Versta veðrið verður á suðaustur og norðvestur hluta landsins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 08:52 Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs. VÍSIR/VILHELM Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar krappar lægðir eru við landið er veðrið fljótt að breytast ef staðsetning lægðarinnar víkur frá spáðum ferli og því mikilvægt að fylgjast með nýjustu veðurspám. Verst verður veðrið á suðaustur og norðvestur hluta landsins. Norðvestan rok en úrkomulítið suðaustanlands þegar líður á daginn, en stormur og stórhríð um landið norðvestanvert. Dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld. Í öðrum landshlutum verður hægari vindur. Talsverð ofankoma austan og norðanlands fram eftir degi, en síðan úrkomuminna. Má segja að í dag verði veðrið einna skást á höfuðborgarsvæðinu, en búast má við éljum um tíma eftir hádegi, heldur hvassara í nótt og á morgun og þéttari éljagangur, en dregur úr bæði vindi og éljum annað kvöld. Vægt frost verður víðast hvar á landinu um helgina, en um frostmark við austurströndina. Mikið er um laustan snjó og ekki þarf mikinn vindstyrk til að sá snjór sem fyrir er og sá sem mun falla um helgina ferðist um með lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum.Veðurhorfur á landinu í dag:Norðaustan hvassviðri eða stormur með talsverðri snjókomu um landið austanvert, en norðantil á landinu eftir hádegi og snýst í norðvestanátt. Norðvestan rok eða jafnvel ofsaveður suðaustanlands síðdegis og þurrt að mestu, en hvassviðri eða stormur um landið norðvestanvert og talsverð eða mikil snjókoma. Hægari vindur og él í öðrum landshlutum. Norðvestan 18-28 m/s á morgun, hvassast norðvestantil og suðaustanlands. Talsverð eða mikil snjókoma um landið norðvestanvert, en annars él. Hægari vindur og yfirleitt þurrt norðaustantil á landinu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld.Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á sunnudag:Norðvestan eða vestan hvassviðri eða stormur og jafnvel rok suðaustantil og norðvestantil á landinu. Víða skafrenningur og él, en talsverð eða mikil snjókoma um landið norðvestanvert. Fer að draga úr vindi og ofankomu síðdegis. Frost 0 til 8 stig.Á mánudag: Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en léttir til norðaustantil. Harðnandi frost, víða talsvert frost um kvöldið.Á þriðjudag: Útlit fyrir breytilega vindátt. Víða snjókoma eða él og minnkandi frost.Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag: Líkur á austlægri átt með dálitlum éljum. Frost 0 til 7 stig. Veður Tengdar fréttir Alvöru vetrarveður í kortunum: „Ekkert ferðaveður þessa helgi“ Það verður ekkert ferðaveður á landinu um helgina að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 9. febrúar 2018 10:39 Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. Óveðurslægð liggur nú rétt suðaustur af landinu og þokast hún norðaustur í fyrstu og síðan til norðvesturs samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar krappar lægðir eru við landið er veðrið fljótt að breytast ef staðsetning lægðarinnar víkur frá spáðum ferli og því mikilvægt að fylgjast með nýjustu veðurspám. Verst verður veðrið á suðaustur og norðvestur hluta landsins. Norðvestan rok en úrkomulítið suðaustanlands þegar líður á daginn, en stormur og stórhríð um landið norðvestanvert. Dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld. Í öðrum landshlutum verður hægari vindur. Talsverð ofankoma austan og norðanlands fram eftir degi, en síðan úrkomuminna. Má segja að í dag verði veðrið einna skást á höfuðborgarsvæðinu, en búast má við éljum um tíma eftir hádegi, heldur hvassara í nótt og á morgun og þéttari éljagangur, en dregur úr bæði vindi og éljum annað kvöld. Vægt frost verður víðast hvar á landinu um helgina, en um frostmark við austurströndina. Mikið er um laustan snjó og ekki þarf mikinn vindstyrk til að sá snjór sem fyrir er og sá sem mun falla um helgina ferðist um með lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum.Veðurhorfur á landinu í dag:Norðaustan hvassviðri eða stormur með talsverðri snjókomu um landið austanvert, en norðantil á landinu eftir hádegi og snýst í norðvestanátt. Norðvestan rok eða jafnvel ofsaveður suðaustanlands síðdegis og þurrt að mestu, en hvassviðri eða stormur um landið norðvestanvert og talsverð eða mikil snjókoma. Hægari vindur og él í öðrum landshlutum. Norðvestan 18-28 m/s á morgun, hvassast norðvestantil og suðaustanlands. Talsverð eða mikil snjókoma um landið norðvestanvert, en annars él. Hægari vindur og yfirleitt þurrt norðaustantil á landinu. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld.Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á sunnudag:Norðvestan eða vestan hvassviðri eða stormur og jafnvel rok suðaustantil og norðvestantil á landinu. Víða skafrenningur og él, en talsverð eða mikil snjókoma um landið norðvestanvert. Fer að draga úr vindi og ofankomu síðdegis. Frost 0 til 8 stig.Á mánudag: Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en léttir til norðaustantil. Harðnandi frost, víða talsvert frost um kvöldið.Á þriðjudag: Útlit fyrir breytilega vindátt. Víða snjókoma eða él og minnkandi frost.Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag: Líkur á austlægri átt með dálitlum éljum. Frost 0 til 7 stig.
Veður Tengdar fréttir Alvöru vetrarveður í kortunum: „Ekkert ferðaveður þessa helgi“ Það verður ekkert ferðaveður á landinu um helgina að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 9. febrúar 2018 10:39 Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Alvöru vetrarveður í kortunum: „Ekkert ferðaveður þessa helgi“ Það verður ekkert ferðaveður á landinu um helgina að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 9. febrúar 2018 10:39
Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið. 10. febrúar 2018 08:40