Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 76-101 │Grindavík rúllaði yfir ÍR Árni Jóhannsson í Hertz hellinum í Seljaskóla skrifar 19. desember 2018 22:00 Borche Ilievski þjálfar lið ÍR vísir/daníel Þó að ÍR hafi virst vera í góðum gír í upphitun fyrir leik kvöldsins á móti Grindavík í 11. umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik þá var sá gír ansi ryðgaður þegar leikurinn hófst. Gestirnir úr Grindavík skoruðu fyrstu 12 stig leiksins og settu tóninn fyrir það sem koma skildi í kvöld. ÍR-ingar löguðu stöðuna aðeins í lok fyrsta leikhluta en töpuðu svo öðrum leikhluta 13-30 og þar með var eí raun og veru ekki aftur snúið fyrir ÍR. Staðan í hálfleik 35-59. ÍR-ingar byrjuðu þriðja leikhluta af fínum krafti en um leið og Grindvíkingar fundu neistann aftur á báðum endum vallarins þá voru úrslitin ráðin og þó að ÍR hafi reynt ýmislegt til að komast aftur inn í leikinn þá áttu Grindvíkingar alltaf svör við þeim aðgerðum. Lokastaðan 76-101 og Grindvíkingar fara glaðir í jólafrí með 10 stig á töflunni.Afhverju vann Grindavík?Grindvíkingar mættu tilbúnir til leiks frá fyrstu mínútu á meðan heimamenn virkuðu þreyttir og áhugalausir í sínum leik. Þeir voru fljótir að setja hökuna í bringuna á meðan Grindvíkingar léku nánast við hvern sinn fingur og stóðu sig virkilega vel á báðum endum vallarins. Hittni Grindvíkinga var flott úr þriggja stig skotum sérstaklega en 14 af 30 skotum þeirra rötuðu rétta leið og varnarleikurinn góður sem skilaði þeim 20 stigum úr hraðaupphlaupum á móti þremur stigum heimamanna úr sömu aðstæðum.Bestu menn vallarins?Grindvíkingar fengu mikið og gott framlag frá mörgum mönnum í kvöld og skoruðu t.d. allir byrjunarliðsmenn þeirra 10 stig eða meira. Fremstur meðal jafningja var Lewis Clinch sem skoraði 27 stig og Sigtryggur Arnar Björnsson skilaði 19 stigum. Þá skoraði Tiegbe Bamba 18 stig ásamt því að sækja 14 fráköst sem verður að teljast ansi góð tvenna.Tölfræði sem vakti athygli.Staðan var aðeins einu sinni jöfn í leiknum en það var í stöðunni 0-0. Grindvíkingar náðu forskotinu strax og létu það ekki af hendi í eina sekúndu í leiknum og náðu mest 27 stiga forskoti.Hvað næst?Nú er komið jólafrí í Dominos deild karla í körfuknattleik. ÍR og Grindavík hafa sætaskipti en bæði lið voru með átta stig fyrir leikinn í kvöld. Grindavík er komið með 10 stig og eru í ansi góðri stöðu í innbyrðis viðureign liðanna ef það þarf til að skera úr um sætaröðun í mars. Borce Ilievski: Við þurfum fleiri leikmenn„Það gerðist náttúrlega ekki neitt hjá okkur í þessum leik“, sagði, hálfpartinn hlægjandi, Borce Ilievski eftir að liðið hans tapaði stórt á móti Grindavík fyrr í kvöld. „Það er erfitt að vera án leikstjórnenda, sem er ekki afsökun, við erum án Matthíasar, Daða ásamt því að Hákon hefur verið veikur í vikunni og æft mjög lítið. Þannig að við byrjuðum leikinn án leikstjórnanda sem að sýndi sig þar sem skipulagið var nánast ekki neitt. Hákon kom síðan inn í leikinn og var ekki tilbúinn þó að hann hafi sýnt góðan leik í seinni hálfleik þegar leikurinn var í raun og veru búinn“. „Við þurfum augljóslega fleiri leikmenn til að hafa tilbúna en sumir leikmenn eru að spila 35 mínútur að meðaltali og eru örþreyttir og geta ekki klárað leiki eins og sást á móti Njarðvík og KR sem voru jafnir. Í dag áttum við ekki einu sinni möguleika á því að gera þetta að alvöru leik enda eru menn mjög þreyttir. Justin Martin var svo meiddur og æfði ekki neitt eftir KR leikinn“. „Ég er ekki að búa til afsakanrir en þetta er raunveruleikinn okkar. Munum við bregðast við þessu þegar glugginn opnar? Ætlum við að bæta við leikmönnum? Það er stjórnarinnar að ákveða það því ef við gerum það ekki þá verður restin af tímabilinu mjög erfið“. Borce var síðan spurður að því hvort það væri eitthvað jákvætt sem hægt væri að taka út úr leik hans manna í kvöld og var svarið við þeirri spurningu neikvætt. Hann mundi þó eftir því að óska öllum gleðilegra jóla. „Ég var að skoða tölfræðiskýrsluna og ætli ég geti ekki bent á það að við töpuðum ekki frákastabaráttunni. Mér sýndist það ekki í rauntíma að við værum að berjast svona mikið en við tókum fleiri fráköst en þeir. Á köflum sýndum við að við gætum spilað góðan bolta en við vorum langt frá okkar besta í kvöld“. „Ég sé ekkert jákvætt út úr þessum leik og verð eiginlega að vera neikvæður en gleðileg jól“. Jóhann Ólafsson: Deildin aldrei verið betriÞjálfari Grindvíkinga var ekki í vafa um afhverju Grindavík vann ÍR í kvöld. „Við vorum miklu betri frá fyrstu mínútu. Við byrjuðum mjög vel en svo kom smá niðurkafli hjá okkur síðustu fimm mínúturnar í fyrsta leikhluta en fyrir utan það vorum við töluvert betri. Það var mikill kraftur í okkar leik á báðum endum vallarins, við hittum vel og þetta var bara geggjuð frammistaða“. „Við vorum bara hörkugóðir í kvöld og ekkert sem kom okkur á óvart í þeirra leik. Þeir reyndu hvað þeir gátu, sendu á okkur allskonar varnarafbrigði sem við leystum mjög vel úr og ég er mjög ánægður með hvernig við leystum úr þeim. Þetta var kannski ekki skipulagður og fallegur körfubolti í seinni en þetta var bara fantagóð frammistaða hjá okkur. Við settum tóninn í fyrri hálfleik og rifum úr þeim tennurnar“, sagði Jóhann þegar hann var spurður að því hvort hann hafi búist við ÍR-ingum betri í kvöld. Hann var svo spurður út í tímabilið í heild en byrjunin var kannski ekki eins og góð og Grindvíkingar vildu en eftir mannabreytingar þá virðast þeir vera komnir með hörkulið. „Mannabreytingar og allt það en við höfum líka verið í jöfnum leikjum þar sem við höfum endað öfugu megin við línuna. Þetta er líka bara fanta deild og miklu betri en hún hefur verið undanfarin ár. Þetta er fjórða árið mitt í þjálfun og ég hef aldrei séð deildina betri sem er bara gaman og þetta er áskorun í hverri viku“. Dominos-deild karla
Þó að ÍR hafi virst vera í góðum gír í upphitun fyrir leik kvöldsins á móti Grindavík í 11. umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik þá var sá gír ansi ryðgaður þegar leikurinn hófst. Gestirnir úr Grindavík skoruðu fyrstu 12 stig leiksins og settu tóninn fyrir það sem koma skildi í kvöld. ÍR-ingar löguðu stöðuna aðeins í lok fyrsta leikhluta en töpuðu svo öðrum leikhluta 13-30 og þar með var eí raun og veru ekki aftur snúið fyrir ÍR. Staðan í hálfleik 35-59. ÍR-ingar byrjuðu þriðja leikhluta af fínum krafti en um leið og Grindvíkingar fundu neistann aftur á báðum endum vallarins þá voru úrslitin ráðin og þó að ÍR hafi reynt ýmislegt til að komast aftur inn í leikinn þá áttu Grindvíkingar alltaf svör við þeim aðgerðum. Lokastaðan 76-101 og Grindvíkingar fara glaðir í jólafrí með 10 stig á töflunni.Afhverju vann Grindavík?Grindvíkingar mættu tilbúnir til leiks frá fyrstu mínútu á meðan heimamenn virkuðu þreyttir og áhugalausir í sínum leik. Þeir voru fljótir að setja hökuna í bringuna á meðan Grindvíkingar léku nánast við hvern sinn fingur og stóðu sig virkilega vel á báðum endum vallarins. Hittni Grindvíkinga var flott úr þriggja stig skotum sérstaklega en 14 af 30 skotum þeirra rötuðu rétta leið og varnarleikurinn góður sem skilaði þeim 20 stigum úr hraðaupphlaupum á móti þremur stigum heimamanna úr sömu aðstæðum.Bestu menn vallarins?Grindvíkingar fengu mikið og gott framlag frá mörgum mönnum í kvöld og skoruðu t.d. allir byrjunarliðsmenn þeirra 10 stig eða meira. Fremstur meðal jafningja var Lewis Clinch sem skoraði 27 stig og Sigtryggur Arnar Björnsson skilaði 19 stigum. Þá skoraði Tiegbe Bamba 18 stig ásamt því að sækja 14 fráköst sem verður að teljast ansi góð tvenna.Tölfræði sem vakti athygli.Staðan var aðeins einu sinni jöfn í leiknum en það var í stöðunni 0-0. Grindvíkingar náðu forskotinu strax og létu það ekki af hendi í eina sekúndu í leiknum og náðu mest 27 stiga forskoti.Hvað næst?Nú er komið jólafrí í Dominos deild karla í körfuknattleik. ÍR og Grindavík hafa sætaskipti en bæði lið voru með átta stig fyrir leikinn í kvöld. Grindavík er komið með 10 stig og eru í ansi góðri stöðu í innbyrðis viðureign liðanna ef það þarf til að skera úr um sætaröðun í mars. Borce Ilievski: Við þurfum fleiri leikmenn„Það gerðist náttúrlega ekki neitt hjá okkur í þessum leik“, sagði, hálfpartinn hlægjandi, Borce Ilievski eftir að liðið hans tapaði stórt á móti Grindavík fyrr í kvöld. „Það er erfitt að vera án leikstjórnenda, sem er ekki afsökun, við erum án Matthíasar, Daða ásamt því að Hákon hefur verið veikur í vikunni og æft mjög lítið. Þannig að við byrjuðum leikinn án leikstjórnanda sem að sýndi sig þar sem skipulagið var nánast ekki neitt. Hákon kom síðan inn í leikinn og var ekki tilbúinn þó að hann hafi sýnt góðan leik í seinni hálfleik þegar leikurinn var í raun og veru búinn“. „Við þurfum augljóslega fleiri leikmenn til að hafa tilbúna en sumir leikmenn eru að spila 35 mínútur að meðaltali og eru örþreyttir og geta ekki klárað leiki eins og sást á móti Njarðvík og KR sem voru jafnir. Í dag áttum við ekki einu sinni möguleika á því að gera þetta að alvöru leik enda eru menn mjög þreyttir. Justin Martin var svo meiddur og æfði ekki neitt eftir KR leikinn“. „Ég er ekki að búa til afsakanrir en þetta er raunveruleikinn okkar. Munum við bregðast við þessu þegar glugginn opnar? Ætlum við að bæta við leikmönnum? Það er stjórnarinnar að ákveða það því ef við gerum það ekki þá verður restin af tímabilinu mjög erfið“. Borce var síðan spurður að því hvort það væri eitthvað jákvætt sem hægt væri að taka út úr leik hans manna í kvöld og var svarið við þeirri spurningu neikvætt. Hann mundi þó eftir því að óska öllum gleðilegra jóla. „Ég var að skoða tölfræðiskýrsluna og ætli ég geti ekki bent á það að við töpuðum ekki frákastabaráttunni. Mér sýndist það ekki í rauntíma að við værum að berjast svona mikið en við tókum fleiri fráköst en þeir. Á köflum sýndum við að við gætum spilað góðan bolta en við vorum langt frá okkar besta í kvöld“. „Ég sé ekkert jákvætt út úr þessum leik og verð eiginlega að vera neikvæður en gleðileg jól“. Jóhann Ólafsson: Deildin aldrei verið betriÞjálfari Grindvíkinga var ekki í vafa um afhverju Grindavík vann ÍR í kvöld. „Við vorum miklu betri frá fyrstu mínútu. Við byrjuðum mjög vel en svo kom smá niðurkafli hjá okkur síðustu fimm mínúturnar í fyrsta leikhluta en fyrir utan það vorum við töluvert betri. Það var mikill kraftur í okkar leik á báðum endum vallarins, við hittum vel og þetta var bara geggjuð frammistaða“. „Við vorum bara hörkugóðir í kvöld og ekkert sem kom okkur á óvart í þeirra leik. Þeir reyndu hvað þeir gátu, sendu á okkur allskonar varnarafbrigði sem við leystum mjög vel úr og ég er mjög ánægður með hvernig við leystum úr þeim. Þetta var kannski ekki skipulagður og fallegur körfubolti í seinni en þetta var bara fantagóð frammistaða hjá okkur. Við settum tóninn í fyrri hálfleik og rifum úr þeim tennurnar“, sagði Jóhann þegar hann var spurður að því hvort hann hafi búist við ÍR-ingum betri í kvöld. Hann var svo spurður út í tímabilið í heild en byrjunin var kannski ekki eins og góð og Grindvíkingar vildu en eftir mannabreytingar þá virðast þeir vera komnir með hörkulið. „Mannabreytingar og allt það en við höfum líka verið í jöfnum leikjum þar sem við höfum endað öfugu megin við línuna. Þetta er líka bara fanta deild og miklu betri en hún hefur verið undanfarin ár. Þetta er fjórða árið mitt í þjálfun og ég hef aldrei séð deildina betri sem er bara gaman og þetta er áskorun í hverri viku“.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti