Niðurrif á áætlun eftir tafir vegna kæru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2018 13:15 Það sem eftir stendur af Kárnsesskóla. Vísir/Vilhelm Niðurrif á Kársnesskóla í Kópavogi mun klárast í janúar og er á áætlun samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ. Í upphafi var áætlað að verklok yrðu 31. ágúst en kærumál tafði það að niðurrifið gæti hafist. Bæjarfulltrúinn fyrrverandi Ómar Stefánsson, vakti athygli á framgangi niðurrifsins í Facebook-hópnum Kársnesið okkar og fannst honum framkvæmdirnar ganga heldur hægt, miðað við í fyrstu var gert ráð fyrir að verkinu yrði lokið 31. ágúst samkvæmt útboði. Töluverðar umræður spunnust í kjölfarið í þræðinum um skólann og þótti mörgum sorglegt að sjá hinn 60 ár gamla skóla hverfa smátt og smátt þrátt fyrir að flestir þeirra sem lögðu orð í belg gerðu sér grein fyrir því að byggingin hafi verið orðin óheilsusamleg sökum raka og myglu.Stórvirkar vinnuvélar munu sjá um að rífa það sem eftir er.Vísir/VilhelmÁstæðan fyrir töfunum er sú að útboð Kópavogsbæjar vegna niðurrifs skólans var kært en fyrirtækið sem átti næstlægsta tilboðið í niðurrifið taldi tilboð fyrirtækisins sem átti lægsta tilboðið ógilt þar sem tiltekin gögn hafi ekki fylgt með tilboðinu.„Meðan það var að ganga í gegnum kerfið var ekkert hægt að gera þannig að niðurrifið hófst í haust þegar niðurstaða í kærumálinu lá fyrir,“ segir Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar í samtali við Vísi.Hafist var handa í október við að rífa skólann. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í dag virðist töluverð vinna vera eftir en Sigríður Björg segir þó að tímafrekustu vinnunni sé lokið.„Skelin stendur en það sem er búið að gera og er langseinlegast er að taka allt innvolsið og flokka það. Svo verður skelin tekin með stórvirkum vinnuvélum,“ segir Sigríður Björg sem gerir ráð fyrir að verkið klárist í janúar.Hönnun á nýjum skóla og leikskóla á skólalóðinni stendur nú yfir og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið í sumar. Þegar hönnuninn liggur fyrir verða framkvæmdir á nýjum byggingum boðnar út. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42 Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Niðurrif á Kársnesskóla í Kópavogi mun klárast í janúar og er á áætlun samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ. Í upphafi var áætlað að verklok yrðu 31. ágúst en kærumál tafði það að niðurrifið gæti hafist. Bæjarfulltrúinn fyrrverandi Ómar Stefánsson, vakti athygli á framgangi niðurrifsins í Facebook-hópnum Kársnesið okkar og fannst honum framkvæmdirnar ganga heldur hægt, miðað við í fyrstu var gert ráð fyrir að verkinu yrði lokið 31. ágúst samkvæmt útboði. Töluverðar umræður spunnust í kjölfarið í þræðinum um skólann og þótti mörgum sorglegt að sjá hinn 60 ár gamla skóla hverfa smátt og smátt þrátt fyrir að flestir þeirra sem lögðu orð í belg gerðu sér grein fyrir því að byggingin hafi verið orðin óheilsusamleg sökum raka og myglu.Stórvirkar vinnuvélar munu sjá um að rífa það sem eftir er.Vísir/VilhelmÁstæðan fyrir töfunum er sú að útboð Kópavogsbæjar vegna niðurrifs skólans var kært en fyrirtækið sem átti næstlægsta tilboðið í niðurrifið taldi tilboð fyrirtækisins sem átti lægsta tilboðið ógilt þar sem tiltekin gögn hafi ekki fylgt með tilboðinu.„Meðan það var að ganga í gegnum kerfið var ekkert hægt að gera þannig að niðurrifið hófst í haust þegar niðurstaða í kærumálinu lá fyrir,“ segir Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar í samtali við Vísi.Hafist var handa í október við að rífa skólann. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í dag virðist töluverð vinna vera eftir en Sigríður Björg segir þó að tímafrekustu vinnunni sé lokið.„Skelin stendur en það sem er búið að gera og er langseinlegast er að taka allt innvolsið og flokka það. Svo verður skelin tekin með stórvirkum vinnuvélum,“ segir Sigríður Björg sem gerir ráð fyrir að verkið klárist í janúar.Hönnun á nýjum skóla og leikskóla á skólalóðinni stendur nú yfir og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið í sumar. Þegar hönnuninn liggur fyrir verða framkvæmdir á nýjum byggingum boðnar út.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42 Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Mygla í tveimur nýuppgerðum stofum og skólanum lokað Verið er að setja upp kennslutöflu, skjávarpa og annan kennslubúnað í matsal vestast á skólalóð Kársnesskóla. 21. apríl 2017 15:42
Útbúa kennslustofur í bæjarstjórnarsal Kópavogs vegna rakaskemmda Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa í samráði við skólastjórnendur í Kársnesskóla ákveðið að flytja nemendur úr vesturálmu hússins á meðan á viðgerð vegna rakaskemmda í byggingu skólans stendur yfir. 22. febrúar 2017 20:28