Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson skrifar 19. desember 2018 07:00 Breytingar á lyfjalögum fengu flýtimeðferð í skugga skammdegisins. Vegið er óþyrmilega að heilbrigðisþjónustu kvenna í skjóli myrkurs þegar Alþingi samþykkti að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá landsmönnum að verulegur faglegur ágreiningur hefur verið milli lækna annars vegar og heilbrigðisstjórnarinnar og Alþingis hins vegar um nokkurt skeið. Þar má nefna ýmis mál er varða lýðheilsu og velferð borgaranna, eins og viljaleysi til að taka á sölu á rafsígarettum til barna og unglinga, heimild til reykinga rafsígaretta á veitingastöðum, tillögur um tilslökun á áfengislöggjöfinni, upphafningu skottulækninga dulinna í búningi svokallaðra viðbótarmeðferða, blekkingar um gagnsemi fíkniefna í lækningaskyni, skerðingar á aðgengi og valfrelsi notenda að heilbrigðisþjónustu og blindu stjórnvalda varðandi ástand og þörf á uppbyggingu grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Nýjasta útspil Alþingis er að gefa afslátt af þekkingu, gæðum og öryggi þegar kemur að lyfjaávísunum. Sú breyting hefur í för með sér að konur þurfa að sætta sig við að sækja lakari heilbrigðisþjónustu en læknar geta og hafa veitt. Í breytingunni felst innleiðing á sænsku kerfi sem hefur skilað daprari árangri í þjónustu sem hingað til hefur prýðilega verið sinnt af heimilislæknum og sérfræðingum í fæðinga- og kvensjúkdómum. Félag íslenskra kvensjúkdóma- og fæðingalækna skilaði umsögn um frumvarpið og taldi það óunnið. Ekki var hlustað á álit þessa hóps lækna sem best þekkir til stöðu mála.Fóstureyðingum fjölgar Aðgengi að fræðslu og upplýsingum um getnaðarvarnir hefur verið án takmarkana hingað til. Árangur mældur í fjölda fóstureyðinga er, samkvæmt talnabrunni Embættis landlæknis og algengi fæðinga í aldurshópnum 15 til 19 ára, lægra hér en þar sem tilslökun á menntun, reynslu og gæðakröfum um lyfjaávísanir getnaðarvarna hefur verið innleidd, t.d. í Svíþjóð. Þar hefur breytingin leitt til þess að fjöldi fóstureyðinga er hæstur á Norðurlöndum eða 17,6/1.000 konur en er 12,5/1.000 konur að meðaltali á Íslandi frá aldamótum. Það er ekki síður áhyggjuefni að reynslan sýnir að þar sem öðrum starfsstéttum er falin heimild til læknisverka án viðhlítandi sambærilegrar menntunar og þjálfunar hefur kostnaður skattborgaranna og samfélagsins að jafnaði vaxið. Ljóst er að með þessari lagabreytingu hefur Alþingi hvorki verið umhugað um að tryggja rétt til bestu þekkingar sem völ er á skv. lögum um réttindi sjúklinga, velferð kvenna né bestun í nýtingu á skattfé borgaranna eða haft það að leiðarljósi. Læknar geta hvorki tekið ábyrgð á né þátt í slíkum vinnubrögðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Breytingar á lyfjalögum fengu flýtimeðferð í skugga skammdegisins. Vegið er óþyrmilega að heilbrigðisþjónustu kvenna í skjóli myrkurs þegar Alþingi samþykkti að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá landsmönnum að verulegur faglegur ágreiningur hefur verið milli lækna annars vegar og heilbrigðisstjórnarinnar og Alþingis hins vegar um nokkurt skeið. Þar má nefna ýmis mál er varða lýðheilsu og velferð borgaranna, eins og viljaleysi til að taka á sölu á rafsígarettum til barna og unglinga, heimild til reykinga rafsígaretta á veitingastöðum, tillögur um tilslökun á áfengislöggjöfinni, upphafningu skottulækninga dulinna í búningi svokallaðra viðbótarmeðferða, blekkingar um gagnsemi fíkniefna í lækningaskyni, skerðingar á aðgengi og valfrelsi notenda að heilbrigðisþjónustu og blindu stjórnvalda varðandi ástand og þörf á uppbyggingu grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Nýjasta útspil Alþingis er að gefa afslátt af þekkingu, gæðum og öryggi þegar kemur að lyfjaávísunum. Sú breyting hefur í för með sér að konur þurfa að sætta sig við að sækja lakari heilbrigðisþjónustu en læknar geta og hafa veitt. Í breytingunni felst innleiðing á sænsku kerfi sem hefur skilað daprari árangri í þjónustu sem hingað til hefur prýðilega verið sinnt af heimilislæknum og sérfræðingum í fæðinga- og kvensjúkdómum. Félag íslenskra kvensjúkdóma- og fæðingalækna skilaði umsögn um frumvarpið og taldi það óunnið. Ekki var hlustað á álit þessa hóps lækna sem best þekkir til stöðu mála.Fóstureyðingum fjölgar Aðgengi að fræðslu og upplýsingum um getnaðarvarnir hefur verið án takmarkana hingað til. Árangur mældur í fjölda fóstureyðinga er, samkvæmt talnabrunni Embættis landlæknis og algengi fæðinga í aldurshópnum 15 til 19 ára, lægra hér en þar sem tilslökun á menntun, reynslu og gæðakröfum um lyfjaávísanir getnaðarvarna hefur verið innleidd, t.d. í Svíþjóð. Þar hefur breytingin leitt til þess að fjöldi fóstureyðinga er hæstur á Norðurlöndum eða 17,6/1.000 konur en er 12,5/1.000 konur að meðaltali á Íslandi frá aldamótum. Það er ekki síður áhyggjuefni að reynslan sýnir að þar sem öðrum starfsstéttum er falin heimild til læknisverka án viðhlítandi sambærilegrar menntunar og þjálfunar hefur kostnaður skattborgaranna og samfélagsins að jafnaði vaxið. Ljóst er að með þessari lagabreytingu hefur Alþingi hvorki verið umhugað um að tryggja rétt til bestu þekkingar sem völ er á skv. lögum um réttindi sjúklinga, velferð kvenna né bestun í nýtingu á skattfé borgaranna eða haft það að leiðarljósi. Læknar geta hvorki tekið ábyrgð á né þátt í slíkum vinnubrögðum.
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar