Strangari umhverfisreglur drógu verulega úr mengun Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2018 14:00 Framleiðsla bandarískra verksmiðja jókst þrátt fyrir að losun þeirra á mengandi efnum drægist saman um 60% á sama tíma. Vísir/EPA Mengandi útblástur frá bandarískum verksmiðjum dróst saman um 60% frá árinu 1990 til 2008 þrátt fyrir að framleiðsla þeirra hafi aukist á sama tíma. Meginástæðan var sú að verksmiðjurnar tóku upp hreinni framleiðsluaðferðir til að uppfylla strangari umhverfisreglugerðir. Þetta er niðurstaða tveggja hagfræðinga við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Þeir rekja samdráttinn í útblæstri til loftgæðalaga (e. Clean Air Act) sem sett voru á 7. áratug síðustu aldar og frekari reglna sem settar voru á grundvelli þeirra. Þeir lögðust yfir gögn frá 1.400 verksmiðjum í Bandaríkjunum á þessu tæplega tveggja áratuga tímabili og báru saman við losunartölur. Greindu þeir síðan samdráttinn í losun og hvað hefði valdið honum, að því er segir í frétt á vef Kaliforníuháskóla. Breyting á framleiðslutækni var aðalástæðan fyrir því að losun á efnum eins og nituroxíðum, brennisteinsdíoxíði og kolmónoxíði dróst mikið saman. Þetta gerðist jafnvel þó að framleiðslan væri 30% meiri árið 2008 en árið 1990. Á tímabilinu telja þeir að umhverfisreglugerðir hafi orðið tvöfalt strangari. Þeir Joseph Shapiro, aðstoðarprófessor í landbúnaðar- og auðlindahagfræði, og Reed Walker, aðstoðarprófessor við Haas-viðskiptaskólann, telja að rekja megi mestan hluta samdráttarins í losun til þess. Þeir afskrifa að aðrir þættir eins og flótti verksmiðjuframleiðslu frá Bandaríkjunum til landa eins og Kína og Mexíkó hafi valdið samdrættinum. „Á sjöunda og átta áratugnum hafði fólk áhyggjur af því að loftmengunin yrði óbærileg í Los Angeles, New York og öðrum bandarískum borgum fyrir lok 20. aldarinnar. Í staðinn hefur loftmengun hrapað og gögnin sýna að umhverfisreglur og hreinsun á framleiðsluferlum sem tengist þeim hafi leikið lykilhlutverk í þessum mikla samdrætti,“ segir Shapiro. Bandaríkin Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Mengandi útblástur frá bandarískum verksmiðjum dróst saman um 60% frá árinu 1990 til 2008 þrátt fyrir að framleiðsla þeirra hafi aukist á sama tíma. Meginástæðan var sú að verksmiðjurnar tóku upp hreinni framleiðsluaðferðir til að uppfylla strangari umhverfisreglugerðir. Þetta er niðurstaða tveggja hagfræðinga við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Þeir rekja samdráttinn í útblæstri til loftgæðalaga (e. Clean Air Act) sem sett voru á 7. áratug síðustu aldar og frekari reglna sem settar voru á grundvelli þeirra. Þeir lögðust yfir gögn frá 1.400 verksmiðjum í Bandaríkjunum á þessu tæplega tveggja áratuga tímabili og báru saman við losunartölur. Greindu þeir síðan samdráttinn í losun og hvað hefði valdið honum, að því er segir í frétt á vef Kaliforníuháskóla. Breyting á framleiðslutækni var aðalástæðan fyrir því að losun á efnum eins og nituroxíðum, brennisteinsdíoxíði og kolmónoxíði dróst mikið saman. Þetta gerðist jafnvel þó að framleiðslan væri 30% meiri árið 2008 en árið 1990. Á tímabilinu telja þeir að umhverfisreglugerðir hafi orðið tvöfalt strangari. Þeir Joseph Shapiro, aðstoðarprófessor í landbúnaðar- og auðlindahagfræði, og Reed Walker, aðstoðarprófessor við Haas-viðskiptaskólann, telja að rekja megi mestan hluta samdráttarins í losun til þess. Þeir afskrifa að aðrir þættir eins og flótti verksmiðjuframleiðslu frá Bandaríkjunum til landa eins og Kína og Mexíkó hafi valdið samdrættinum. „Á sjöunda og átta áratugnum hafði fólk áhyggjur af því að loftmengunin yrði óbærileg í Los Angeles, New York og öðrum bandarískum borgum fyrir lok 20. aldarinnar. Í staðinn hefur loftmengun hrapað og gögnin sýna að umhverfisreglur og hreinsun á framleiðsluferlum sem tengist þeim hafi leikið lykilhlutverk í þessum mikla samdrætti,“ segir Shapiro.
Bandaríkin Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira