Lokanir í miðbænum á Þorláksmessu að venju Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. desember 2018 06:45 Frá friðargöngunni á Laugavegi á Þorláksmessu 2015. Fréttablaðið/Stefán „Stundum fer maður þótt maður eigi ekkert annað erindi en að upplifa stemninguna,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, um andrúmsloftið sem jafnan er í miðbæ Reykjavíkur á Þorlákssmessu. Takmarkanir á umferð verða talsverðar í miðborginni á Þorláksmessu eins og oft áður og göngusvæðið stærra en jafnan. Frá klukkan ellefu verður Laugavegur lokaður frá Vatnsstíg og Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti og niður Bankastræti að Þingholtsstræti. Búist er við fjölda fólks í miðbæinn en Elfa segist ekki hafa á reiðum höndum hversu margir séu þar yfirleitt á Þorláksmessu. „En ef það er gott veður þá getur þetta alveg verið á við Menningarótt,“ segir hún. Og í gærkvöldi var veðurspáin býsna góð fyrir Þorláksmessukvöld í höfuðborginni, tveggja stiga hiti og hægur vindur klukkan 18.00. Sumir verslunareigendur hafa sett sig upp á móti götulokunum í miðbænum en Elfa telur það ekki eiga við um Þorláksmessu. „Það er bara svo mikil hefð fyrir því að fara gangandi niður Laugaveginn og um miðborgina á Þorláksmessu.“ Þegar líður að kvöldi verða lokanirnar umfangsmeiri því frá klukkan 18.00 ná þær að mótum Barónsstígs og Laugavegs, auk þess sem kaflinn frá Barónsstíg að Snorrabraut verður líka lokaður frá klukkan 17.00 til 18.00 vegna upphafs hinnar árlegu friðargöngu niður Laugaveg. Fyrir friðargöngunni stendur samstarfshópur ýmissa hreyfinga friðarsinna. Hún verður nú gengin í 39. árið í röð. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segist sérstaklega vilja minna á bílastæðahús sem stundum gleymist; við Vitatorg og undir Arnarhóli. Einnig benda borgaryfirvöld á almenningssamgöngur þennan dag. Auk hefðbundinna verslana sem hafa opið til klukkan ellefu er jólmarkaður starfandi í Hjartagarðinum. Á Ingólfstorgi geta þeir sprækustu brugðið undir sig betri fætinum á skautasvelli sem þar var nýlega sett upp. Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
„Stundum fer maður þótt maður eigi ekkert annað erindi en að upplifa stemninguna,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, um andrúmsloftið sem jafnan er í miðbæ Reykjavíkur á Þorlákssmessu. Takmarkanir á umferð verða talsverðar í miðborginni á Þorláksmessu eins og oft áður og göngusvæðið stærra en jafnan. Frá klukkan ellefu verður Laugavegur lokaður frá Vatnsstíg og Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti og niður Bankastræti að Þingholtsstræti. Búist er við fjölda fólks í miðbæinn en Elfa segist ekki hafa á reiðum höndum hversu margir séu þar yfirleitt á Þorláksmessu. „En ef það er gott veður þá getur þetta alveg verið á við Menningarótt,“ segir hún. Og í gærkvöldi var veðurspáin býsna góð fyrir Þorláksmessukvöld í höfuðborginni, tveggja stiga hiti og hægur vindur klukkan 18.00. Sumir verslunareigendur hafa sett sig upp á móti götulokunum í miðbænum en Elfa telur það ekki eiga við um Þorláksmessu. „Það er bara svo mikil hefð fyrir því að fara gangandi niður Laugaveginn og um miðborgina á Þorláksmessu.“ Þegar líður að kvöldi verða lokanirnar umfangsmeiri því frá klukkan 18.00 ná þær að mótum Barónsstígs og Laugavegs, auk þess sem kaflinn frá Barónsstíg að Snorrabraut verður líka lokaður frá klukkan 17.00 til 18.00 vegna upphafs hinnar árlegu friðargöngu niður Laugaveg. Fyrir friðargöngunni stendur samstarfshópur ýmissa hreyfinga friðarsinna. Hún verður nú gengin í 39. árið í röð. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segist sérstaklega vilja minna á bílastæðahús sem stundum gleymist; við Vitatorg og undir Arnarhóli. Einnig benda borgaryfirvöld á almenningssamgöngur þennan dag. Auk hefðbundinna verslana sem hafa opið til klukkan ellefu er jólmarkaður starfandi í Hjartagarðinum. Á Ingólfstorgi geta þeir sprækustu brugðið undir sig betri fætinum á skautasvelli sem þar var nýlega sett upp.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira