Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 18:29 Frá störfum björgunarsveitarmanna á Hellisheiði í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í húsnæði sínu að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi. Það stendur ekki heldur verður tekið á móti veðurtepptum ferðalöngum á Selfossi. Fjöldahjálparstöðin að Eyrarvegi var opnuð nú klukkan 18 og eru allir velkomnir þangað sem þurfa. Búist er við því að stöðinni verði haldið opinni þangað til veðrinu slotar og vegir verða opnaðir aftur.Sjá einnig: Vegum lokað víða um land vegna veðurs Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir í samtali við Vísi að sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum séu mættir á Eyrarveg. Þar verður boðið upp á veitingar og fylgst náið með veðrinu. „Við verðum með kaffi og með því. Ef þetta heldur áfram alveg fram á kvöld bjóðum við upp á meiri mat, við þurfum bara að sjá hvernig veðrið þróast,“ segir Brynhildur. „Ef þetta verður áfram inn í nóttina þá erum við með bedda og slíkt.“Vegir lokaðir og veður fer versnandi Ekki höfðu enn fengist upplýsingar um hvort einhverjir hefðu leitað til fjöldahjálparstöðvarinnar nú á sjöunda tímanum í kvöld. Eins og áður sagði mun stöðin við Eyrarveg standa ferðalöngum opin þangað til veðrinu slotar. Búist er við því að veður fari versnandi víðsvegar á landinu eftir því sem líður á kvöldið. Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Biskupstungnabraut. Holtavörðuheiði, Fróðárheiði og veginum milli Markarfljóts og Jökulsárlóns hefur verið lokað, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Enn er þó opið um Suðurstrandarveg. Þá beinir lögregla sérstökum fyrirmælum til ökumanna vel búinna bifreiða. Í tilkynningu segir að töluvert hafi verið um að eigendur breyttra ökutækja reyni að komast leiðar sinnar, þrátt fyrir lokanir, en „láti síðan óánægju sína dynja á björgunarsveitarmönnum.“ Lögregla biður þessa ökumenn að virða lokanir og störf viðbragðsaðila. Veður Tengdar fréttir Vegum lokað víða um land vegna veðurs Veður er afar slæmt á landinu í dag og búist er við ofsaveðri á Suðausturlandi. Búið er að loka fyrir umferð um Hellisheiði, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og Lyngdalsheiði. 10. febrúar 2018 14:13 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í húsnæði sínu að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi. Það stendur ekki heldur verður tekið á móti veðurtepptum ferðalöngum á Selfossi. Fjöldahjálparstöðin að Eyrarvegi var opnuð nú klukkan 18 og eru allir velkomnir þangað sem þurfa. Búist er við því að stöðinni verði haldið opinni þangað til veðrinu slotar og vegir verða opnaðir aftur.Sjá einnig: Vegum lokað víða um land vegna veðurs Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir í samtali við Vísi að sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum séu mættir á Eyrarveg. Þar verður boðið upp á veitingar og fylgst náið með veðrinu. „Við verðum með kaffi og með því. Ef þetta heldur áfram alveg fram á kvöld bjóðum við upp á meiri mat, við þurfum bara að sjá hvernig veðrið þróast,“ segir Brynhildur. „Ef þetta verður áfram inn í nóttina þá erum við með bedda og slíkt.“Vegir lokaðir og veður fer versnandi Ekki höfðu enn fengist upplýsingar um hvort einhverjir hefðu leitað til fjöldahjálparstöðvarinnar nú á sjöunda tímanum í kvöld. Eins og áður sagði mun stöðin við Eyrarveg standa ferðalöngum opin þangað til veðrinu slotar. Búist er við því að veður fari versnandi víðsvegar á landinu eftir því sem líður á kvöldið. Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Biskupstungnabraut. Holtavörðuheiði, Fróðárheiði og veginum milli Markarfljóts og Jökulsárlóns hefur verið lokað, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Enn er þó opið um Suðurstrandarveg. Þá beinir lögregla sérstökum fyrirmælum til ökumanna vel búinna bifreiða. Í tilkynningu segir að töluvert hafi verið um að eigendur breyttra ökutækja reyni að komast leiðar sinnar, þrátt fyrir lokanir, en „láti síðan óánægju sína dynja á björgunarsveitarmönnum.“ Lögregla biður þessa ökumenn að virða lokanir og störf viðbragðsaðila.
Veður Tengdar fréttir Vegum lokað víða um land vegna veðurs Veður er afar slæmt á landinu í dag og búist er við ofsaveðri á Suðausturlandi. Búið er að loka fyrir umferð um Hellisheiði, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og Lyngdalsheiði. 10. febrúar 2018 14:13 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vegum lokað víða um land vegna veðurs Veður er afar slæmt á landinu í dag og búist er við ofsaveðri á Suðausturlandi. Búið er að loka fyrir umferð um Hellisheiði, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og Lyngdalsheiði. 10. febrúar 2018 14:13
Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45
Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39