Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 14:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Rúmlega tvö þúsund bandarískir hermenn verða dregnir frá Sýrlandi og öllum landaðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams verður hætt samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Erlendir miðlar greinar frá ákvörðun Trump og vitna til embættismanna varnarmálaráðuneytisins. Reuters-fréttastofan segir að hún myndi stangast á við stefnu Jim Mattis, varnarmálaráðherra, um að Bandaríkin hafi áfram viðveru í Sýrlandi til að koma í veg fyrir að Ríki íslams nái að hasla sér völl þar aftur. Hryðjuverkamennirnir stefndu að því að stofna kalífadæmi á landsvæðum í Írak og Sýrlandi.Washington Post segir að Bandaríkjaher hafi enn ekki tekist að uppræta samtökin algerlega í miðju Sýrlandi. Hætta sé á að þau nái aftur fótfestu hverfi bandarískir hermenn þaðan. Ákvörðunin hafi verið tekin skyndilega í gær í skugga ágreinings við tyrknesk stjórnvöld. Tyrkir segja að kúrdískir bandamenn Bandaríkjahers séu hryðjuverkamenn og hafa heitið því að beita hervaldi gegn þeim. Trump forseti hefur ítrekað viljað draga herlið Bandaríkjanna frá átakasvæðum eins og Sýrlandi, Afganistan og Írak. Ráðgjöfum hans og yfirmönnum hersins hefur fram að þessu tekist að tala hann ofan af því. „Við höfum sigrað Ríki íslams í Sýrlandi, eina ástæða mín fyrir að vera þarna í Trump-forsetatíðinni,“ tísti Trump í dag inn á milli fullyrðinga um að Mexíkóar myndu greiða fyrir landamæramúr og ásakana um pólitískar ásakanir gegn sér vegna góðgerðasamtaka sem saksóknarar segja að hafi verið notuð ólöglega.We have defeated ISIS in Syria, my only reason for being there during the Trump Presidency.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 19, 2018 Kúvending á stefnu ríkisstjórnarinnar Ákvörðun Trump nú virðist alger kúvending á stefnu ríkisstjórnar hans. Brett McGurk, sérstakur fulltrúi forsetans í baráttunni gegn Ríki íslams, sagði á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í síðustu viku að bandarískir hermenn yrðu áfram í Sýrlandi eftir að Ríki íslams yrði lagt að velli þar til tryggt yrði að ósigur þess yrði varanlegur. Endalok hryðjuverkasamtakanna væru lengri tíma verkefni. „Enginn sem vinnur að þessum málefnum frá degi til dags er andvaralaus. Það er enginn að lýsa því yfir að sigur sé unninn. Að sigra kalífadæmið í núverandi mynd er eitt stig í mun lengri herferð,“ sagði McGurk 11. desember. Lindsay Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti áhrifamaður flokksins í utanríkismálum, segir að það yrðu risavaxin mistök í anda Baracks Obama fyrrverandi forseta að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ekki sé búið að sigra Ríki íslams í Sýrlandi eða Írak og allra síst Afganistan. Afturköllun herliðsins yrði hvatning fyrir Ríki íslams að safna aftur liði. „Donald Trump forseti hefur rétt fyrir sér að vilja að halda aftur af útþenslu Írans. Hins vegar að græfi það gríðarlega undan þeim tilraunum að draga herliðið okkar í Sýrlandi til baka og setti bandamenn okkar Kúrda í hættu,“ tísti Graham.Withdrawal of this small American force in Syria would be a huge Obama-like mistake. https://t.co/atsjHUyJlB— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) December 19, 2018 Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Sýrland Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Rúmlega tvö þúsund bandarískir hermenn verða dregnir frá Sýrlandi og öllum landaðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams verður hætt samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Erlendir miðlar greinar frá ákvörðun Trump og vitna til embættismanna varnarmálaráðuneytisins. Reuters-fréttastofan segir að hún myndi stangast á við stefnu Jim Mattis, varnarmálaráðherra, um að Bandaríkin hafi áfram viðveru í Sýrlandi til að koma í veg fyrir að Ríki íslams nái að hasla sér völl þar aftur. Hryðjuverkamennirnir stefndu að því að stofna kalífadæmi á landsvæðum í Írak og Sýrlandi.Washington Post segir að Bandaríkjaher hafi enn ekki tekist að uppræta samtökin algerlega í miðju Sýrlandi. Hætta sé á að þau nái aftur fótfestu hverfi bandarískir hermenn þaðan. Ákvörðunin hafi verið tekin skyndilega í gær í skugga ágreinings við tyrknesk stjórnvöld. Tyrkir segja að kúrdískir bandamenn Bandaríkjahers séu hryðjuverkamenn og hafa heitið því að beita hervaldi gegn þeim. Trump forseti hefur ítrekað viljað draga herlið Bandaríkjanna frá átakasvæðum eins og Sýrlandi, Afganistan og Írak. Ráðgjöfum hans og yfirmönnum hersins hefur fram að þessu tekist að tala hann ofan af því. „Við höfum sigrað Ríki íslams í Sýrlandi, eina ástæða mín fyrir að vera þarna í Trump-forsetatíðinni,“ tísti Trump í dag inn á milli fullyrðinga um að Mexíkóar myndu greiða fyrir landamæramúr og ásakana um pólitískar ásakanir gegn sér vegna góðgerðasamtaka sem saksóknarar segja að hafi verið notuð ólöglega.We have defeated ISIS in Syria, my only reason for being there during the Trump Presidency.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 19, 2018 Kúvending á stefnu ríkisstjórnarinnar Ákvörðun Trump nú virðist alger kúvending á stefnu ríkisstjórnar hans. Brett McGurk, sérstakur fulltrúi forsetans í baráttunni gegn Ríki íslams, sagði á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í síðustu viku að bandarískir hermenn yrðu áfram í Sýrlandi eftir að Ríki íslams yrði lagt að velli þar til tryggt yrði að ósigur þess yrði varanlegur. Endalok hryðjuverkasamtakanna væru lengri tíma verkefni. „Enginn sem vinnur að þessum málefnum frá degi til dags er andvaralaus. Það er enginn að lýsa því yfir að sigur sé unninn. Að sigra kalífadæmið í núverandi mynd er eitt stig í mun lengri herferð,“ sagði McGurk 11. desember. Lindsay Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana og einn helsti áhrifamaður flokksins í utanríkismálum, segir að það yrðu risavaxin mistök í anda Baracks Obama fyrrverandi forseta að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ekki sé búið að sigra Ríki íslams í Sýrlandi eða Írak og allra síst Afganistan. Afturköllun herliðsins yrði hvatning fyrir Ríki íslams að safna aftur liði. „Donald Trump forseti hefur rétt fyrir sér að vilja að halda aftur af útþenslu Írans. Hins vegar að græfi það gríðarlega undan þeim tilraunum að draga herliðið okkar í Sýrlandi til baka og setti bandamenn okkar Kúrda í hættu,“ tísti Graham.Withdrawal of this small American force in Syria would be a huge Obama-like mistake. https://t.co/atsjHUyJlB— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) December 19, 2018
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Sýrland Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent