Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. desember 2018 08:00 Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins búast við 4 prósenta verðbólgu næstu 12 mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Verðbólguvæntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fara vaxandi samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. Gera þeir nú ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði fjögur prósent á næstu 12 mánuðum. Í síðustu könnun sem gerð var í september síðastliðnum bjuggust stjórnendurnir við þriggja prósenta verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að um sé að ræða rúmlega 30 prósenta hækkun milli kannana. Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót en hægt hefur þokast í viðræðum aðila. „Sú staða spilar líka væntanlega saman við þetta því óvissa er eitur í beinum atvinnulífsins,“ segir Halldór. Hafa verðbólguvæntingar stjórnenda ekki verið meiri síðan í maí 2015 sem var í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru að renna út. Í könnuninni er mæld sérstök vísitala efnahagslífsins sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar. Sú vísitala lækkar töluvert milli kannanna og er nú svipuð og hún var sumarið 2014. Nú telur 31 prósent stjórnenda aðstæður góðar samanborið við 45 prósent í september og 70 prósent fyrir ári. 23 prósent telja aðstæður slæmar miðað við 12 prósent í september. Þá hafa væntingar til aðstæðna eftir sex mánuði aldrei mælst minni frá því að könnunin var fyrst gerð árið 2002. Nú telja 68 prósent stjórnenda að aðstæður versni en til samanburðar gerðu 24 prósent ráð fyrir því fyrir ári en 54 prósent í könnuninni í september. Aðeins fimm prósent stjórnenda telja að aðstæður muni batna næstu sex mánuði sem er svipað hlutfall og í september. Einnig er spurt um skort á starfsfólki og sögðust 15 prósent stjórnenda búa við slíkan skort í sínu fyrirtæki en 85 prósent stjórnenda sögðust ekki búa við skort á starfsfólki. Í fyrsta sinn frá árinu 2012 eru þeir stjórnendur fleiri sem búast við að innlend eftirspurn dragist saman á næstu sex mánuðum en þeir sem búast við vaxandi eftirspurn. Þannig býst 21 prósent stjórnenda við minni eftirspurn, 15 prósent búast við aukinni eftirspurn en 64 prósent búast við að hún haldist óbreytt. Í úrtaki könnunarinnar voru 428 fyrirtæki sem teljast stærst á landinu og er þá miðað við heildarlaunagreiðslur. Alls svöruðu stjórnendur hjá 206 fyrirtækjum eða 48 prósent af úrtakinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Verðbólguvæntingar stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fara vaxandi samkvæmt nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann. Gera þeir nú ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði fjögur prósent á næstu 12 mánuðum. Í síðustu könnun sem gerð var í september síðastliðnum bjuggust stjórnendurnir við þriggja prósenta verðbólgu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bendir á að um sé að ræða rúmlega 30 prósenta hækkun milli kannana. Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót en hægt hefur þokast í viðræðum aðila. „Sú staða spilar líka væntanlega saman við þetta því óvissa er eitur í beinum atvinnulífsins,“ segir Halldór. Hafa verðbólguvæntingar stjórnenda ekki verið meiri síðan í maí 2015 sem var í aðdraganda þeirra kjarasamninga sem nú eru að renna út. Í könnuninni er mæld sérstök vísitala efnahagslífsins sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar. Sú vísitala lækkar töluvert milli kannanna og er nú svipuð og hún var sumarið 2014. Nú telur 31 prósent stjórnenda aðstæður góðar samanborið við 45 prósent í september og 70 prósent fyrir ári. 23 prósent telja aðstæður slæmar miðað við 12 prósent í september. Þá hafa væntingar til aðstæðna eftir sex mánuði aldrei mælst minni frá því að könnunin var fyrst gerð árið 2002. Nú telja 68 prósent stjórnenda að aðstæður versni en til samanburðar gerðu 24 prósent ráð fyrir því fyrir ári en 54 prósent í könnuninni í september. Aðeins fimm prósent stjórnenda telja að aðstæður muni batna næstu sex mánuði sem er svipað hlutfall og í september. Einnig er spurt um skort á starfsfólki og sögðust 15 prósent stjórnenda búa við slíkan skort í sínu fyrirtæki en 85 prósent stjórnenda sögðust ekki búa við skort á starfsfólki. Í fyrsta sinn frá árinu 2012 eru þeir stjórnendur fleiri sem búast við að innlend eftirspurn dragist saman á næstu sex mánuðum en þeir sem búast við vaxandi eftirspurn. Þannig býst 21 prósent stjórnenda við minni eftirspurn, 15 prósent búast við aukinni eftirspurn en 64 prósent búast við að hún haldist óbreytt. Í úrtaki könnunarinnar voru 428 fyrirtæki sem teljast stærst á landinu og er þá miðað við heildarlaunagreiðslur. Alls svöruðu stjórnendur hjá 206 fyrirtækjum eða 48 prósent af úrtakinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira