Geggjað !— Kristján Sigurðsson (@KristjanSigurd1) July 14, 2018 Allir niðri í bæ á svipinn eins og það sé sumardagurinn fyrsti.— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) July 14, 2018 Hér að neðan má svo sjá veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofunnar en íbúar á Norður- og Austurlandi mega búast við rigningu.Á mánudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og skýjað að mestu, dálítil væta á N- og A-landi, en léttir smám saman til fyrir sunnan og vestan. Bætir í rigningu á A-fjörðum um kvöldið. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á S-landi. Á þriðjudag:Hæg breytileg átt og léttskýjað S- og V-lands, en skýjað fyrir norðan og vestan og þokuloft eða súld úti við ströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast S-til.Á miðvikudag og fimmtudag:Hægir vindar og skýjað með köflum, en stöku síðdegisskúrir og þoku- eða súldarloft við S- og A-ströndina. Hiti 10 til 17 stig, hlýjst syðra.Á föstudag:Hægviðri og skýjað með köflum, en útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með rigningu S- og V-til um kvöldið. Heldur hlýnandi veður.Á laugardag:Útlit fyrir hægan vind með vætu í flestum landshlutum, síst þó NA-til, en áfram milt veður.
Veður Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira