Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2018 10:48 Sigrún Helga Lund. Vísir/Vilhelm Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns í hennar garð. Sigrún greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hún segir í samtali við Vísi að enn hafi ekkert heyrst frá Háskóla Íslands eða rektor, Jóni Atla Benediktssyni, vegna málsins. Sigrún segist hafa lýst yfir áhyggjum af „erfiðum samskiptum og kynferðislegu háttalagi“ af hendi yfirmanns í sinn garð í starfsmannaviðtali árið 2016. Hún segir engin viðbrögð hafa fylgt þeirri kvörtun og ástandið í kjölfarið versnað ört. Sigrún segir svo í samtali við Vísi að í janúar 2017 hafi upp úr soðið í samskiptum hennar við manninn. „[…] og þegar það var loks orðið óbærilegt svaraði ég fyrir mig og löðrungaði yfirmanninn. Þá fyrst brást Háskólinn við en á allt annan máta en mig óraði fyrir.“ Sigrún segist í færslunni hafa sett fram margvísleg sönnunargögn um alvarlegt andlegt ofbeldi og einelti af hálfu yfirmannsins en engin tilraun hafi verið gerð til að rannsaka málið innan háskólans. Hún hafi í kjölfarið verið rekin af vinnustaðnum og skipað að fara í veikindaleyfi. „Þegar ég neitaði að hlýða var mér hótað áminningu sem HÍ neyddist þó til að láta niður falla enda málið allt á sandi byggt.“Sigrún segist hafa óskað eftir því að vera færð til á vinnustaðnum eftir að dómur siðanefndar féll, þar sem skrifstofa mannsins var á sama gangi og skrifstofa hennar, en ekki var orðið við þeirri ósk.Hún segist að lokum hafa safnað nægilegum styrk til að kæra málið til siðanefndar Háskóla Íslands sem kvað upp dóm í júlí síðastliðnum. Að sögn Sigrúnar staðfesti dómurinn að umræddur yfirmaður hafi brotið þrjár greinar siðareglna, þar með talda jafnræðisreglu sem m.a. snýr að banni við hvers kyns mismunun á grundvelli kyns. Hún hafi því unnið málið. Sigrún segir málið því næst hafa ratað á borð rektors og fékk hún fregnir af því að hann hefði fundað með siðanefnd. Rektor hafi hins vegar aldrei sett sig í samband við hana vegna málsins. Sigrún segist ekki geta sætt sig við ástandið, sem hafi gert vinnuumhverfið óbærilegt, og hefur hún því ákveðið að segja upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. „En aldrei heyrðist neitt. Nú er nær hálft ár liðið síðan dómur féll, ekki stakt orð borist frá rektor og allt ástand óbreytt - ef ekki verra. Nú er svo komið að ég get ekki hugsað mér að hefja enn annað starfsár á sama vinnustað. Ég segi því hér með upp starfi mínu sem prófessor í líftölfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.“Þurfti sjálf að standa straum af lögfræðikostnaði Sigrún ítrekar í samtali við Vísi að stjórnendur hafi ekkert brugðist við eftir að hún tilkynnti fyrst um hegðun mannsins árið 2016. Það var ekki fyrr en hún svaraði fyrir sig og löðrungaði hann í janúar árið 2017 að brugðist var við af mikilli hörku en eins og áður segir var málið að lokum látið niður falla. „En þá spyr ég, á ekki að rannska hitt, allan undanfarann? Þá kærum við málið fyrir siðanefnd, það þurfti ég allt að knýja sjálf og fékk enga aðstoð og greiddi allan lögfræðikostnað sjálf.“ Maðurinn á næstu skrifstofu Sigrún segir að eftir að dómur siðanefndar féll hafi hún til að mynda óskað eftir því við stjórnendur að hún yrði færð til á vinnustaðnum, þar sem skrifstofa hennar var við hliðina á skrifstofu umrædds manns, en ekki var komið til móts við þær óskir. „Eins og staðan er núna var gert ráð fyrir að ég væri í skrifstofu við hliðina á þessum manni, á sama gangi. Hann er ekki lengur yfirmaður minn, ég sagði mig úr því sem hann var involveraður í, en það er áfram gert ráð fyrir að ég sitji þarna í skrifstofunni við hliðina á honum.“ Algjör þögn úr herbúðum háskólans Þá segir hún aðspurð engin viðbrögð hafa fengið enn frá Háskóla Íslands eða rektor en hún sendi skólanum uppsagnarbréf sitt í morgun, áður en hún birti færsluna. „Hann [rektor] hefur enn ekki sagt orð við mig og enga tilraun gert til að hafa samband. Ég veit líka að hann hefur fengið ábendingar um að ég sé að bíða eftir því að heyra frá honum, en það er samt algjör þögn.“ Viðbrögðin við færslunni hafa að sögn Sigrúnar þó verið ótrúlega góð en hún hafði búið sig undir mikil átök eftir að hún réðst í birtingu í morgun. „Maður var alveg titrandi og einhvern veginn bjóst við því að þurfa að verja sig, en svo hef ég fengið svo mikinn stuðning úr öllum áttum.“ Fréttastofa hefur óskað eftir viðbrögðum frá Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands vegna málsins.Fréttin hefur verið uppfærð. MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns í hennar garð. Sigrún greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hún segir í samtali við Vísi að enn hafi ekkert heyrst frá Háskóla Íslands eða rektor, Jóni Atla Benediktssyni, vegna málsins. Sigrún segist hafa lýst yfir áhyggjum af „erfiðum samskiptum og kynferðislegu háttalagi“ af hendi yfirmanns í sinn garð í starfsmannaviðtali árið 2016. Hún segir engin viðbrögð hafa fylgt þeirri kvörtun og ástandið í kjölfarið versnað ört. Sigrún segir svo í samtali við Vísi að í janúar 2017 hafi upp úr soðið í samskiptum hennar við manninn. „[…] og þegar það var loks orðið óbærilegt svaraði ég fyrir mig og löðrungaði yfirmanninn. Þá fyrst brást Háskólinn við en á allt annan máta en mig óraði fyrir.“ Sigrún segist í færslunni hafa sett fram margvísleg sönnunargögn um alvarlegt andlegt ofbeldi og einelti af hálfu yfirmannsins en engin tilraun hafi verið gerð til að rannsaka málið innan háskólans. Hún hafi í kjölfarið verið rekin af vinnustaðnum og skipað að fara í veikindaleyfi. „Þegar ég neitaði að hlýða var mér hótað áminningu sem HÍ neyddist þó til að láta niður falla enda málið allt á sandi byggt.“Sigrún segist hafa óskað eftir því að vera færð til á vinnustaðnum eftir að dómur siðanefndar féll, þar sem skrifstofa mannsins var á sama gangi og skrifstofa hennar, en ekki var orðið við þeirri ósk.Hún segist að lokum hafa safnað nægilegum styrk til að kæra málið til siðanefndar Háskóla Íslands sem kvað upp dóm í júlí síðastliðnum. Að sögn Sigrúnar staðfesti dómurinn að umræddur yfirmaður hafi brotið þrjár greinar siðareglna, þar með talda jafnræðisreglu sem m.a. snýr að banni við hvers kyns mismunun á grundvelli kyns. Hún hafi því unnið málið. Sigrún segir málið því næst hafa ratað á borð rektors og fékk hún fregnir af því að hann hefði fundað með siðanefnd. Rektor hafi hins vegar aldrei sett sig í samband við hana vegna málsins. Sigrún segist ekki geta sætt sig við ástandið, sem hafi gert vinnuumhverfið óbærilegt, og hefur hún því ákveðið að segja upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. „En aldrei heyrðist neitt. Nú er nær hálft ár liðið síðan dómur féll, ekki stakt orð borist frá rektor og allt ástand óbreytt - ef ekki verra. Nú er svo komið að ég get ekki hugsað mér að hefja enn annað starfsár á sama vinnustað. Ég segi því hér með upp starfi mínu sem prófessor í líftölfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.“Þurfti sjálf að standa straum af lögfræðikostnaði Sigrún ítrekar í samtali við Vísi að stjórnendur hafi ekkert brugðist við eftir að hún tilkynnti fyrst um hegðun mannsins árið 2016. Það var ekki fyrr en hún svaraði fyrir sig og löðrungaði hann í janúar árið 2017 að brugðist var við af mikilli hörku en eins og áður segir var málið að lokum látið niður falla. „En þá spyr ég, á ekki að rannska hitt, allan undanfarann? Þá kærum við málið fyrir siðanefnd, það þurfti ég allt að knýja sjálf og fékk enga aðstoð og greiddi allan lögfræðikostnað sjálf.“ Maðurinn á næstu skrifstofu Sigrún segir að eftir að dómur siðanefndar féll hafi hún til að mynda óskað eftir því við stjórnendur að hún yrði færð til á vinnustaðnum, þar sem skrifstofa hennar var við hliðina á skrifstofu umrædds manns, en ekki var komið til móts við þær óskir. „Eins og staðan er núna var gert ráð fyrir að ég væri í skrifstofu við hliðina á þessum manni, á sama gangi. Hann er ekki lengur yfirmaður minn, ég sagði mig úr því sem hann var involveraður í, en það er áfram gert ráð fyrir að ég sitji þarna í skrifstofunni við hliðina á honum.“ Algjör þögn úr herbúðum háskólans Þá segir hún aðspurð engin viðbrögð hafa fengið enn frá Háskóla Íslands eða rektor en hún sendi skólanum uppsagnarbréf sitt í morgun, áður en hún birti færsluna. „Hann [rektor] hefur enn ekki sagt orð við mig og enga tilraun gert til að hafa samband. Ég veit líka að hann hefur fengið ábendingar um að ég sé að bíða eftir því að heyra frá honum, en það er samt algjör þögn.“ Viðbrögðin við færslunni hafa að sögn Sigrúnar þó verið ótrúlega góð en hún hafði búið sig undir mikil átök eftir að hún réðst í birtingu í morgun. „Maður var alveg titrandi og einhvern veginn bjóst við því að þurfa að verja sig, en svo hef ég fengið svo mikinn stuðning úr öllum áttum.“ Fréttastofa hefur óskað eftir viðbrögðum frá Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands vegna málsins.Fréttin hefur verið uppfærð.
MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira