Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 18:29 Frá störfum björgunarsveitarmanna á Hellisheiði í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í húsnæði sínu að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi. Það stendur ekki heldur verður tekið á móti veðurtepptum ferðalöngum á Selfossi. Fjöldahjálparstöðin að Eyrarvegi var opnuð nú klukkan 18 og eru allir velkomnir þangað sem þurfa. Búist er við því að stöðinni verði haldið opinni þangað til veðrinu slotar og vegir verða opnaðir aftur.Sjá einnig: Vegum lokað víða um land vegna veðurs Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir í samtali við Vísi að sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum séu mættir á Eyrarveg. Þar verður boðið upp á veitingar og fylgst náið með veðrinu. „Við verðum með kaffi og með því. Ef þetta heldur áfram alveg fram á kvöld bjóðum við upp á meiri mat, við þurfum bara að sjá hvernig veðrið þróast,“ segir Brynhildur. „Ef þetta verður áfram inn í nóttina þá erum við með bedda og slíkt.“Vegir lokaðir og veður fer versnandi Ekki höfðu enn fengist upplýsingar um hvort einhverjir hefðu leitað til fjöldahjálparstöðvarinnar nú á sjöunda tímanum í kvöld. Eins og áður sagði mun stöðin við Eyrarveg standa ferðalöngum opin þangað til veðrinu slotar. Búist er við því að veður fari versnandi víðsvegar á landinu eftir því sem líður á kvöldið. Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Biskupstungnabraut. Holtavörðuheiði, Fróðárheiði og veginum milli Markarfljóts og Jökulsárlóns hefur verið lokað, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Enn er þó opið um Suðurstrandarveg. Þá beinir lögregla sérstökum fyrirmælum til ökumanna vel búinna bifreiða. Í tilkynningu segir að töluvert hafi verið um að eigendur breyttra ökutækja reyni að komast leiðar sinnar, þrátt fyrir lokanir, en „láti síðan óánægju sína dynja á björgunarsveitarmönnum.“ Lögregla biður þessa ökumenn að virða lokanir og störf viðbragðsaðila. Veður Tengdar fréttir Vegum lokað víða um land vegna veðurs Veður er afar slæmt á landinu í dag og búist er við ofsaveðri á Suðausturlandi. Búið er að loka fyrir umferð um Hellisheiði, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og Lyngdalsheiði. 10. febrúar 2018 14:13 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í húsnæði sínu að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi. Það stendur ekki heldur verður tekið á móti veðurtepptum ferðalöngum á Selfossi. Fjöldahjálparstöðin að Eyrarvegi var opnuð nú klukkan 18 og eru allir velkomnir þangað sem þurfa. Búist er við því að stöðinni verði haldið opinni þangað til veðrinu slotar og vegir verða opnaðir aftur.Sjá einnig: Vegum lokað víða um land vegna veðurs Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir í samtali við Vísi að sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum séu mættir á Eyrarveg. Þar verður boðið upp á veitingar og fylgst náið með veðrinu. „Við verðum með kaffi og með því. Ef þetta heldur áfram alveg fram á kvöld bjóðum við upp á meiri mat, við þurfum bara að sjá hvernig veðrið þróast,“ segir Brynhildur. „Ef þetta verður áfram inn í nóttina þá erum við með bedda og slíkt.“Vegir lokaðir og veður fer versnandi Ekki höfðu enn fengist upplýsingar um hvort einhverjir hefðu leitað til fjöldahjálparstöðvarinnar nú á sjöunda tímanum í kvöld. Eins og áður sagði mun stöðin við Eyrarveg standa ferðalöngum opin þangað til veðrinu slotar. Búist er við því að veður fari versnandi víðsvegar á landinu eftir því sem líður á kvöldið. Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Biskupstungnabraut. Holtavörðuheiði, Fróðárheiði og veginum milli Markarfljóts og Jökulsárlóns hefur verið lokað, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Enn er þó opið um Suðurstrandarveg. Þá beinir lögregla sérstökum fyrirmælum til ökumanna vel búinna bifreiða. Í tilkynningu segir að töluvert hafi verið um að eigendur breyttra ökutækja reyni að komast leiðar sinnar, þrátt fyrir lokanir, en „láti síðan óánægju sína dynja á björgunarsveitarmönnum.“ Lögregla biður þessa ökumenn að virða lokanir og störf viðbragðsaðila.
Veður Tengdar fréttir Vegum lokað víða um land vegna veðurs Veður er afar slæmt á landinu í dag og búist er við ofsaveðri á Suðausturlandi. Búið er að loka fyrir umferð um Hellisheiði, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og Lyngdalsheiði. 10. febrúar 2018 14:13 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Vegum lokað víða um land vegna veðurs Veður er afar slæmt á landinu í dag og búist er við ofsaveðri á Suðausturlandi. Búið er að loka fyrir umferð um Hellisheiði, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og Lyngdalsheiði. 10. febrúar 2018 14:13
Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45
Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39