Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2018 12:44 Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar,. Vísir/Völundur Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. Fundur í samninganefnd Eflingar í kvöld ræður úrslitum um hvort samninganefnd Starfsgreinasambandsins klofnar. Tillaga formanna Eflingar, Drífandi í Vestmannaeyjum, Framsýnar á Húsavík, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur um að vísa kjaradeilu félaga innan Starfsgreinasambandsins nú þegar til Ríkissáttasemjara var felld í sameiginlegri samninganefnd félaga sambandsins á föstudag. Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar telur líklegt að samþykkt verði á fundi samninganefndar Eflingar í kvöld að félagið kljúfi sig frá samninganefnd Starfsgreinasambandins. „Við verðum að bíða og sjá til. Fundurinn er í kvöld og þau eru búin að liggja yfir þessu síðustu daga hvað þau ætla að gera greinilega,” segir Aðalsteinn. Hann hafi sjálfur verið talsmaður þess að félögin innan Starfsgreinasambandsins ynnu öll saman.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. FBL/ANTON BRINK„Og auðvitað finnst mér sárt að þetta skuli þurfa að brotna aftur í tvo hópa. En vissulega er mikill áherslumunur innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig að kannski er þetta eitthvað sem er óumflýjanlegt en ég vona ekki,” segir Aðalsteinn. Ríkur vilji hefur verið meðal forystufólks Eflingar að sameinast við samningaborðið með VR en félögin eru lang fjölmennustu verkalýðsfélög landsins. Þau hafa hins vegar aldrei farið fram saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Mér fyndist það ekkert ólíklegt ef mál þróast svona. Það verði þá búin til mjög stórt bandalag Eflingar og VR og einhverra félaga sem færu þá með þeim. Það yrði náttúrlega gríðarlega öflugt bandalag og sterkt,” segir Aðalsteinn. Það sé hins vegar erfitt að segja hvort öll félögin sjö sem vildu vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara færu með Eflingu í slíkt bandalag en vissulega væri verið að skoða þá möguleika. Málin skýrðust betur í kvöld. Þessi sjö félög hafi viljað segja upp kjarasamningum í febrúar þegar samningsforsendur hafi verið brostnar en orðið undir. Aðalsteinn dregur enga fjöður yfir að með því að vísa kjaradeilunni strax til Ríkissáttasemjara geti félögin fljótlega farið að hóta aðgerðum. Það þurfi að hraða samningaferlinu undir verkstjórn Ríkissáttasemjara þannig að nýir samningar taki sem fyrst gildi. „Það er hluti af þessu, að visa núna og reyna að klára viðræðurnar og ef ekki stefna þá í átök eftir áramótin. En þetta tefst allt verulega með því að visa ekki núna.”Þannig að menn bíða svolítið eftir Eflingu í kvöld? „Já, menn bíða eftir niðurstöðu kvöldsins,” segir Aðalsteinn Baldursson. Kjaramál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. Fundur í samninganefnd Eflingar í kvöld ræður úrslitum um hvort samninganefnd Starfsgreinasambandsins klofnar. Tillaga formanna Eflingar, Drífandi í Vestmannaeyjum, Framsýnar á Húsavík, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur um að vísa kjaradeilu félaga innan Starfsgreinasambandsins nú þegar til Ríkissáttasemjara var felld í sameiginlegri samninganefnd félaga sambandsins á föstudag. Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar telur líklegt að samþykkt verði á fundi samninganefndar Eflingar í kvöld að félagið kljúfi sig frá samninganefnd Starfsgreinasambandins. „Við verðum að bíða og sjá til. Fundurinn er í kvöld og þau eru búin að liggja yfir þessu síðustu daga hvað þau ætla að gera greinilega,” segir Aðalsteinn. Hann hafi sjálfur verið talsmaður þess að félögin innan Starfsgreinasambandsins ynnu öll saman.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. FBL/ANTON BRINK„Og auðvitað finnst mér sárt að þetta skuli þurfa að brotna aftur í tvo hópa. En vissulega er mikill áherslumunur innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig að kannski er þetta eitthvað sem er óumflýjanlegt en ég vona ekki,” segir Aðalsteinn. Ríkur vilji hefur verið meðal forystufólks Eflingar að sameinast við samningaborðið með VR en félögin eru lang fjölmennustu verkalýðsfélög landsins. Þau hafa hins vegar aldrei farið fram saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Mér fyndist það ekkert ólíklegt ef mál þróast svona. Það verði þá búin til mjög stórt bandalag Eflingar og VR og einhverra félaga sem færu þá með þeim. Það yrði náttúrlega gríðarlega öflugt bandalag og sterkt,” segir Aðalsteinn. Það sé hins vegar erfitt að segja hvort öll félögin sjö sem vildu vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara færu með Eflingu í slíkt bandalag en vissulega væri verið að skoða þá möguleika. Málin skýrðust betur í kvöld. Þessi sjö félög hafi viljað segja upp kjarasamningum í febrúar þegar samningsforsendur hafi verið brostnar en orðið undir. Aðalsteinn dregur enga fjöður yfir að með því að vísa kjaradeilunni strax til Ríkissáttasemjara geti félögin fljótlega farið að hóta aðgerðum. Það þurfi að hraða samningaferlinu undir verkstjórn Ríkissáttasemjara þannig að nýir samningar taki sem fyrst gildi. „Það er hluti af þessu, að visa núna og reyna að klára viðræðurnar og ef ekki stefna þá í átök eftir áramótin. En þetta tefst allt verulega með því að visa ekki núna.”Þannig að menn bíða svolítið eftir Eflingu í kvöld? „Já, menn bíða eftir niðurstöðu kvöldsins,” segir Aðalsteinn Baldursson.
Kjaramál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira